Skipulagði afmælið áður en barnið fæddist

Veisluborðið var ákaflega glæsilegt. Hrönn setti tjullpils utan um borðið ...
Veisluborðið var ákaflega glæsilegt. Hrönn setti tjullpils utan um borðið og blöðruboginn yfir borðinu setti mikinn svip á heildarmyndina.

Hrönn Bjarnadóttir eignaðist dóttur fyrir rúmlega ári síðan eftir langt og strangt ferli. Hrönn var byrjuð að skipuleggja afmælið löngu áður en barnið fæddist. 

„Ég var mjög lengi að undirbúa afmælið – var byrjuð að pæla í fyrsta afmælinu löngu áður en Embla dóttir mín fæddist. Þetta var eiginlega þannig að um leið og ég var búin að halda skírnarveisluna hennar sem var líka alveg svaka undirbúningur þá fór ég á fullt að skipuleggja afmælið,“ segir Hrönn.

Áður en skipulagning 1. árs afmælisins hófst fyrir alvöru valdi Hrönn þema sem hún vann eftir. Hún þeyttist út um allt internet til að spá í skreytingum, kökum og safna góðum hugmyndum fyrir afmælið.

Afmælisbarnið Embla var alsæl.
Afmælisbarnið Embla var alsæl.

Vissir þú strax hvernig þú vildir hafa afmælið?

„Sko ég var alveg í smá tíma að ákveða hvaða þema ég vildi hafa í afmælinu af því ég var með svo margar skemmtilegar hugmyndir. En þegar ég var búin að ákveða að velja einhyrninga-þema þá var ég með nokkuð ákveðnar hugmyndir um hvernig ég vildi hafa þetta.“

Þetta 1. árs afmæli var kannski líkara fermingarveislu því Hrönn og maður hennar buðu 55 manns í afmælið, sem var tvískipt.

„Það mættu 35 manns yfir daginn og svo mættu 20 um kvöldið. Ég ákvað að vera með veisluna tvískipta af því þetta voru svo margir. Við Sæþór maðurinn minn vorum með opið hús fyrir vini og þeirra fjölskyldur yfir daginn og svo buðum við fjölskyldum okkar í súpu og kökur um kvöldið. Mér fannst þetta afskaplega þægilegt fyrirkomulag og með því að hafa þetta svona nutum við dagsins miklu betur og gátum sinnt öllum gestunum betur heldur en ef allir hefðu komið í einu. Að hafa opið hús yfir daginn var líka mjög þægilegt þar sem gestafjöldinn dreifðist aðeins í stað þess að allir kæmu í einu,“ segir hún.

Mæðgurnar Hrönn og Embla.
Mæðgurnar Hrönn og Embla.

Hrönn var með sex tegundir af kökum og sætmeti, candyfloss, lítil box með snakki, poppi og saltkringlum, lítil box af ferskum ávöxtum og grænmeti, þrjár tegundir af mismunandi salati ofan á brauð, pesto og hummus, gott súrdeigsbrauð og míní pizzur. „Um kvöldið var ég svo með mexíkóska kjúklingasúpu og brauð og svo kökur og sætmeti eftir matinn.“

Hrönn lagði mikinn metnað í einhyrningskökuna sem prýddi veisluborðið. Hrönn segir að bakstur á slíkri köku taki minni tíma og sé einfaldari en hún líti út fyrir að vera.

„Ég horfði á nokkur youtube myndbönd af svona einhyrninga-kökum áður en ég hófst handa og þetta gekk eins og í sögu hjá mér. Það sem er mesta föndrið í þessu eru hornið og eyrun sem ég mótaði úr sykurmassa nokkrum dögum áður og lét harðna og málaði svo með gylltu dufti. Kakan sjálf getur verið hvernig kaka sem er með hvítu smjörkremi utan á og þar er aðalmálið að slétta fallega úr kreminu með spaða og helst að hafa kökuna á snúningsdisk meðan hún er skreytt. „Makkinn“ á einhyrningnum er gerður úr smjörkremi í nokkrum litum. Ég var með mitt krem í ljósbleikum, ljósfjólubláum, dökkfjólubláum og grænbláum lit og var með kremið í 6 sprautupokum með 4 mismunandi stútum. Mesta vinnan við þetta er að lita allt kremið í réttum litum en ég notaði gel-matarliti til að fá sterka og fallega liti. Augun eru svo gerð með svörtu kremi í sprautupoka með mjög mjóum stút en augun eru klárlega mesta nákvæmnisvinnan við þessa köku. Auk stóru einhyrningskökunnar var ég líka með einhyrnings-bollakökur og kökupinna og var þar að mestu leyti sama aðferð notuð og við stóru kökuna. Horn og eyru föndruð úr sykurmassa og máluð gyllt og kremi í þema-litunum, og sprautað með mismunandi sprautustútum á kökurnar. Ég mæli algjörlega með því að horfa á sýnimyndbönd á youtube áður en maður hefst handa,“ segir hún.

Hrönn skreytti kókflöskurnar.
Hrönn skreytti kókflöskurnar.

Litaþemað í 1 árs afmælinu voru mismunandi tónar af bleikum, fjólubláum og grænbláum eða þeir litir sem Hrönn finnst passa best við einhyrninga.

Hrönn lagði ekki bara metnað í kökurnar heldur voru drykkjarföngin afar spennandi.

„Ég var með drykkjarbar í veislunni þar sem ég bauð upp á nokkrar tegundir af drykkjum. Ég var með þrjár glerkönnur með stút sem voru allar með mismunandi drykkjum. Ég var með ribena sólberjasaft, bleika einhyrninga-mjólk (venjuleg mjólk með smá matarlit) og svo var ég með sódavatn með sítrónu. Ég var svo með tómar skreyttar Froosh flöskur sem fólk gat sett drykkina í. Eins var ég með gos í gleri en bæði gosið og tómu Froosh flöskurnar voru skreyttar í litaþemanu með gylltum einhyrning og röndóttu röri bundnu á flöskuna með silkiborða. Mér finnst ótrúlega gaman að hafa svona drykkjarbar í veislum af því það kemur svo fallega út og eins er gaman að bjóða upp á skreyttar flöskur og allskonar flotta drykki fyrir gestina.“

Hrönn elskar að skreyta fyrir viðburði og veislur og sleppti fram af sér beislinu þegar hún skreytti fyrir afmælið.

„Það var því algjör veisla fyrir mig að fá að skreyta fyrir þetta afmæli – þetta er svo skemmtilegt þema og fallegir litir að það var algjört æði að skreyta og ég var alveg í vandræðum að velja úr hvaða skreytingar ég vildi nota. Ég ákvað á endanum að einblína mest á veisluborðið og drykkjarbarinn. Ég er búin að vera að sanka að mér skrauti síðustu mánuði fyrir veisluna, bæði hérlendis og erlendis og keypti til dæmis mjög mikið úti í London í byrjun desember og dröslaði með mér heim. Tjullpilsið sem er utan um borðið keypti ég tilbúið en annars föndraði ég skrautið að mestu sjálf með hjálp frá frábæru vinum mínum. Gylltu stafirnir með nafninu hennar Emblu voru algjör handavinna en ég byrjaði á því að fara í Pixel og láta þá prenta út stafina á A3 blöð. Ég klippti svo stafina út til að nota sem skapalón og límdi á glimmer-kartonblöð og klippti út og límdi á vegginn. Blöðruboginn fyrir ofan borðið er búinn til úr blöðrum í nokkrum tónum af bleikum, fjólubláum og grænbláum og eins er mismikið blásið í blöðrurnar svo þær séu ekki allar í sömu stærð svo þetta yrði flottara. Blöðrurnar eru svo allar þræddar uppá band og búin til lengja sem er svo fest á vegginn. Veggurinn bakvið drykkjarbarinn er svo alveg þakinn af pompoms í þemalitunum og í nokkrum stærðum. Kökurnar sem ég var með voru svo auðvitað stór hluti af heildarlúkkinu og skreyta borðið alveg helling og eins skreyttu flöskurnar á drykkjarbarnum.“

Hvað lærðir þú af því að halda þetta afmæli?

„Ég lærði aðallega að það er betra að byrja fyrr en seinna að skreyta og baka, sérstaklega þegar maður er með lítið barn heima allan daginn. Við mæðgur lentum líka í slæmum veikindum en mánudaginn fyrir afmælið greindumst við báðar með lungnabólgu eftir langa flensutíð svo ég var kannski ekki alveg á fullum dampi við undirbúning. Margar kökur geymast mjög vel skreyttar með kremi og öllu í frysti og því er sniðugt að vera búinn að undirbúa sig löngu áður og baka og frysta til að minnka álagið dagana fyrir afmælið. Ég notaði þá aðferð þegar ég var að undirbúa skírnina hennar Emblu og það var ótrúlega þægilegt. Ég komst líka að því að ég á alveg ótrúlega góða vini sem komu veiku mömmunni til hjálpar daginn fyrir afmælið og hjálpuðu mér að klára að skreyta allt.“

Muntu hafa næsta afmæli svipað?

„Ég er sko strax byrjuð að plana næsta afmæli og það verður klárlega ekkert minna umstang í kringum það heldur en núna. Komin með möppu í tölvuna og byrjuð að safna hugmyndum! Get ekki beðið,“ segir hún kát og glöð.

Hrönn er mjög virk á Snapchat. Hægt er að fylgjast með henni á hronnbjarna. 

Kynlífsráð fyrir fólk í langtímasamböndum

Í gær, 21:00 Kynlífssérfræðingurinn segir það fólk ljúga sem segist enn stunda frábært kynlíf eftir margra ára samband.   Meira »

Bestu ráð innanhússhönnuða

Í gær, 18:00 Innanhússhönnuðir fóru yfir á hverju skal byrja og hvað þarf að hafa í huga varðandi ljós, liti og persónulegan stíl.   Meira »

Undirbúðu sumarið með stæl

Í gær, 15:00 Sumarið í ár tengt snyrtivörum, kremum, förðun og fatnaði er spennandi. Hér eru nokkrir hlutir sem nauðsynlegt er að komast yfir fyrir sumarið. Meira »

Chloé Ophelia opnar snyrtibudduna

Í gær, 12:00 Chloé Ophelia er ljósmyndari búsett í Portúgal. Hún býr í litlum bæ í Algarve með eiginmanni sínu Árna Elliott ásamt tveimur sonum þeirra, þeim Högna Hierónymus og Hyrning Harper. Meira »

Allt sem umvefur þig ætti að hafa tilgang

Í gær, 09:00 Karitas Möller er arkitekt hjá Tvíhorf arkitektum. Hún hefur nýverið eignast tvíbura. Karitas ákvað að verða arkitekt eftir að hafa heimsótt húsið hennar Högnu Sigurðardóttur arkitekts á Bakkaflöt. Meira »

Konur eiga bullandi séns

Í gær, 06:00 Hjördís Hugrún Sigurðardóttir og móðir hennar Ólöf Rún Skúladóttir skrifuðu bókina „Tækifærin“ saman. Þær hvetja konur að deila ráðum sem þú myndir gefa þér yngri undir #jáhúnáséns. Meira »

Sex stellingar fyrir sturtuna

í fyrradag Sturtukynlíf getur verið snúið en hér er listi yfir sex stellingar sem hafa reynt vel í sturtunni. Vert er að taka fram að stórar og rúmgóðar sturtur henta betur en litlir sturtuklefar. Meira »

Útlitið segir ekki allt – kafaðu dýpra

í fyrradag Ert þú ein/einn af þeim sem eyðir lunganum úr deginum í ræktinni í að æfa rassvöðvana svo þeir verði eins og Kardashian? Eða bringuvöðvana svo þeir verði eins og á Rocky Balboa? Þú verður að hætta því, í það minnsta fókusera á fleira. Vísindin segja að fleira en útlitið skipti máli þegar kemur að því að vera sjarmerandi. Meira »

Æfingin sem breytti handleggjum Jennifer Garner

í fyrradag Leikkonan Jennifer Garner er komin með upphandleggsvöðva sem minna á ofurmenni. Garner notaði ekki bara lóð heldur er uppáhaldsæfingin hennar framkvæmd með teygju. Meira »

Skáparáð frá fataskápahönnuði stjarnanna

í fyrradag Fataskápur er ekki sama og fataskápur, það veit fataskápahönnuðurinn Lisa Adams. Tyra Banks, Khloé Kardashian og Christina Aguiliera treysta á skápahönnun Adams. Meira »

Ertu að gefast upp á Instagram?

í fyrradag Það eru ekki allir að leita að berum bossum og andarandlitum á samfélagsmiðlum. Hér eru nokkrir áhugaverðir reikningar fyrir þá fróðleiksfúsu á Instagram. Meira »

Allt á útopnu á Bastard Brew&Food

í fyrradag Það var glaumur og gleði í loftinu þegar veitingastaðurinn Bastard Brew&Food var opnaður í sama húsnæði og Vegamót voru áður til húsa. Eins og sést á myndunum var allt á útopnu og mikið stuð. Meira »

Heilluð af axlarpúðum

í fyrradag Ágústa Sveinsdóttir sér um kynningarmál fyrir Geysi ásamt því að vera með ýmis sjálfstæð hönnunar-verkefni á hliðarlínunni. Hún er útskrifuð úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og ræðir hér um uppáhalds flíkurnar sínar. Meira »

Magnesíum núllstillir sykurlöngun og fleira

25.5. „Færð þú oft sykurlöngun þegar það er streitutímabil hjá þér? Magnesíum hjálpar við sendingu taugaboða og slökun vöðva. Við þurfum magnesíum til að sinna taugaboðum frá vöðvunum til heilans og einnig er magnesíum nauðsynlegt fyrir upptöku kalks. Magnesíum ásamt kalki hjálpar við vöðvaslökun sem aðstoðar m.a. við æðavíkkun og lækkun á blóðþrýstingi,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli. Meira »

Snjallforrit sem hraðar þér í áttina að ástinni

25.5. Það er alltaf gott að hafa vísindin með sér á ókunnar slóðir. Sér í lagi ef þú mátt engan tíma missa og ert að leita að ástinni. Heystax er nýtt snjallforrit sem notar andlitsgreini til að nema hversu hrifin þið eruð af hvort öðru á einungis 30 sekúndum. Meira »

Hildur og Jón geisluðu af gleði

25.5. Ungir sjálfstæðismenn, Huginn, Heimdallur, Týr og Stefnir, héldu bjórkvöld á kosningaskrifstofunni við Klapparstíg. Eyþór Arnalds tók nokkra vel valda slagara. Meira »

Ég er mjög langt frá því að vera handlaginn

25.5. „Við fluttum inn í Háagerðið í mars 2016. Það var ansi margt sem þurfti að laga því íbúðin var illa farin. Við brutum niður veggi, tókum allt gólfefni af gólfinu. Þar á meðal rifum við af um það bil þrjú lög af dúkum, sem voru lagðir ofan á hvorn annan og sennilega var elsta lagið frá 1967 þegar íbúðin var byggð.“ Meira »

Ég skalf ef ég þurfti að tjá mig

25.5. „Að tala fyrir framan hóp af fólki var bara algjörlega ógerlegt fyrir mig og ég man eftir fyrsta verkefninu mínu þar sem ég þurfti að tala yfir ca 20 manna hópi. Ég skalf á beinunum, fékk svimatilfinningu og það hefði líklega liðið yfir mig ef ég hefði ekki haft standandi tússtöflu fyrir framan mig til að styðja mig við.“ Meira »

Á ég að hætta með henni?

25.5. „Ég er í sambandi við konu og við eigum barn saman, ég elska barnið mitt meira en sjálfan mig og mér hryllir við þeirri tilhugsun að fá ekki að vera í kringum það á hverjum degi. En aftur á móti er allur neisti farinn úr þessu sambandi og hann kemur ekki aftur hvað mig varðar amk,“ segir íslenskur karl í spurningu til Valdimars. Meira »

Hvernig gluggatjöld á ég að velja?

25.5. Í hverri viku berast spurningar frá lesendum Smartlands sem vantar ráð varðandi heimili sitt. Hér kemur spurning frá konu sem er týnd í frumskógi gluggatjaldanna og veit ekki hvað hún á að velja. Meira »

Þetta ætti að gera fyrir 35 ára aldurinn

24.5. Það er ekki allir sem ná að safna tvöföldum árlaunum sínum fyrir 35 ára aldurinn. Hér eru níu atriði sem eru viðráðanlegri.   Meira »