Skipulagði afmælið áður en barnið fæddist

Veisluborðið var ákaflega glæsilegt. Hrönn setti tjullpils utan um borðið ...
Veisluborðið var ákaflega glæsilegt. Hrönn setti tjullpils utan um borðið og blöðruboginn yfir borðinu setti mikinn svip á heildarmyndina.

Hrönn Bjarnadóttir eignaðist dóttur fyrir rúmlega ári síðan eftir langt og strangt ferli. Hrönn var byrjuð að skipuleggja afmælið löngu áður en barnið fæddist. 

„Ég var mjög lengi að undirbúa afmælið – var byrjuð að pæla í fyrsta afmælinu löngu áður en Embla dóttir mín fæddist. Þetta var eiginlega þannig að um leið og ég var búin að halda skírnarveisluna hennar sem var líka alveg svaka undirbúningur þá fór ég á fullt að skipuleggja afmælið,“ segir Hrönn.

Áður en skipulagning 1. árs afmælisins hófst fyrir alvöru valdi Hrönn þema sem hún vann eftir. Hún þeyttist út um allt internet til að spá í skreytingum, kökum og safna góðum hugmyndum fyrir afmælið.

Afmælisbarnið Embla var alsæl.
Afmælisbarnið Embla var alsæl.

Vissir þú strax hvernig þú vildir hafa afmælið?

„Sko ég var alveg í smá tíma að ákveða hvaða þema ég vildi hafa í afmælinu af því ég var með svo margar skemmtilegar hugmyndir. En þegar ég var búin að ákveða að velja einhyrninga-þema þá var ég með nokkuð ákveðnar hugmyndir um hvernig ég vildi hafa þetta.“

Þetta 1. árs afmæli var kannski líkara fermingarveislu því Hrönn og maður hennar buðu 55 manns í afmælið, sem var tvískipt.

„Það mættu 35 manns yfir daginn og svo mættu 20 um kvöldið. Ég ákvað að vera með veisluna tvískipta af því þetta voru svo margir. Við Sæþór maðurinn minn vorum með opið hús fyrir vini og þeirra fjölskyldur yfir daginn og svo buðum við fjölskyldum okkar í súpu og kökur um kvöldið. Mér fannst þetta afskaplega þægilegt fyrirkomulag og með því að hafa þetta svona nutum við dagsins miklu betur og gátum sinnt öllum gestunum betur heldur en ef allir hefðu komið í einu. Að hafa opið hús yfir daginn var líka mjög þægilegt þar sem gestafjöldinn dreifðist aðeins í stað þess að allir kæmu í einu,“ segir hún.

Mæðgurnar Hrönn og Embla.
Mæðgurnar Hrönn og Embla.

Hrönn var með sex tegundir af kökum og sætmeti, candyfloss, lítil box með snakki, poppi og saltkringlum, lítil box af ferskum ávöxtum og grænmeti, þrjár tegundir af mismunandi salati ofan á brauð, pesto og hummus, gott súrdeigsbrauð og míní pizzur. „Um kvöldið var ég svo með mexíkóska kjúklingasúpu og brauð og svo kökur og sætmeti eftir matinn.“

Hrönn lagði mikinn metnað í einhyrningskökuna sem prýddi veisluborðið. Hrönn segir að bakstur á slíkri köku taki minni tíma og sé einfaldari en hún líti út fyrir að vera.

„Ég horfði á nokkur youtube myndbönd af svona einhyrninga-kökum áður en ég hófst handa og þetta gekk eins og í sögu hjá mér. Það sem er mesta föndrið í þessu eru hornið og eyrun sem ég mótaði úr sykurmassa nokkrum dögum áður og lét harðna og málaði svo með gylltu dufti. Kakan sjálf getur verið hvernig kaka sem er með hvítu smjörkremi utan á og þar er aðalmálið að slétta fallega úr kreminu með spaða og helst að hafa kökuna á snúningsdisk meðan hún er skreytt. „Makkinn“ á einhyrningnum er gerður úr smjörkremi í nokkrum litum. Ég var með mitt krem í ljósbleikum, ljósfjólubláum, dökkfjólubláum og grænbláum lit og var með kremið í 6 sprautupokum með 4 mismunandi stútum. Mesta vinnan við þetta er að lita allt kremið í réttum litum en ég notaði gel-matarliti til að fá sterka og fallega liti. Augun eru svo gerð með svörtu kremi í sprautupoka með mjög mjóum stút en augun eru klárlega mesta nákvæmnisvinnan við þessa köku. Auk stóru einhyrningskökunnar var ég líka með einhyrnings-bollakökur og kökupinna og var þar að mestu leyti sama aðferð notuð og við stóru kökuna. Horn og eyru föndruð úr sykurmassa og máluð gyllt og kremi í þema-litunum, og sprautað með mismunandi sprautustútum á kökurnar. Ég mæli algjörlega með því að horfa á sýnimyndbönd á youtube áður en maður hefst handa,“ segir hún.

Hrönn skreytti kókflöskurnar.
Hrönn skreytti kókflöskurnar.

Litaþemað í 1 árs afmælinu voru mismunandi tónar af bleikum, fjólubláum og grænbláum eða þeir litir sem Hrönn finnst passa best við einhyrninga.

Hrönn lagði ekki bara metnað í kökurnar heldur voru drykkjarföngin afar spennandi.

„Ég var með drykkjarbar í veislunni þar sem ég bauð upp á nokkrar tegundir af drykkjum. Ég var með þrjár glerkönnur með stút sem voru allar með mismunandi drykkjum. Ég var með ribena sólberjasaft, bleika einhyrninga-mjólk (venjuleg mjólk með smá matarlit) og svo var ég með sódavatn með sítrónu. Ég var svo með tómar skreyttar Froosh flöskur sem fólk gat sett drykkina í. Eins var ég með gos í gleri en bæði gosið og tómu Froosh flöskurnar voru skreyttar í litaþemanu með gylltum einhyrning og röndóttu röri bundnu á flöskuna með silkiborða. Mér finnst ótrúlega gaman að hafa svona drykkjarbar í veislum af því það kemur svo fallega út og eins er gaman að bjóða upp á skreyttar flöskur og allskonar flotta drykki fyrir gestina.“

Hrönn elskar að skreyta fyrir viðburði og veislur og sleppti fram af sér beislinu þegar hún skreytti fyrir afmælið.

„Það var því algjör veisla fyrir mig að fá að skreyta fyrir þetta afmæli – þetta er svo skemmtilegt þema og fallegir litir að það var algjört æði að skreyta og ég var alveg í vandræðum að velja úr hvaða skreytingar ég vildi nota. Ég ákvað á endanum að einblína mest á veisluborðið og drykkjarbarinn. Ég er búin að vera að sanka að mér skrauti síðustu mánuði fyrir veisluna, bæði hérlendis og erlendis og keypti til dæmis mjög mikið úti í London í byrjun desember og dröslaði með mér heim. Tjullpilsið sem er utan um borðið keypti ég tilbúið en annars föndraði ég skrautið að mestu sjálf með hjálp frá frábæru vinum mínum. Gylltu stafirnir með nafninu hennar Emblu voru algjör handavinna en ég byrjaði á því að fara í Pixel og láta þá prenta út stafina á A3 blöð. Ég klippti svo stafina út til að nota sem skapalón og límdi á glimmer-kartonblöð og klippti út og límdi á vegginn. Blöðruboginn fyrir ofan borðið er búinn til úr blöðrum í nokkrum tónum af bleikum, fjólubláum og grænbláum og eins er mismikið blásið í blöðrurnar svo þær séu ekki allar í sömu stærð svo þetta yrði flottara. Blöðrurnar eru svo allar þræddar uppá band og búin til lengja sem er svo fest á vegginn. Veggurinn bakvið drykkjarbarinn er svo alveg þakinn af pompoms í þemalitunum og í nokkrum stærðum. Kökurnar sem ég var með voru svo auðvitað stór hluti af heildarlúkkinu og skreyta borðið alveg helling og eins skreyttu flöskurnar á drykkjarbarnum.“

Hvað lærðir þú af því að halda þetta afmæli?

„Ég lærði aðallega að það er betra að byrja fyrr en seinna að skreyta og baka, sérstaklega þegar maður er með lítið barn heima allan daginn. Við mæðgur lentum líka í slæmum veikindum en mánudaginn fyrir afmælið greindumst við báðar með lungnabólgu eftir langa flensutíð svo ég var kannski ekki alveg á fullum dampi við undirbúning. Margar kökur geymast mjög vel skreyttar með kremi og öllu í frysti og því er sniðugt að vera búinn að undirbúa sig löngu áður og baka og frysta til að minnka álagið dagana fyrir afmælið. Ég notaði þá aðferð þegar ég var að undirbúa skírnina hennar Emblu og það var ótrúlega þægilegt. Ég komst líka að því að ég á alveg ótrúlega góða vini sem komu veiku mömmunni til hjálpar daginn fyrir afmælið og hjálpuðu mér að klára að skreyta allt.“

Muntu hafa næsta afmæli svipað?

„Ég er sko strax byrjuð að plana næsta afmæli og það verður klárlega ekkert minna umstang í kringum það heldur en núna. Komin með möppu í tölvuna og byrjuð að safna hugmyndum! Get ekki beðið,“ segir hún kát og glöð.

Hrönn er mjög virk á Snapchat. Hægt er að fylgjast með henni á hronnbjarna. 

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

Í gær, 12:55 Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

Í gær, 09:00 „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

Í gær, 06:00 Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

í fyrradag Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

í fyrradag Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »

Eru lambhúshettur töff?

í fyrradag Góðar fréttir fyrir Íslendinga berast af tískupöllunum í New York. Lambhúshetta er ekki lengur bara fyrir leikskólabörn með hor niður á höku. Meira »

Prjónaði peysur á forsetahjónin

í fyrradag Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sést oftar en ekki í fallegri lopapeysu. Kennarinn Ágústa Jónsdóttir prjónaði peysuna og segir uppskriftina einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Meira »

Passar skammtastærðirnar og forðast sól

í fyrradag Fyrirsætan Maye Musk er ekki bara móðir Elon Musk heldur líka næringarfræðingur sem skrifaði undir fyrirsætusamning 68 ára við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi. Meira »

Lífstíðaruppsögn vegna kynferðisofbeldis?

í fyrradag Þeir sem verða fyrir ofbeldi á vinnustað, og má þar þá líka nefna einelti sem eitt form af ofbeldi á vinnustað, veigra sér við að tilkynna slíkt með formlegum hætti, m.a. af hræðslu við hvað bíður þeirra í kjölfarið. Það er í sjálfu sér alveg skiljanlegt þó svo að það sé ekki í lagi. Meira »

Bill Gates hefur sína veikleika í starfi

17.2. Bill Gates var lengi vel ríkasti maður í heimi. Hann er þó ekki fullkomnari en hver annar og er ekki jafnvígur á öllum sviðum. Meira »

Pör sem rífast eru hamingjusamari

17.2. Rifrildi eru ekki endilega merki um að sambandið sé ekki nógu sterkt. Pör sem rífast á áhrifaríkan hátt eru sögð vera tíu sinnum líklegri til þess að vera í hamingjusömu sambandi en þau pör sem takast ekki á við vandamálin. Meira »

Lovísa fann ástina á Tinder

17.2. Lovísa Kelly var búin að kaupa flugmiða aðra leið heim til Íslands frá Kanada þegar hún hitti Joseph Kelly á Tinder. Lovísa er ekki enn farin til Íslands enda er hún núna gift kona í Kanada. Meira »

Vildi ekki gráta út af farðanum

17.2. Snjóbrettastelpan Chloe Kim reyndi að halda aftur af tárunum þegar hún vann til verðlauna í Pyeongchang vegna farða. Kim er ekki sú eina sem hefur átt í vandræðum með farðann á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Íslensk kona berst við skilnaðarsamviskubit

17.2. „Ég þjáist af svo miklu skilnaðarsamviskubiti. Er það eðlilegt? Og hvað er til ráða? Skildi fyrir 8 árum við eiginmann minn til 16 ára. Við tók tímabil þar sem börnin okkar voru viku og viku til skiptis hjá okkur með tilheyrandi flutningum milli húsnæða, misjöfnu tilfinningalífi mínu, ójafnvægi og óvissu.“ Meira »

Mátaði bara einn brúðarkjól

16.2. Stílisti Amy Schumer fékk fjóra daga til þess að undirbúa skyndibrúðkaup leikkonunnar og Chris Fisher. Ekki er tími til að ofhugsa kjólavalið þegar fyrirvarinn er stuttur. Meira »

Linda Mjöll og Þórunn Antonía mættu

16.2. Kvikmyndin Fullir vasar var frumsýnd í gærkvöldi í Smárabíói en það sem vekur athygli er að fjórar Snapchat-stjörnur leika aðalhlutverkin í myndinni. Meira »

Skemmtilegast að „Liffa og njóta“

17.2. „Peningarnir fóru að streyma inn þegar ég byrjaði í uppvaski á matsölustöðum um fermingu,“ segir Andrea og hlær. „Á unglingsárunum fór ég síðan að vinna í Sautján um helgar og á bar á nóttunni. Á sama tíma fékk ég undanþágu til að taka auka einingar í skólanum. Ég hef líka starfað víða erlendis sem hefur aukið menningalæsi og víðsýni.“ Meira »

Leiðist þér líf þitt? Hvað er til ráða?

17.2. Camille býr í París með manni sínum og syni, fertugsafmælið nálgast og henni leiðist. Allt hjakkar í sama fari ár eftir ár. Daginn sem springur á bílnum hennar á fáförnum vegi í grenjandi rigningu er hún að því komin að bugast. En þá birtist Claude, heillandi og uppátækjasamur, kynnir sig sem rútínufræðing og býðst til að hjálpa henni að umbylta lífi sínu. Meira »

Þetta vilja konur í rúminu

16.2. Margt fólk á sér kynlífsdraumóra sem það deilir ekki með neinum, ekki einu sinni maka sínum. Dónalegt tal og að láta binda fyrir augun er meðal þess sem margar konur vilja í rúminu. Meira »

Lífsstíllinn læknaði hana af legslímuflakki

16.2. Miranda Bond breytti algerlega um lífsstíl og notaði einungis mat og húðvörur af lífrænum uppruna – og viti menn. Þremur mánuðum síðar varð hún þunguð af dóttur sinni. Og ekki bara það, hún læknaðist af legslímuflakkinu. Meira »