Forvitnin leiddi hann út í heim

Kristján Steinsson fararstjóri er á leið til Taíalnds með Úrval ...
Kristján Steinsson fararstjóri er á leið til Taíalnds með Úrval Útsýn.

Kristján Steinsson fararstjóri hefur verið viðriðinn ferðabransann frá 12 ára aldri. Hann er mjög forvitinn að eðlisfari sem hann segir vera mikinn kost í starfinu. Nú leiðir hann íslenska ferðamenn um Asíu og fleiri staði en hver er þessi ævintýramaður?  

„Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavik, Vesturbæingur í húð og hár. Hef alla tíð starfað að ferðamálum enda var ég aðeins 12 ára er ég hóf störf sem skutulsveinn á Hótel Loftleiðum. Ég er því eiginlega alinn upp hjá Flugleiðum og síðar Icelandair þar sem ég starfaði í hinum ýmsu deildum,“ segir Kristján. Hann er mikill ævintýramaður sem leiddi hann út í heim árið 1996.

„Þá hóf ég störf hjá Air Atlanta sem gaf mér tækifæri til að skoða heiminn og þroskast. ég held að ég sé ennþá að þroskast enda veita ferðalög manni víðsýni og inngang í aðra menningarheima sem hefur kennt mér margt í  lífinu. Ég hef verið flugþjónn í yfir 22 ár hjá Air Atlanta, Icelandair, Iceland Express, Primera og Norwegian. Ég er forvitinn af eðlisfari og ekki hræddur við að prufa eitthvað nýtt og hefur það leitt mig á hina ýmsu staði í heiminum sem oft aðrir furða sig á hvernig manni datt í hug að fara til. Ég er menntaður leiðsögumaður frá Endurmenntun Háskóla Íslands og með erlent fararstjóra próf frá Spies í Danmörku. Ég er næstum því búinn að skoða heiminn svo mikið að ég þarf að leita á skrýtna staði til að sjá eitthvað nýtt og heillandi. Ætli maður endi ekki bara í geimferðum,“ segir hann og hlær. 

Þegar Kristján var 18 ára skall á kennaraverkfall. Hann lét ekki bugast og sótti um í Spies Collage of Turism. Svo lá leiðin til Mallorca þar sem hann dvaldi við leik og störf sem fararstjóri. 

„Ég hef alla tíð haft gaman af að vera með fólki. Það jafnast ekkert á við að kynnast því og heyra hvaðan það er og hvað það hefur upplifað í sínu lífi. Fararstjórastarfið gefur manni möguleika til þess meðal annars.“

Kristján fann fyrir Spies þar til hann settist á skólabekk hjá Endurmenntun Háskóla Íslands til að læra að vera fararstjóri. 

„Þar fékk ég aftur brennandi áhuga og fann hvað ég þreifst vel í þessu starfi og hvað þetta er gaman. Það er það sem skiptir svo miklu máli í lífinu að það sé gaman og lifa fyrir núverandi stund og stað.“

Hvað er mest heillandi við starfið?

„Það eru engir tveir dagar eins. Mér finnst gaman að miðla til samlanda minna upplifun af landi sem þeir ekki hafa komið til og eru að kynnast jafnvel nýjum menningarheimi sem er oft mjög frábrugðinn okkar eigin. Marga vini hef ég eignast sem hafa verið með mér í ferðum og mikið lært af  þeim. Að skila af sér hóp eftir langa ferð og þú sérð bros og gleði í augum gestanna þá finnst manni maður hafa skilað góðu dagsverki og fer glaður frá borði.“

Nú liggur leið Kristjáns til Taílands  með Úrvali-Útsýn þar sem hann blandar saman öllu því besta að hans mati. 

„Við byrjum á að vera í Hua Hin í 8 nætur. Hua Hin er borg sem er með 65.000 íbúa og er sumarleyfisstaður Taílendinga sjálfra. Borgin er við ströndina og hefur upp á allt að bjóða í mat og drykk sem og verslun og sólbað. Hún er stresslaus og auðvelt að ferðast um hana og það tekur ekki langan tíma að rata.

Hægt verður að fara í skoðunarferðir til Kwai þar sem stríðsfangar Japana voru látnir byggja brú og lestarteina en við munum fara með lest eftir þeim teinum og skoða einnig grafreiti þeirra. Endum síðan ferðina á að sigla á bambusfleka niður hluta af ánni. Virkilega flott og áhrifarík ferð. Svo er ferð til Paradísareyju þar sem við förum með hraðbátum út í eyjuna. Þar eyðum við deginum á ströndinni þar sem sjórinn er tær og heitur. Snorklum og borðum hádegisverð. Skoðum síðan risaskjaldbökur sem eiga friðland þarna við ströndina. Komum til baka fyrir kvöldmat. Svo er ferð í Sam roy yod þjóðgarðinn en við siglum þangað og göngum síðan upp lítið fjall þar sem er hellir. Inni í hellinum er byggt hof sem lýsist svo skemmtilega upp þegar sólin nær að skína í gegnum gat eitt á hellinum. Borðum hádegisverð þegar niður er komið og eyðum síðan deginum á ströndinni. Auk þess er ég með gönguferðir á matarmarkaðinn og næturmarkaðinn ásamt ferð upp á apahæð þar sem við skoðum hof og gefum öpunum mat. Það er nóg að gera í Hua Hin hvort sem það er að liggja í sólinni og hvíla sig eða drekka í sig menningu og listir.

Engum leiðist í Hua Hin og vilja flestir vera lengur þegar komið er að brottfaradegi til Bangkok en þá höldum við inn til stórborgarinnar þar sem við búum á 5 stjörnu hóteli og förum í skoðunarferðir á bát sem og rútu og skoðum borgina með öllum þeim ys og þys sem henni fylgja enda búa um 9 milljónir þar. Við siglum  sólarlagssiglingu á ánni og endum á Asiatique-markaðnum og daginn eftir förum við í rútu í skoðunarferð þar sem við skoðum hof og Búddalíkneski ásamt Kínahverfinu og blómamarkaðinum.“

Kristján er heillaður af Taílandi. Hann segir að fólkið í landinu sé kurteist og einstakt á allan hátt. 

„Á Taílandi er gríðarleg náttúrufegurð og landið er alger paradís. Loftslag er þægilegt og ferðamennska mjög fagmannleg þegar kemur af móttöku gesta. Einhvern veginn slakar maður alveg á í Taílandi. Fólk þar býr yfir svo mikilli innri ró og er svo kurteist og svo almennilegt við hvað annað. Ég held að Búddatrúin hafi mikið að segja um það. Hef aldrei hitt nokkurn sem hefur orðið vonsvikin af upplifun sinni af Taílandi. Klukka er heldur ekki mikið að trufla þá og allt er bara tekið með stóískri ró.“

Þegar Kristján er spurður að því hverju hann sækist eftir sjálfur þegar hann fer í frí segist hann vilja eitthvað öðruvísi og skrýtið á köflum. 

„Ég vill gjarnan hafa eitthvað fyrir stafni og veigra mér ekkert fyrir að fara á nýjar slóðir. Síðustu ferðir sem ég fór í voru loftbelgsferð í Marokkó, gönguferð um Svalbarða þar sem vopnaður maður fylgdi okkur út af ísbjarnarhættu. Svalbarði er ótrúlegur staður, fallegur og dularfullur, svona sambland af Vestfjörðum og Grænlandi. Svo gekk ég yfir Madeira sem var ótrúleg upplifun og gaman að gera með bakpokann og vatn í hendi.“

Hvernig pakkar þú niður í ferðatösku? 

„Ég er alltaf með litla tösku undir allar snúrur og tæknidrasl sem mér fylgir þannig það er ekki að flækjast um út alla ferðatöskuna. Einnig er ég með svona plastmöppu stóra sem er með mörgum síðum í sem ég síðan pakka inn fötum þannig það er ekkert mál að taka upp úr töskunni. Taka bara upp möppuna og síðan raða inn í skáp á hótelinu eftir bara á hvaða síðu maður er í möppunni. Ég passa mig alltaf á að hafa lyf og hluti sem á má ekki týna í handfarangri þar sem maður á alltaf að gera ráð fyrir að eitthvað geti gerst og að farangurinn fylgi manni ekki alltaf.  Maður er náttúrlega alltaf með meira til að pakka niður fyrir heimleið en útleið svo ótrúlegt sem það virðist vera þá gerist það víst alltaf svo gott er að vera með auka skjóðu í ferðatöskunni fyrir heimleið ef allt kemst ekki í töskuna en svo má líka alltaf bara nota gamla góða ráðið sem er bara að setjast á töskuna til að loka henni,“ segir hann og bætir við: 

„Ég tek með mér nóg af léttum klæðnaði þar sem það verður heitt. Góða sandala og strigaskó þar sem ég geng mikið. Sundföt, sólarvörn og flugnasprey er skylda.  Salttöflur svo ég þorni ekki upp og góða bók sem og góða skapið og þá er það komið.“

mbl.is

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

Í gær, 21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

Í gær, 18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

Í gær, 16:00 Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

Í gær, 13:00 Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í gær Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í gær Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í fyrradag Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

í fyrradag Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

í fyrradag „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »