Eliza Reid er umhverfisvæn og smart

Frank-Walter Stein­meier, Elke Büdenbender, Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson.
Frank-Walter Stein­meier, Elke Büdenbender, Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson. Ljósmynd/Forseti.is

Forsetafrú Íslands, Eliza Reid, leggur upp úr því að vera fallega klædd en líka hagsýn og umhverfisvæn. Hún klæddist glæsilegum bleikum kjól þegar hún og eiginmaður hennar, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tóku á móti Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, og frú Elke Büdenbender á Bessastöðum. Áður en boðið var til Hátíðakvöldverðar á Kolbrautinni í Hörpu buðu forsetahjónin gestunum á Bessastaði þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson lék fyrir gesti.

Þegar Eliza Reid er spurð út í bleika kjólinn kemur í ljós að hann er keyptur í verslun Rauða krossins. 

„Mér finnst bara gott að styrkja góð málefni og líka sýna að það er hægt að finna allskonar góð og falleg föt hjá Rauða krossinum,“ segir Eliza Reid og bætir við: 

„Við eigum svo mikið af fötum og þurfum ekki endilega svona mikið. Þetta er til dæmis góð leið til að vera kannski meira umhverfisvæn líka. Það getur vel verið að ég muni gefa kjóllinn svo aftur til þeirra svo einhver annar geti notað hann,“ segir hún í samtali við Smartland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál