Breytist úr Ken-dúkku í konu

Alves heitir nú Jessica.
Alves heitir nú Jessica. Skjáskot/Instagram

Jessica Alves, áður Rodrigo, skilgreinir sig nú sem konu og ætlar að eignast barn í framtíðinni. Alves vakti heimsathygli fyrir að gjörbreyta útliti sínu til þess að líkjast barbídúkkunni Ken. 

Í viðtali við breska morgunsjónvarpsþáttinn This Morning segir Alves hafa fæðst svona. „Ég hef verið að þróast sem manneskja. Í áranna rás hef ég barist gegn þeim tilfinningum að ég væri í raun kona.“ 

Aðspurð um ástina leggur Alves áherslu á að elska sjálfa sig. „Fyrst verður maður að elska sjálfa sig. Það er mín forgangsröðun. Ég myndi vilja eignast barn. Ég sé það fyrir mér að sjá fyrir barni mínu og vera með einhverjum sem elskar mig og tekur mér eins og ég er. Ég vissi frá unga aldri að ég væri kona en var að reyna að vera karlmaður því ég fæddist í þeim líkama. En ég var mjög óhamingjusöm og þunglynd. Það var annað hvort að breytast í konu eða deyja. Ég sé ekki eftir að hafa gert allt sem ég hef gert því það er það sem þurfti til þess að komast loks á þennan stað,“ segir Alves.

Alves segist hafa misst vini eftir ákvörðun sína. „Mjög nánir vinir til margra ára eru nú ekki lengur vinir mínir. Margir geta ekki skilið þetta. Ég virði þeirra skoðun og ég ætla ekki að neyða neinn til þess að vera vinur minn. 

„Ég á enn eftir tvær til þrjár aðgerðir og þá lofa ég að vera hætt öllum lýtaaðgerðum,“ segir Alves sem hefur farið í fjölmargar lýtaaðgerðir fyrst til þess að líkjast Ken en svo til þess verða kona.

Rodrigo Alves vildi áður líkjast Ken barbídúkku.
Rodrigo Alves vildi áður líkjast Ken barbídúkku. skjáskot/Instagram
View this post on Instagram

Her attitude is savage but her heart is gold #fierce #woman #beauty

A post shared by Jessica Alves (@rodrigoalvesuk) on Jun 11, 2020 at 4:04pm PDT

mbl.is