Í skýjunum með brúðkaupsdaginn

Sunna Dögg Björnsdóttir og Arnar Ómarsson voru glæsileg á brúðkaupsdaginn …
Sunna Dögg Björnsdóttir og Arnar Ómarsson voru glæsileg á brúðkaupsdaginn sinn. Ljósmynd/Hildur Erla

Sunna Dögg Björnsdóttir og Arnar Ómarsson gengu í heilagt hjónaband í Dómkirkjunni 24. nóvember síðastliðinn. Séra Vigfús Bjarni Albertsson gaf þau saman og á eftir héldu þau glæsilega veislu í Gamla bíói. 

Athöfnin var dásamleg en við vorum umkringd fjölskyldu og vinum. Veðrið þennan dag verður lengi í minnum haft en það var vægast sagt fullkomið. Það var logn og örlítið frost,“ segir Sunna Dögg. Þau hjónin eiga tvö börn, dæturnar Ýlfu Sól og Mörtu Líf, og segir hún að þau hafi langað að ganga í hjónaband.

Sunna Dögg og Arnar eru nútímahjón og ákváðu í sameiningu að ganga í hjónaband og bað hann hennar ekki með formlegum hætti.

„Hann var búinn að hugsa þetta mjög lengi, hvort hann ætti að biðja mín og hvernig hann ætti að fara að því. Og ekki síst hvernig hring hann ætti að kaupa. En svo ákváðum við þetta í sameiningu, völdum kirkju og veislusal og bókuðum ferð til Bandaríkjanna þar sem ég valdi draumatrúlofunarhringinn sjálf. Ég var mjög ánægð með þetta fyrirkomulag,“ segir hún en fyrir valinu varð ákaflega fallegur demantshringur.

Brúðhjónin voru glæsileg á brúðkaupsdaginn sinn.
Brúðhjónin voru glæsileg á brúðkaupsdaginn sinn. Ljósmynd/Hildur Erla

Arnar og Sunna Dögg héldu veisluna í Gamla bíói vegna þess að þeim finnst salurinn svo fallegur. Auk þess fannst þeim skipta máli að brúðkaupsgestir gætu gengið úr kirkjunni í veisluna sjálfa.

„Það myndaðist mjög skemmtileg stemning í þessu fallega veðri þegar veislugestir löbbuðu úr kirkjunni í veisluna,“ segir Sunna Dögg. Þegar í Gamla bíó var komið þurftu brúðkaupsgestir ekki að bíða eftir brúðhjónunum því þau fóru í myndatöku fyrir athöfn. Það er óvanalegt að brúðhjónin fari í myndatöku fyrir athöfn því það er óskrifuð regla að eiginmaður sjái brúði sína í fyrsta skipti í fullum skrúða þegar hún gengur inn kirkjugólfið. Sunna Dögg segir að sér hafi alls ekki fundist hún vera að brjóta neinar reglur eða eyðileggja stemninguna með þessu.

Sunna Dögg skálar við sínar nánustu.
Sunna Dögg skálar við sínar nánustu. Ljósmynd/Hildur Erla

Allt upp á 10

Sunna Dögg er sérlega ánægð með þjónustuna sem hún fékk í Gamla bíói.

„Þeir bjóða upp á smakk og valdi ég mikilvægustu konurnar í lífi mínu til að koma með mér í smakkið. Eftir að vera búin að velja mat og vín var ég miklu afslappaðri og það var þungu fargi af mér létt þegar pöntunin var komin í hús.

Fyrir valinu varð reykt bleikja í forrétt, í aðalrétt voru nautalundir og uxabrjóst með tilheyrandi meðlæti og í eftirrétt var súkkulaðikonfektkaka. Maturinn sló algjörlega í gegn. Við ákváðum að sleppa brúðartertunni og leggja meira upp úr því að vera með geggjaðan kokteilbar í boði hússins,“ segir hún.

Ljósmynd/Hildur Erla

Aðspurð um skipulagningu og tímarammann segir Sunna Dögg að þau hafi pantað kirkjuna og salinn tæpu ári fyrir brúðkaupsdaginn. Með því að panta þetta tvennt sé boltinn farinn að rúlla.

„Ég mæli með að bóka kirkju og sal mjög tímanlega þar sem fólk pantar slíkt jafnvel með meira en árs fyrirvara. Ég fékk Örnu Siggu blómaskreyti til að sjá alfarið um allar skreytingar og voru þær alveg hreint guðdómlegar. Varðandi veislustjóra þá lá það ekki beint fyrir þar sem það er margt skemmtilegt fólk í kringum okkur en við vorum svo sem nokkuð fljót að komast að niðurstöðu og báðum Ólaf Thors og Ragnar Clausen að taka þetta skemmtilega verkefni að sér. Við erum þeim ævinlega þakklát þar sem þeir slógu algjörlega í gegn. Veislan var algjörlega umfram mínar væntingar. Dásamlegar ræður frá foreldrum, systkinum og bestu vinum. Hver ræða toppaði þá næstu á undan og langar mig að nefna pabba minn, Björn Helga Baldvinsson, hann var með æðislega ræðu og frumsamið lag um mig, það var ótrúlega dýrmætt og minnisstætt. Svo söng mágkona mín, Katrín Ómarsdóttir, ásamt konu sinni, Önnu Fríðu, lag til okkar.

Skemmtikraftar kvöldsins voru ekki af verri endanum; þar komu fram Björgvin Halldórsson, Aron Can og Emmsé Gauti og héldu uppi stuðinu.

Seinna um kvöldið komu vinkonur mínar mér heldur betur á óvart og fengu Herra hnetusmjör til að syngja lagið mitt „Upp til hópa“ sem var alveg óborganlegt.

Eftir að formlegri dagskrá lauk tók Danni Delux við DJ-borðinu og hélt uppi fjörinu fram á nótt,“ segir Sunna Dögg.

Brúðarkjóllinn var sérsaumaður í Eðalklæðum.
Brúðarkjóllinn var sérsaumaður í Eðalklæðum. Ljósmynd/Hildur Erla

Lét sérsauma kjólinn

Sunna Dögg giftist í ákaflega fallegum kjól. Hún segist strax hafa verið ákveðin í hvernig kjól hún vildi klæðast á brúðkaupsdaginn.

„Það sem hjálpaði var að besta vinkona mín, Signý Jóna Tryggvadóttir, gifti sig 2015 og lét sauma á sig kjól frá Eðalklæðum. Sá kjóll var algjörlega fullkominn þannig að það var ekki spurning fyrir mig að leita til Eðalklæða. Það ferli stóð gjörsamlega upp úr í undirbúningnum fyrir stóra daginn að sjá kjólinn „fæðast“ hægt og rólega. Ég var nokkuð ákveðin hvernig ég vildi vera og þær hjá Eðalklæðum útfærðu það fullkomlega. Ég fékk Theodóru Mjöll til að sjá um hárið og var ótrúlega ánægð með útkomuna. Ég vildi greiðsluna „loose“ og hún hreinlega las mig eftir fyrstu heimsókn. Það kannski hjálpaði til að ég þekki hennar vinnubrögð og treysti henni 100 prósent.“

Sunna Dögg fékk Karin Kristjönu til að farða sig fyrir stóra daginn.

„Hún er ótrúlega fær og ég var afar ánægð með geislandi náttúrulegt útlit sem mér fannst skipta máli,“ segir hún.

Hildur Erla myndaði brúðhjónin á brúðkaupsdaginn.

„Ég var allan tímann ákveðin í hvaða ljósmyndara ég vildi. Hildur Erla er algjör fagurkeri og það sem ég vildi einna helst var að hún myndi fanga augnablikin. Myndirnar frá deginum eru svo mikilvægar. Ég gæti ekki verið hamingjusamari með myndirnar sem Hildur tók. Hún fangaði allt og miklu meira en það og er ég henni ótrúlega þakklát. Að geta upplifað daginn aftur með sínum heittelskaða og farið í gegnum augnablikin aftur er ómetanlegt og ég tala nú ekki um að geta deilt þessum æðislega degi með börnum okkar og barnabörnum í framtíðinni.“

Ljósmynd/Hildur Erla

Á brúðkaupsdaginn sjálfan var Sunna Dögg með aðsetur á 101 hóteli.

„Undirbúningurinn á brúðkaupsdaginn sjálfan var æðislegur og algjörlega ógleymanlegur. Sigrún Þormóðsdóttir frænka mín sá til þess að allt væri fullkomið. Undirbúningurinn fór að mestu leyti fram á 101 hóteli, nánar tiltekið „rauða herberginu“. Þangað komu mínar uppáhaldskonur og gerðu sig til og gerðu daginn svo skemmtilegan. Það sem ég var hvað ánægðust með var að það var ekkert stress heldur eintóm gleði og hlátur og að sjálfsögðu kampavín. Að hafa vinkonurnar í kring, hvort sem það var að farða, klæða mig í kjólinn eða sjá til þess að ég væri með í glasinu, var algjört „bíómyndaatriði“ og ég naut þess svo! Hversu heppin er ég með allar þessar drottningar mér við hlið!

Það er eitt sem mig langar að nefna. Þeir sem töluðu við mig sem eru búnir að gifta sig sögðu við mig: „Sunna njóttu þess, áður en þú veist af er dagurinn liðinn.“ Ég gleymi því aldrei að þegar ég komst örskamma stund úr búblunni þá leit ég á Arnar og sagði: „Er eftirrétturinn í alvöru að koma á borðin?“ Ég ætlaði ekki að trúa því. Ég var allan tímann meðvituð um að soga allt inn, njóta hvers einasta augnabliks en það er eitthvað sem gerist. Þessi dagur var of töfrandi til að meðtaka allt. En ég er ótrúlega þakklát fyrir minn mann, fyrir fjölskylduna okkar og vinina sem gerðu þennan dag ógleymanlegan í alla staði. Ef ég ætti að ráðleggja þeim sem eiga þetta eftir væri það nákvæmlega það sama og allir sögðu við mig – „njóttu þess“.“

Brúðarmeyjarnar.
Brúðarmeyjarnar. Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál