Sjáið hótelið sem Gylfi og Alexandra völdu

Ljósmyndirnar af Gylfa Þór Sigurðssyni á One & Only á …
Ljósmyndirnar af Gylfa Þór Sigurðssyni á One & Only á samfélagsmiðlum er glæsilegar og munu án efa auka aðsókn fólks á staðinn.

Staðurinn sem knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson og Al­ex­andra Helga Ívars­dótt­ir dvelja á í brúðkaupsferðinni er dásamlegur. Staðurinn heitir One & Only og er einn vinsælasti staðurinn fyrir hina frægu og ríku þessa dagana. 

Á vef One & Only má sjá að hótelið er á besta stað á einni stærstu eyju í norður Malé Atoll. Hótelið er staðsett 700 km suðvestur af Sri Lanka, þar sem ströndin er hvít og Indlandshafið eins fallegt og menn gætu hugsað sér. 

Hægt er að velja á milli strandar-villu sem er rúm 135 fm að stærð og vatns-villu sem stendur út á vatninu og er 149 fm að stærð. Síðan er 2.400 fm villa með öllum aðbúnaði og einkavilla sem er svipuð að stærð en með sér strönd, 50 fm sundlaug og fleiru sem einungis þeir allra frægustu gista í. Minnsta herbergið á hótelinu kostar rúmar 200 þúsund krónur nóttin en dýrasta villan kostar yfir 3 milljónir króna á dag. 

View this post on Instagram

Adventure is just around the corner.. #OOnlyHere #Heavenonearth

A post shared by One&Only Reethi Rah (@ooreethirah) on Jun 11, 2019 at 5:44am PDT

Á One & Only er boðið upp á SPA meðferðir af bestu gerð og allskonar íþróttaiðkanir sem halda fólki í formi og búa til ánægjulegar stundir. Hjólareiðar sem dæmi eru vinsælar á þessum stað. 

View this post on Instagram

Our daily commute, island style. Photo credit: @belleporter #OOnlyHere #Wanderlust

A post shared by One&Only Reethi Rah (@ooreethirah) on Jun 14, 2019 at 5:00am PDT

Fyrir brúðhjón er hægt að panta sérstaka þjónustu, meðal annars nudd fyrir báða aðila á sama tíma í fögru umhverfi. 

Maturinn á staðnum er fyrir þá allra kröfuhörðustu og er blanda af hollum mat og góðu fiskfangi vinsælt svo eitthvað sé nefnt. Fegurðin er fólgin í útliti matarins, skammtastærðirnar eru hæfilegar og hráefnið fyrsta flokks. 

View this post on Instagram

@ooreethirah Bliss Bowl’s are best enjoyed poolside, in the sunshine. #OOnlyHere #OOWellness

A post shared by One&Only Reethi Rah (@ooreethirah) on Jun 22, 2019 at 8:48am PDT

Sjávarlífið á eyjunni er einstakt. Að sjá syndandi skjaldböku í sjónum er sem dæmi algengt. 

View this post on Instagram

Life is better underwater.. Happy World Sea Turtle Day! Photo credit: @_islandmermaid #Worldseaturtleday #Marinelife

A post shared by One&Only Reethi Rah (@ooreethirah) on Jun 16, 2019 at 8:18am PDT

View this post on Instagram

Your tropical island life starts here. Photo credit: @lady_leen_s #OOnlyHere #Lifeofadventure

A post shared by One&Only Reethi Rah (@ooreethirah) on Apr 30, 2019 at 3:26am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál