Bleikur bar í anda Dolly Parton

Dolly Parton.
Dolly Parton. Ljósmynd/Bang

Fyrr í júlí var opnaður bar í Nashville í Bandaríkjunum. Bleikur litur er allsráðandi á barnum en hann var hannaður í anda tónlistarkonunnar Dolly Parton. 

Barinn ber nafnið White Limozeen eftir hljóðversplötu Parton með sama nafni sem kom út árið 1989. Barinn er á þaki Graduate Nashville-hótelsins í miðborg Nashville. 

Marc Rose hannaði barinn í samstarfi við Abrous og Graduate-hótelkeðjuna. Barinn er algjörlega bleikur í gegn. Veggirnir og loftið eru máluð bleik. Bleikir stólar, bleikir sófar og bleika þemað heldur áfram þegar komið er út á svalirnar.

Allt sem er bleikt, bleikt.
Allt sem er bleikt, bleikt. Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is