Forvitnin leiddi hann út í heim

Kristján Steinsson fararstjóri er á leið til Taíalnds með Úrval ...
Kristján Steinsson fararstjóri er á leið til Taíalnds með Úrval Útsýn.

Kristján Steinsson fararstjóri hefur verið viðriðinn ferðabransann frá 12 ára aldri. Hann er mjög forvitinn að eðlisfari sem hann segir vera mikinn kost í starfinu. Nú leiðir hann íslenska ferðamenn um Asíu og fleiri staði en hver er þessi ævintýramaður?  

„Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavik, Vesturbæingur í húð og hár. Hef alla tíð starfað að ferðamálum enda var ég aðeins 12 ára er ég hóf störf sem skutulsveinn á Hótel Loftleiðum. Ég er því eiginlega alinn upp hjá Flugleiðum og síðar Icelandair þar sem ég starfaði í hinum ýmsu deildum,“ segir Kristján. Hann er mikill ævintýramaður sem leiddi hann út í heim árið 1996.

„Þá hóf ég störf hjá Air Atlanta sem gaf mér tækifæri til að skoða heiminn og þroskast. ég held að ég sé ennþá að þroskast enda veita ferðalög manni víðsýni og inngang í aðra menningarheima sem hefur kennt mér margt í  lífinu. Ég hef verið flugþjónn í yfir 22 ár hjá Air Atlanta, Icelandair, Iceland Express, Primera og Norwegian. Ég er forvitinn af eðlisfari og ekki hræddur við að prufa eitthvað nýtt og hefur það leitt mig á hina ýmsu staði í heiminum sem oft aðrir furða sig á hvernig manni datt í hug að fara til. Ég er menntaður leiðsögumaður frá Endurmenntun Háskóla Íslands og með erlent fararstjóra próf frá Spies í Danmörku. Ég er næstum því búinn að skoða heiminn svo mikið að ég þarf að leita á skrýtna staði til að sjá eitthvað nýtt og heillandi. Ætli maður endi ekki bara í geimferðum,“ segir hann og hlær. 

Þegar Kristján var 18 ára skall á kennaraverkfall. Hann lét ekki bugast og sótti um í Spies Collage of Turism. Svo lá leiðin til Mallorca þar sem hann dvaldi við leik og störf sem fararstjóri. 

„Ég hef alla tíð haft gaman af að vera með fólki. Það jafnast ekkert á við að kynnast því og heyra hvaðan það er og hvað það hefur upplifað í sínu lífi. Fararstjórastarfið gefur manni möguleika til þess meðal annars.“

Kristján fann fyrir Spies þar til hann settist á skólabekk hjá Endurmenntun Háskóla Íslands til að læra að vera fararstjóri. 

„Þar fékk ég aftur brennandi áhuga og fann hvað ég þreifst vel í þessu starfi og hvað þetta er gaman. Það er það sem skiptir svo miklu máli í lífinu að það sé gaman og lifa fyrir núverandi stund og stað.“

Hvað er mest heillandi við starfið?

„Það eru engir tveir dagar eins. Mér finnst gaman að miðla til samlanda minna upplifun af landi sem þeir ekki hafa komið til og eru að kynnast jafnvel nýjum menningarheimi sem er oft mjög frábrugðinn okkar eigin. Marga vini hef ég eignast sem hafa verið með mér í ferðum og mikið lært af  þeim. Að skila af sér hóp eftir langa ferð og þú sérð bros og gleði í augum gestanna þá finnst manni maður hafa skilað góðu dagsverki og fer glaður frá borði.“

Nú liggur leið Kristjáns til Taílands  með Úrvali-Útsýn þar sem hann blandar saman öllu því besta að hans mati. 

„Við byrjum á að vera í Hua Hin í 8 nætur. Hua Hin er borg sem er með 65.000 íbúa og er sumarleyfisstaður Taílendinga sjálfra. Borgin er við ströndina og hefur upp á allt að bjóða í mat og drykk sem og verslun og sólbað. Hún er stresslaus og auðvelt að ferðast um hana og það tekur ekki langan tíma að rata.

Hægt verður að fara í skoðunarferðir til Kwai þar sem stríðsfangar Japana voru látnir byggja brú og lestarteina en við munum fara með lest eftir þeim teinum og skoða einnig grafreiti þeirra. Endum síðan ferðina á að sigla á bambusfleka niður hluta af ánni. Virkilega flott og áhrifarík ferð. Svo er ferð til Paradísareyju þar sem við förum með hraðbátum út í eyjuna. Þar eyðum við deginum á ströndinni þar sem sjórinn er tær og heitur. Snorklum og borðum hádegisverð. Skoðum síðan risaskjaldbökur sem eiga friðland þarna við ströndina. Komum til baka fyrir kvöldmat. Svo er ferð í Sam roy yod þjóðgarðinn en við siglum þangað og göngum síðan upp lítið fjall þar sem er hellir. Inni í hellinum er byggt hof sem lýsist svo skemmtilega upp þegar sólin nær að skína í gegnum gat eitt á hellinum. Borðum hádegisverð þegar niður er komið og eyðum síðan deginum á ströndinni. Auk þess er ég með gönguferðir á matarmarkaðinn og næturmarkaðinn ásamt ferð upp á apahæð þar sem við skoðum hof og gefum öpunum mat. Það er nóg að gera í Hua Hin hvort sem það er að liggja í sólinni og hvíla sig eða drekka í sig menningu og listir.

Engum leiðist í Hua Hin og vilja flestir vera lengur þegar komið er að brottfaradegi til Bangkok en þá höldum við inn til stórborgarinnar þar sem við búum á 5 stjörnu hóteli og förum í skoðunarferðir á bát sem og rútu og skoðum borgina með öllum þeim ys og þys sem henni fylgja enda búa um 9 milljónir þar. Við siglum  sólarlagssiglingu á ánni og endum á Asiatique-markaðnum og daginn eftir förum við í rútu í skoðunarferð þar sem við skoðum hof og Búddalíkneski ásamt Kínahverfinu og blómamarkaðinum.“

Kristján er heillaður af Taílandi. Hann segir að fólkið í landinu sé kurteist og einstakt á allan hátt. 

„Á Taílandi er gríðarleg náttúrufegurð og landið er alger paradís. Loftslag er þægilegt og ferðamennska mjög fagmannleg þegar kemur af móttöku gesta. Einhvern veginn slakar maður alveg á í Taílandi. Fólk þar býr yfir svo mikilli innri ró og er svo kurteist og svo almennilegt við hvað annað. Ég held að Búddatrúin hafi mikið að segja um það. Hef aldrei hitt nokkurn sem hefur orðið vonsvikin af upplifun sinni af Taílandi. Klukka er heldur ekki mikið að trufla þá og allt er bara tekið með stóískri ró.“

Þegar Kristján er spurður að því hverju hann sækist eftir sjálfur þegar hann fer í frí segist hann vilja eitthvað öðruvísi og skrýtið á köflum. 

„Ég vill gjarnan hafa eitthvað fyrir stafni og veigra mér ekkert fyrir að fara á nýjar slóðir. Síðustu ferðir sem ég fór í voru loftbelgsferð í Marokkó, gönguferð um Svalbarða þar sem vopnaður maður fylgdi okkur út af ísbjarnarhættu. Svalbarði er ótrúlegur staður, fallegur og dularfullur, svona sambland af Vestfjörðum og Grænlandi. Svo gekk ég yfir Madeira sem var ótrúleg upplifun og gaman að gera með bakpokann og vatn í hendi.“

Hvernig pakkar þú niður í ferðatösku? 

„Ég er alltaf með litla tösku undir allar snúrur og tæknidrasl sem mér fylgir þannig það er ekki að flækjast um út alla ferðatöskuna. Einnig er ég með svona plastmöppu stóra sem er með mörgum síðum í sem ég síðan pakka inn fötum þannig það er ekkert mál að taka upp úr töskunni. Taka bara upp möppuna og síðan raða inn í skáp á hótelinu eftir bara á hvaða síðu maður er í möppunni. Ég passa mig alltaf á að hafa lyf og hluti sem á má ekki týna í handfarangri þar sem maður á alltaf að gera ráð fyrir að eitthvað geti gerst og að farangurinn fylgi manni ekki alltaf.  Maður er náttúrlega alltaf með meira til að pakka niður fyrir heimleið en útleið svo ótrúlegt sem það virðist vera þá gerist það víst alltaf svo gott er að vera með auka skjóðu í ferðatöskunni fyrir heimleið ef allt kemst ekki í töskuna en svo má líka alltaf bara nota gamla góða ráðið sem er bara að setjast á töskuna til að loka henni,“ segir hann og bætir við: 

„Ég tek með mér nóg af léttum klæðnaði þar sem það verður heitt. Góða sandala og strigaskó þar sem ég geng mikið. Sundföt, sólarvörn og flugnasprey er skylda.  Salttöflur svo ég þorni ekki upp og góða bók sem og góða skapið og þá er það komið.“

mbl.is

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

10:03 Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

06:00 Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í gær Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í gær „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í gær Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í gær „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

í gær „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

í gær Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

í fyrradag Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

13.11. Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

12.11. Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »