Erfitt að flytja til Tenerife

Jóhanna og Svali hafa búið á Tenerife í eitt ár.
Jóhanna og Svali hafa búið á Tenerife í eitt ár.

„Allt í einu er orðið ár síðan við fluttum út, tíminn gjörsamlega æðir áfram þessi misserin. Ég sá fyrsta árið fyrir mér öðruvísi, get ekki alveg útskýrt hvernig, en sá þetta öðruvísi fyrir mér. Ekki misskilja mig, ekki að þessi tími hafi verið verri en ég átti von á, en þetta var klárlega erfiðara en ég hafði ímyndað mér,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er kallaður, í sínum nýjasta pistli:

„Það er erfitt að fara að rífa sig upp og flytja með alla fjölskylduna svona út. Mér fannst það ekki fyrir ári en finnst það núna. Síðasti vetur var erfiður fyrir drengina í skólanum. Þeir komu inn í skólann og skildu ekki neitt. Kannski ekki við öðru að búast en þeir vildu oft hætta við og fara bara aftur heim. Það er skrýtið að vera að sannfæra börnin sín um að þetta sé allt í góðu og að þeir muni græða á þessu seinna. Skilningurinn þeirra á „seinna“ er ekki mikill á þessum aldri (10 og 11 ára). En svo hefur tíminn liðið og þessi vetur búinn að vera miklu betri en sá síðasti.

Ég varð vitni að því að annar sonurinn var að tala við kennarann og það allt á spænsku, ekkert hik bara lýtalaus spænska sem þeir töluðu. Þá allt í einu fattaði ég hvað drengirnir eru komnir langt. Ég varð svo meyr og stoltur af honum og þeim báðum að ég gat lítið annað gert en brosað allan hringinn. 12 mánuðum síðar tala þeir spænsku, vá hvað það er magnað og örugglega ekki slæmt að taka það með sér út í lífið.

Sun Activity 4 U heitir fyrirtækið okkar á Tenerife. Með fyrirtækinu fékk ég, og við sem að fyrirtækinu komum, leyfi til að vera með Íslendinga í alls kyns ferðum á eyjunni. Við munum opna heimasíðuna tenerifeferdir.is og sunactivities.net núna í janúar þar sem allt verður útlistað sem í boði verður, en þangað til er hægt að líka við síðuna okkar á Facebook, „Tenerife Ferðir.“

Við verðum þar í samskiptum við fólk sem langar að koma hingað til að skoða og njóta. En þetta verkefni er í hægum en góðum farvegi og ljóst að það eru spennandi tímar framundan. Ég er að vinna fyrir Vita í vetur, búið að vera mjög skemmtilegur tími og alveg magnað hvað ég hef kynnst mörgum af farþegunum sem hafa komið og raunar eignast þar nokkra vini, það auðgar mann að hitta og spjalla við fólk, það er alveg á tæru.

Það var frábært að eyða jólunum og áramótunum hér. Viðurkenni að það er öðruvísi en heima á Íslandi, fór lítið fyrir aðventunni og einhvern veginn var dýpra á jólaskapinu en oft áður. Ekki vantaði skreytingarnar í bæinn eða á heimilið. Það var ekki það, sennilega bara veðrið. Líka kannski að hér er ekki spiluð jólatónlist í útvarpinu og ekki mikið um jólamyndir í sjónvarpinu.

Svona eitt og annað sem maður er vanur er ekki hér. Aðfangadagur hér er eiginlega bara venjulegur dagur, allt opið frameftir og ekki mikið stress. Við fórum bara út að borða í góðra vina hópi og nutum vel, komum svo með alla heim til okkar þar sem var spilað frameftir. Pakkajólin okkar voru svo á jóladagsmorgun, við höfum gert það áður heima á Íslandi og það er hefð sem okkur líkar mjög vel. Allir í náttfötum að opna pakka í rólegheitum og allur dagurinn framundan til að njóta. Skil eiginlega ekki af hverju við vorum ekki löngu byrjuð á þessu. Tengdaforeldrar mínir komu svo hinn 29. desember og eru með okkur hér yfir áramótin. Algjörlega frábær tími.

Á nýju ári 2019 ætla ég að hafa allt galopið, takast á við nýja hluti og auðga líf mitt með jákvæðni og gleði. Njóta hvers dags eins og hann er og fárast ekki yfir litlu hlutunum sem skipta svo engu máli. Eitt sem við höfum svo sannarlega lært af þessu ferðalagi er að enginn veit sína „ævina ...“

Bestu kveðjur frá okkur í Tenelandi - Svali, Jóhanna, Sigvaldi, Valur og Siggi Kári. Minni svo á að það er hægt að fylgjast með okkur hér á miðlunum hér að neðan.

Snapchat: svalik

Instagram: svalikaldalons

www.sunactivities.net

mbl.is

Bloggað um fréttina

Allt önnur 27 kílóum léttari

Í gær, 21:30 Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

Í gær, 17:30 Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

Í gær, 16:15 Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því það hafi fáir svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

Í gær, 11:19 Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

Í gær, 10:21 „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

Í gær, 05:00 Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

í fyrradag Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

í fyrradag Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

í fyrradag „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

í fyrradag Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

í fyrradag Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

í fyrradag Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

í fyrradag „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

15.1. Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

15.1. Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

15.1. Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

15.1. Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

15.1. Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

15.1. Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

15.1. Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

14.1. Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »