„Setjum hjörtu út um allt og finnum húmorinn“

„Ekkert upphaf getur fæðst án endaloka,“ segir hin alskyggna Sigga Kling um árið sem er að líða. 

Nýtt ár táknar nýtt upphaf hjá mörgum og þá er ekki úr vegi að skoða gamla vana og nýja. Sigga Kling mælir með að Íslendingar breiði út faðminn og taki vel á móti nýja árinu. Á slíkum tímamótum er mikilvægt að hreinsa til. Hvort sem það er á heimilinu eða innra með sjálfum sér.

„Það er hvirfilvindur í kringum alheiminn,“ segir hún. „Setjum hjörtu út um allt. Við þurfum að senda hvort öðru stuðning.“

Mikilvægi kímnigáfunnar hefur aldrei verið meiri en nú að mati Siggu Kling. „Hlátur og húmor hreinsar allt kerfið okkar. Spítalar úti í heimi láta okkur hlæja úr okkur veikindin,“ segir Sigga glöð í bragði um það umsnúnings ár sem brátt gengur í garð.

Sjáðu orðsendingu Siggu Kling fyrir árið 2022 hér að ofan - nýja árið getur ekki klikkað! 

Sigríður Klingenberg leggur línurnar fyrir nýja árið.
Sigríður Klingenberg leggur línurnar fyrir nýja árið. Ljósmynd/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál