„Ég fríkaði út við skilnaðinn“

Bók Auðar Jónsdóttur rithöfundar, Tifinningabyltingin, kom út í dag. Ég hitti Auði í vikunni og ræddum við um megininntak bókarinnar sem er skilnaður. Sjálf gekk Auður í gegnum skilnað og lýsir öllum þeim tilfinningum sem blossa upp við þetta ferli á heillandi hátt.

Auður segir að það sé furðuleg upplifun að vera á fimmtugsaldri, skilin og stundum hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að byrja aftur að reykja og drekka svolítið til þess að komast í gegnum erfiðasta skaflinn í þessu ferli. 

„Ég skrifaði þessa bók til að skilja sjálfa mig eftir að ég fór út úr stofnuninni hjónabandið. Hvað er ég án þess?“ segir hún. 

mbl.is