Rapparinn Birnir ekki lengur á markaðnum

Birnir er kominn á fast.
Birnir er kominn á fast. skjáskot/Instagram

Rapparinn Birnir Sigurðarson er einn vinsælasti tónlistarmaðurinn á Íslandi í dag og eftirsóttur af kvenþjóðinni. Hann er þó ekki lengur á lausu því öruggar heimildir Smartlands herma að hann sé kominn í samband. 

Birnir er í sambandi með Vöku Njálsdóttur en Vaka heldur úti hlaðvarpsþáttunum Þegar ég verð stór sem framleiddir eru af Útvarpi 101. Birnir hefur sjálfur verið viðloðandi útvarpsstöðina en margir af hans helstu samstarfsfélögum starfa þar. Það er því ekki ólíklegt að parið hafi hnotið hvort um annað þar.

Samkvæmt heimildum Smartlands hafa Birnir og Vaka verið í sambandi í um nokkurra mánaða skeið og eyddu þau tíma saman meðan á samkomubanni stóð.

Vaka og Birnir.
Vaka og Birnir. skjáskot/Instagram
mbl.is