Fjölskylda Dorritar á meðal þeirra ríkustu

Dorrit Moussaieff á mjög ríka fjölskyldu.
Dorrit Moussaieff á mjög ríka fjölskyldu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Nýr listi The Times yfir ríkasta fólk í Bretlandi var birtur um helgina. Segja má að fyrrverandi forsetafrú Íslands, Dorrit Moussaieff, sé á listanum þar sem í sæti 361 er Alisa Moussaieff og fjölskylda. Alisa Moussaieff er móðir Dorritar Moussaieff

Auðæfi Alisu Moussaieff og fjölskyldu hennar eru metin á 363 milljónir punda en á gengi dagsins í dag eru það rúmlega 64 milljarðar íslenskra króna. Í úttekt The Times kemur meðal annars fram hversu umsvifamikil Moussaieff-fjölskyldan er í skartgripasölu. Í fyrra seldi fjölskyldan meðal annars bleikan demantshring hjá uppboðshúsinu Christie's í Hong Kong fyrir 5,82 milljónir punda. 

Alisa Moussaieff er níræð en faðir Dorritar, Shlomo Moussaieff, lést fyrir nokkrum árum. Dorrit á tvær systur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál