Meyjan: Beint í mark

Elsku Meyjan mín, í staðinn fyrir að finnast þú vera stressuð skaltu nota orðið spennt. Þú ert nefnilega að spenna lífsbogann og hittir á hárréttan stað.

Núna er tími til að taka áhættu, stíga út fyrir boxið. Því það hafa verið og eru búin að vera kaflaskil í þinni lífsbók. Það sem drepur kraftinn þinn og getur haldið heilsu þinni í vondum farvegi er að hanga of mikið heima. Hentu þér út í hringiðu lífsins, prófaðu til dæmis að spila golf eða eitthvað sem þér hefur aldrei dottið í hug að gera áður. Þessi kraftur mun efla tilfinningar þínar, en dimma þær ef þú hreyfir þig ekki um fet. Þetta á ekki við um allar Meyjur, en það eina sem heftir þig er of mikið hangs heima.

Þú ert að laða til þín peninga sem aldrei fyrr og það verður svo miklu auðveldara en þig grunar. Svo ertu líka búin að vera svo dugleg að taka til í lífsmynstrinu og að temja þig. Þú finnur hversu stolt þú ert af sjálfri þér, því að viðsnúningur verður hjá þér fyrir 15. september. Þú hefur sérstaklega mikið viðskiptavit og þessi mánuður gefur þér svo góð dæmi um það að það sem þú þráir gangi upp.

Þú þarft að trúa á ástina, en hún er alltaf langhlaup svo gefðu henni stærra pláss og tíma í lífi þínu. Það er algengara en hjá öðrum stjörnumerkjum að margar Meyjur skilja við maka og hluti af því er vegna þess að Meyjan er svo sterkur karakter til þess að stjórna eigin lífi.

Þinn hugur er svo opinn og auðveldlega muntu sjá lausnir á þeim vandamálum sem koma upp í lífi þínu. Þinn persónulegi þroski er líka að magnast upp, því þú hefur líka víðsýni og vilja til að afla þér þekkingar. Ef þú ert í vinnu sem gefur þér ekki neitt, nema ímyndað öryggi, þá þarftu að skoða að slíta því sambandi. Því það er verið að óska eftir þér annars staðar.

mbl.is