Skipulagði afmælið áður en barnið fæddist

Veisluborðið var ákaflega glæsilegt. Hrönn setti tjullpils utan um borðið ...
Veisluborðið var ákaflega glæsilegt. Hrönn setti tjullpils utan um borðið og blöðruboginn yfir borðinu setti mikinn svip á heildarmyndina.

Hrönn Bjarnadóttir eignaðist dóttur fyrir rúmlega ári síðan eftir langt og strangt ferli. Hrönn var byrjuð að skipuleggja afmælið löngu áður en barnið fæddist. 

„Ég var mjög lengi að undirbúa afmælið – var byrjuð að pæla í fyrsta afmælinu löngu áður en Embla dóttir mín fæddist. Þetta var eiginlega þannig að um leið og ég var búin að halda skírnarveisluna hennar sem var líka alveg svaka undirbúningur þá fór ég á fullt að skipuleggja afmælið,“ segir Hrönn.

Áður en skipulagning 1. árs afmælisins hófst fyrir alvöru valdi Hrönn þema sem hún vann eftir. Hún þeyttist út um allt internet til að spá í skreytingum, kökum og safna góðum hugmyndum fyrir afmælið.

Afmælisbarnið Embla var alsæl.
Afmælisbarnið Embla var alsæl.

Vissir þú strax hvernig þú vildir hafa afmælið?

„Sko ég var alveg í smá tíma að ákveða hvaða þema ég vildi hafa í afmælinu af því ég var með svo margar skemmtilegar hugmyndir. En þegar ég var búin að ákveða að velja einhyrninga-þema þá var ég með nokkuð ákveðnar hugmyndir um hvernig ég vildi hafa þetta.“

Þetta 1. árs afmæli var kannski líkara fermingarveislu því Hrönn og maður hennar buðu 55 manns í afmælið, sem var tvískipt.

„Það mættu 35 manns yfir daginn og svo mættu 20 um kvöldið. Ég ákvað að vera með veisluna tvískipta af því þetta voru svo margir. Við Sæþór maðurinn minn vorum með opið hús fyrir vini og þeirra fjölskyldur yfir daginn og svo buðum við fjölskyldum okkar í súpu og kökur um kvöldið. Mér fannst þetta afskaplega þægilegt fyrirkomulag og með því að hafa þetta svona nutum við dagsins miklu betur og gátum sinnt öllum gestunum betur heldur en ef allir hefðu komið í einu. Að hafa opið hús yfir daginn var líka mjög þægilegt þar sem gestafjöldinn dreifðist aðeins í stað þess að allir kæmu í einu,“ segir hún.

Mæðgurnar Hrönn og Embla.
Mæðgurnar Hrönn og Embla.

Hrönn var með sex tegundir af kökum og sætmeti, candyfloss, lítil box með snakki, poppi og saltkringlum, lítil box af ferskum ávöxtum og grænmeti, þrjár tegundir af mismunandi salati ofan á brauð, pesto og hummus, gott súrdeigsbrauð og míní pizzur. „Um kvöldið var ég svo með mexíkóska kjúklingasúpu og brauð og svo kökur og sætmeti eftir matinn.“

Hrönn lagði mikinn metnað í einhyrningskökuna sem prýddi veisluborðið. Hrönn segir að bakstur á slíkri köku taki minni tíma og sé einfaldari en hún líti út fyrir að vera.

„Ég horfði á nokkur youtube myndbönd af svona einhyrninga-kökum áður en ég hófst handa og þetta gekk eins og í sögu hjá mér. Það sem er mesta föndrið í þessu eru hornið og eyrun sem ég mótaði úr sykurmassa nokkrum dögum áður og lét harðna og málaði svo með gylltu dufti. Kakan sjálf getur verið hvernig kaka sem er með hvítu smjörkremi utan á og þar er aðalmálið að slétta fallega úr kreminu með spaða og helst að hafa kökuna á snúningsdisk meðan hún er skreytt. „Makkinn“ á einhyrningnum er gerður úr smjörkremi í nokkrum litum. Ég var með mitt krem í ljósbleikum, ljósfjólubláum, dökkfjólubláum og grænbláum lit og var með kremið í 6 sprautupokum með 4 mismunandi stútum. Mesta vinnan við þetta er að lita allt kremið í réttum litum en ég notaði gel-matarliti til að fá sterka og fallega liti. Augun eru svo gerð með svörtu kremi í sprautupoka með mjög mjóum stút en augun eru klárlega mesta nákvæmnisvinnan við þessa köku. Auk stóru einhyrningskökunnar var ég líka með einhyrnings-bollakökur og kökupinna og var þar að mestu leyti sama aðferð notuð og við stóru kökuna. Horn og eyru föndruð úr sykurmassa og máluð gyllt og kremi í þema-litunum, og sprautað með mismunandi sprautustútum á kökurnar. Ég mæli algjörlega með því að horfa á sýnimyndbönd á youtube áður en maður hefst handa,“ segir hún.

Hrönn skreytti kókflöskurnar.
Hrönn skreytti kókflöskurnar.

Litaþemað í 1 árs afmælinu voru mismunandi tónar af bleikum, fjólubláum og grænbláum eða þeir litir sem Hrönn finnst passa best við einhyrninga.

Hrönn lagði ekki bara metnað í kökurnar heldur voru drykkjarföngin afar spennandi.

„Ég var með drykkjarbar í veislunni þar sem ég bauð upp á nokkrar tegundir af drykkjum. Ég var með þrjár glerkönnur með stút sem voru allar með mismunandi drykkjum. Ég var með ribena sólberjasaft, bleika einhyrninga-mjólk (venjuleg mjólk með smá matarlit) og svo var ég með sódavatn með sítrónu. Ég var svo með tómar skreyttar Froosh flöskur sem fólk gat sett drykkina í. Eins var ég með gos í gleri en bæði gosið og tómu Froosh flöskurnar voru skreyttar í litaþemanu með gylltum einhyrning og röndóttu röri bundnu á flöskuna með silkiborða. Mér finnst ótrúlega gaman að hafa svona drykkjarbar í veislum af því það kemur svo fallega út og eins er gaman að bjóða upp á skreyttar flöskur og allskonar flotta drykki fyrir gestina.“

Hrönn elskar að skreyta fyrir viðburði og veislur og sleppti fram af sér beislinu þegar hún skreytti fyrir afmælið.

„Það var því algjör veisla fyrir mig að fá að skreyta fyrir þetta afmæli – þetta er svo skemmtilegt þema og fallegir litir að það var algjört æði að skreyta og ég var alveg í vandræðum að velja úr hvaða skreytingar ég vildi nota. Ég ákvað á endanum að einblína mest á veisluborðið og drykkjarbarinn. Ég er búin að vera að sanka að mér skrauti síðustu mánuði fyrir veisluna, bæði hérlendis og erlendis og keypti til dæmis mjög mikið úti í London í byrjun desember og dröslaði með mér heim. Tjullpilsið sem er utan um borðið keypti ég tilbúið en annars föndraði ég skrautið að mestu sjálf með hjálp frá frábæru vinum mínum. Gylltu stafirnir með nafninu hennar Emblu voru algjör handavinna en ég byrjaði á því að fara í Pixel og láta þá prenta út stafina á A3 blöð. Ég klippti svo stafina út til að nota sem skapalón og límdi á glimmer-kartonblöð og klippti út og límdi á vegginn. Blöðruboginn fyrir ofan borðið er búinn til úr blöðrum í nokkrum tónum af bleikum, fjólubláum og grænbláum og eins er mismikið blásið í blöðrurnar svo þær séu ekki allar í sömu stærð svo þetta yrði flottara. Blöðrurnar eru svo allar þræddar uppá band og búin til lengja sem er svo fest á vegginn. Veggurinn bakvið drykkjarbarinn er svo alveg þakinn af pompoms í þemalitunum og í nokkrum stærðum. Kökurnar sem ég var með voru svo auðvitað stór hluti af heildarlúkkinu og skreyta borðið alveg helling og eins skreyttu flöskurnar á drykkjarbarnum.“

Hvað lærðir þú af því að halda þetta afmæli?

„Ég lærði aðallega að það er betra að byrja fyrr en seinna að skreyta og baka, sérstaklega þegar maður er með lítið barn heima allan daginn. Við mæðgur lentum líka í slæmum veikindum en mánudaginn fyrir afmælið greindumst við báðar með lungnabólgu eftir langa flensutíð svo ég var kannski ekki alveg á fullum dampi við undirbúning. Margar kökur geymast mjög vel skreyttar með kremi og öllu í frysti og því er sniðugt að vera búinn að undirbúa sig löngu áður og baka og frysta til að minnka álagið dagana fyrir afmælið. Ég notaði þá aðferð þegar ég var að undirbúa skírnina hennar Emblu og það var ótrúlega þægilegt. Ég komst líka að því að ég á alveg ótrúlega góða vini sem komu veiku mömmunni til hjálpar daginn fyrir afmælið og hjálpuðu mér að klára að skreyta allt.“

Muntu hafa næsta afmæli svipað?

„Ég er sko strax byrjuð að plana næsta afmæli og það verður klárlega ekkert minna umstang í kringum það heldur en núna. Komin með möppu í tölvuna og byrjuð að safna hugmyndum! Get ekki beðið,“ segir hún kát og glöð.

Hrönn er mjög virk á Snapchat. Hægt er að fylgjast með henni á hronnbjarna. 

Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

06:00 Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan, fór í ferðalag um heiminn eftir að hún sagði skilið við NATO. Hún segir mikið frelsi í því að ferðast ein, en hún fór til 7 landa í Suður-Ameríku. Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

Í gær, 22:43 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Vill hitta „hina konuna“

Í gær, 19:44 Eiginkona manns sem hélt framhjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

Í gær, 15:00 Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

Í gær, 11:06 „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

Í gær, 09:00 Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

í gær Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

í fyrradag Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

í fyrradag Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

í fyrradag Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

í fyrradag „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

í fyrradag Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »

10 lífsreglur Diane von Furstenberg

14.8. „Flest ævintýri enda á því að stúlkan giftist prinsinum og lifir síðan hamingjusöm til æviloka. Mitt ævintýri byrjaði fyrst þegar ég hafði fengið skilnað frá mínum prinsi.“ Meira »

Kemst ekki yfir skilnaðinn við kærustuna

13.8. „Ég er karlmaður á miðjum aldri. Skildi fyrir 6 árum vegna framhjáhalds konunnar. Skilnaðurinn sem átti sér talsverðan aðdraganda var mér ekki mjög erfiður. Hafði lengi grunað að konan héldi fram hjá og fannst í raun mikill léttir að skilja og losna við alla lygina,“ segir íslenskur maður sem leitar ráða hjá Valdimari. Meira »

Kynlíf eftir skilnað er alveg bannað

13.8. „Tiffany segir að kynlíf sé algjörlega bannað eftir skilnað og telur hún að það sé notað sem kúgunaraðferð og geri það erfiðara fyrir aðilana að halda áfram lífinu og rækta sér nýtt land. Mörk innihalda virðingu og það að þið eruð skilin þýðir að þið hafið ekki rétt á hvort öðru á þennan hátt.“ Meira »

Stal senunni í bleikum plastgalla

13.8. Það var mikið um liti og mynstur á rauða dreglinum fyrir Teen Choice-verðlaunahátíðina um helgina.   Meira »

Vel skipulögð fjölskylduíbúð við Húsalind

13.8. Litagleði og gott skipulag einkennir þessa dásamlegu fjölskyldubúð í Kópavogi. Mikið er lagt í barnaherbergin og er mikið af góðum sniðugum lausnum á heimilinu. Meira »

Treystir ekki kærastanum

13.8. „Þegar við kynntumst þá var strax brjálað „kemistrí“ okkar á milli. Við gátum talað um allt. Stuttu eftir að við kynntumst flutti ég til hans. Það var þá sem ég uppgötvaði að hann hafði í sambandinu með mér verið að daðra við aðrar stelpur á netinu. Ég varð reið en í staðinn fyrir að öskra og labba út fór ég að gráta og brotnaði niður. Var ég ekki nógu góð?“ Meira »

Þessi dýrð er í nýja IKEA bæklingnum

13.8. Allir heimilisunnendur elska þegar nýr IKEA bæklingur kemur inn um lúguna. Nú er bæklingurinn kominn og þeir sem ætla að breyta aðeins og bæta hjá sér fyrir haustið verða ekki sviknir. Meira »

Khloé hannar íþróttafatalínu

12.8. Khloé Kardashian hannar ekki bara gallabuxur undir merkinu „Good American“ því nú hefur hún hannað sjúklega flotta íþróttafatalínu. Meira »

Fer að gráta þegar hann á að hlýða

12.8. „Mig vantar ráðgjöf varðandi miðjustrákinn minn. Þeir eru þrír bræðurnir og ég hef tekið eftir breytingum í hegðun og atferli hjá honum. Hann fer gjarnan í grátinn þegar við erum að reyna að fá hann til að hlýða og hann bregst illa við þegar við komum til hans og bjóðum honum faðminn.“ Meira »