Mættu eins og ríkisstjórn Íslands í matarboð

Hér má sjá Freydísi sem Áslaugu Örnu fremsta í flokki. …
Hér má sjá Freydísi sem Áslaugu Örnu fremsta í flokki. Vinahópurinn mætti eins og ríkisstjórn Íslands í veislu. Samsett mynd

Vinahópur Freydísar Bjarnadóttur gerði sér glaðan dag á dögunum og mættu vinirnir sem ráðherrar og forseti Íslands í matarboð. Hópurinn stillti sér upp eins og ríkisstjórn Íslands á fyrsta ríkisráðsfundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í september og voru svo í hlutverkum ráðherra og forseta allt kvöldið. Veislan er haldin árlega á milli hrekkjavöku og þakkargjarðarhátíðarinnar. 

„Við mætum yfirleitt í búningum og borðum þakkargjörðarkalkún. Það er alltaf eitthvað þema. Við höfum verið með þema þar sem við áttum að túlka okkur sjálf á einhverju tímabili á árunum 13 til 19 ára. Þá vorum við svona fermingarútgáfurnar og unglingarnir af okkur sjálfum. Við vorum með nördaþema í fyrra, það var mjög skemmtilegt,“ segir Freydís um þema fyrri ára.

Eitt árið var nördaþema.
Eitt árið var nördaþema. Ljósmynd/Aðsend

Í matarboðinu eru alltaf sömu veislustjórarnir og segir Freydís að þeir hafi verið búnir að bíða lengi eftir þessu tækifæri. Svo heppilega vildi til að það vantaði fólk í veisluna í ár auk þess sem kynjahlutföll á ríkisráðsfundinum pössuðu við vinahópinn. Allt passaði fullkomlega, meira að segja hárliturinn.

Hópurinn fékk tvo mánuði til þess að undirbúa búningana sína. Freydís fékk hlutverk Áslaugar Örnu og lagði mikinn metnað í að finna réttu dragtina. Hún keypti að lokum dragt á Asos fyrir um 20 þúsund krónur. Aðrir neyddust meðal annars til þess að klippa sig og raka.

Freydís setti saman skemmtilega mynd með upprunalegu myndinni og myndinni …
Freydís setti saman skemmtilega mynd með upprunalegu myndinni og myndinni sem vinahópurinn tók af sér. Ljósmynd/Aðsend

Þrátt fyrir að myndin hafi vakið mikla athygli segir Freydís að vinahópurinn sé ekki alveg sáttur með myndina. Segir hún að hópurinn hafi viljað hafa borðið öðruvísi sem og mottu eins og á Bessastöðum. 

Hlutverkin voru augljóslega tekin alvarlega. Sá sem var í hlutverki Bjarna Ben, fjármálaráðherra, mætti til að mynda með eftirrétt enda Bjarni landsfrægur fyrir kökuskreytingar sínar. 

„Við vorum í karakter allt kvöldið. Það eru alltaf leikir, ég held að síðasti leikurinn hafi verið klukkan fjögur um nóttina. Við þurftum að kalla hvort annað með ráðherranöfnunum,“ segir Freydís og bætir því við að lokum að það sé komin pressa fyrir næsta ár. 

Bjarni Ben mætti með eftirréttinn.
Bjarni Ben mætti með eftirréttinn. Ljósmynd/Aðsend
Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. Ljósmynd/Aðsend
Freydís fékk hlutverk dómsmálaráðherra.
Freydís fékk hlutverk dómsmálaráðherra. Ljósmynd/Aðsend
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál