Erfitt að flytja til Tenerife

Jóhanna og Svali hafa búið á Tenerife í eitt ár.
Jóhanna og Svali hafa búið á Tenerife í eitt ár.

„Allt í einu er orðið ár síðan við fluttum út, tíminn gjörsamlega æðir áfram þessi misserin. Ég sá fyrsta árið fyrir mér öðruvísi, get ekki alveg útskýrt hvernig, en sá þetta öðruvísi fyrir mér. Ekki misskilja mig, ekki að þessi tími hafi verið verri en ég átti von á, en þetta var klárlega erfiðara en ég hafði ímyndað mér,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er kallaður, í sínum nýjasta pistli:

„Það er erfitt að fara að rífa sig upp og flytja með alla fjölskylduna svona út. Mér fannst það ekki fyrir ári en finnst það núna. Síðasti vetur var erfiður fyrir drengina í skólanum. Þeir komu inn í skólann og skildu ekki neitt. Kannski ekki við öðru að búast en þeir vildu oft hætta við og fara bara aftur heim. Það er skrýtið að vera að sannfæra börnin sín um að þetta sé allt í góðu og að þeir muni græða á þessu seinna. Skilningurinn þeirra á „seinna“ er ekki mikill á þessum aldri (10 og 11 ára). En svo hefur tíminn liðið og þessi vetur búinn að vera miklu betri en sá síðasti.

Ég varð vitni að því að annar sonurinn var að tala við kennarann og það allt á spænsku, ekkert hik bara lýtalaus spænska sem þeir töluðu. Þá allt í einu fattaði ég hvað drengirnir eru komnir langt. Ég varð svo meyr og stoltur af honum og þeim báðum að ég gat lítið annað gert en brosað allan hringinn. 12 mánuðum síðar tala þeir spænsku, vá hvað það er magnað og örugglega ekki slæmt að taka það með sér út í lífið.

Sun Activity 4 U heitir fyrirtækið okkar á Tenerife. Með fyrirtækinu fékk ég, og við sem að fyrirtækinu komum, leyfi til að vera með Íslendinga í alls kyns ferðum á eyjunni. Við munum opna heimasíðuna tenerifeferdir.is og sunactivities.net núna í janúar þar sem allt verður útlistað sem í boði verður, en þangað til er hægt að líka við síðuna okkar á Facebook, „Tenerife Ferðir.“

Við verðum þar í samskiptum við fólk sem langar að koma hingað til að skoða og njóta. En þetta verkefni er í hægum en góðum farvegi og ljóst að það eru spennandi tímar framundan. Ég er að vinna fyrir Vita í vetur, búið að vera mjög skemmtilegur tími og alveg magnað hvað ég hef kynnst mörgum af farþegunum sem hafa komið og raunar eignast þar nokkra vini, það auðgar mann að hitta og spjalla við fólk, það er alveg á tæru.

Það var frábært að eyða jólunum og áramótunum hér. Viðurkenni að það er öðruvísi en heima á Íslandi, fór lítið fyrir aðventunni og einhvern veginn var dýpra á jólaskapinu en oft áður. Ekki vantaði skreytingarnar í bæinn eða á heimilið. Það var ekki það, sennilega bara veðrið. Líka kannski að hér er ekki spiluð jólatónlist í útvarpinu og ekki mikið um jólamyndir í sjónvarpinu.

Svona eitt og annað sem maður er vanur er ekki hér. Aðfangadagur hér er eiginlega bara venjulegur dagur, allt opið frameftir og ekki mikið stress. Við fórum bara út að borða í góðra vina hópi og nutum vel, komum svo með alla heim til okkar þar sem var spilað frameftir. Pakkajólin okkar voru svo á jóladagsmorgun, við höfum gert það áður heima á Íslandi og það er hefð sem okkur líkar mjög vel. Allir í náttfötum að opna pakka í rólegheitum og allur dagurinn framundan til að njóta. Skil eiginlega ekki af hverju við vorum ekki löngu byrjuð á þessu. Tengdaforeldrar mínir komu svo hinn 29. desember og eru með okkur hér yfir áramótin. Algjörlega frábær tími.

Á nýju ári 2019 ætla ég að hafa allt galopið, takast á við nýja hluti og auðga líf mitt með jákvæðni og gleði. Njóta hvers dags eins og hann er og fárast ekki yfir litlu hlutunum sem skipta svo engu máli. Eitt sem við höfum svo sannarlega lært af þessu ferðalagi er að enginn veit sína „ævina ...“

Bestu kveðjur frá okkur í Tenelandi - Svali, Jóhanna, Sigvaldi, Valur og Siggi Kári. Minni svo á að það er hægt að fylgjast með okkur hér á miðlunum hér að neðan.

Snapchat: svalik

Instagram: svalikaldalons

www.sunactivities.net

mbl.is

Bloggað um fréttina

Pör sem eru líklegri til að skilja

Í gær, 22:51 Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

Í gær, 19:00 Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

Í gær, 16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

Í gær, 13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

Í gær, 09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

Í gær, 05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

í fyrradag Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

í fyrradag Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í fyrradag Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í fyrradag Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í fyrradag Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í fyrradag Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

19.1. Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »