Safnar peningum fyrir frænku í fangelsi

Emilíana Bened Andrésdóttir safnar peningum fyrir frænku sína, Aðalsteinu Líf …
Emilíana Bened Andrésdóttir safnar peningum fyrir frænku sína, Aðalsteinu Líf Kjartansdóttur, sem situr í fangelsi í Tékklandi.

Emilíana Bened Andrésdóttir hefur hafið söfnun fyrir frænku sína, Aðalsteinu Líf Kjartansdóttur eða Öddu Líf eins og hún er kölluð, sem fékk sjö ára fangelsisdóm fyir smygl og situr nú í fangelsi í Tékklandi. Emilíana Bened segir að Adda Líf þurfi sjálf að sjá sér farborða í fangelsinu.

„Hún þarf að sjá fyrir sér alveg sjálf, fyrir klósettpappír, dömubindum, mat og öllu því sem okkur finnst svo sjálfsagt að eiga og hafa aðgang að. Nokkrir hafa ákveðið að hjálpa mér að hjálpa henni,“ segir Emilíana Bened á facebooksíðu sinni og óskar eftir því að fólk leggi fé í söfnunina.

„Mér myndi þykja mjög vænt um að sem flestir reyndu að leggja henni lið. Adda Líf er besta, yndislegasta stelpa með hjarta á við gull, ég veit hún myndi hjálpa mér í hvaða aðstæðum sem er svo mig langar til að reyna að hjálpa henni. Ef það eru einhverjir sem myndu vilja vera með megiði endilega hafa samband við mig hér, eða í skilaboðum,“ segir hún jafnframt.

Aðalsteina Líf var handtekin í nóvember 2012 ásamt Gunnhildi Svövu Guðmundsdóttur vinkonu sinni. Þá var Aðalsteina Líf nýorðin 18 ára.

Emilíana Bened segist vilja reyna að gera allt til að hjálpa frænku sinni svo hún hafi það bærilegt meðan á fangelsisvistinni stendur.

„Ég gæti ekki hugsað mér að lenda í þessum aðstæðum núna eftir nokkra mánuði og efast um að einhver geti það. Áður en þið dæmið hana vona ég að þið hugsið ykkur tvisvar um því ef hún væri dóttir ykkar, systir ykkar, barnabarnið ykkar, frænka ykkar eða vinkona þá væri ykkur ekki sama,“ segir hún.

Þeir sem vilja styrkja Aðalsteinu Líf geta lagt inn á þennan reikning:

115-26-30089. Kt. 300894-2089

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál