Vikan segir upp fólki og Björk til Glamour

Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri MAN.
Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri MAN.

Töluverðar breytingar eru á fjölmiðlamarkaði. Í dag var tilkynnt að MAN kæmi ekki framar út og á milli jóla og nýárs urðu breytingar hjá Vikunni, Húsum og híbýlum og útgáfufélagi þess Birtíngi.

„Þó svo að tíma­ritið hafi fengið frá­bær­ar mót­tök­ur eru aðstæður til slíkr­ar út­gáfu hér á landi, á þess­um litla markaði, því miður nán­ast ómögu­leg­ar og fara síst batn­andi. Við höf­um frá degi eitt haft allt und­ir og reynt að láta rekst­ur­inn ganga upp, með því að vinna sjálf­ar allt það sem við gát­um og skera niður þar sem hægt er án þess að það bitni á gæðum. Við alla vega reynd­um allt sem við gát­um og göng­um að því leyti sátt­ar frá borði, þó svo að þetta sé ekki sárs­auka­laust,“ sagði Björk Eiðsdóttir fyrr í dag. Hún hefur nú ráðið sig yfir á Fréttablaðið og mun stýra Lífinu og ritstýra Glamour sem mun koma út tvisvar á ári. 

Birtíngur sagði upp fólki á milli jóla og nýárs. Smartland hefur heimildir fyrir því að Vikan og Hús og híbýli hafi sagt upp hvort sínum blaðamanninum og tveir starfsmenn hafi sagt upp hjá Birtíngi og ekki verði ráðið í þær stöður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál