Jónína Benediktsdóttir látin

Jónína Benediktsdóttir.
Jónína Benediktsdóttir. mbl.is/Ingvarsson

Jón­ína Bene­dikts­dótt­ir, íþrótta­fræðing­ur og frumkvöðull, er látin 63 ára að aldri. Jónína sem fæddist 26. mars 1957 varð bráðkvödd á heimili sínu í Hveragerði.

Jónína nam íþróttafræði í Kanada og þegar heim var komið stofnaði hún eina fyrstu líkamsræktarstöðina á Íslandi. Jónína var auk þess búsett í Svíþjóð til margra ára. Þar rak hún líkamsræktarstöðvar og hlaut þar fjölmargar viðurkenningar fyrir frumkvöðlastarfsemi sína í líkamsrækt. Þá rak hún um nokkurra ára skeið líkamsræktarstöðina Planet Pulse.

Jónína var áhugasöm að kynna landsmönnum mikilvægi líkamsræktar og stóð meðal annars fyrir morgunleikfimi á Rás 1. Síðustu ár hefur hún staðið fyrir lífsbætandi heilsumeðferðum í Póllandi og nú síðast á Hótel Örk í Hveragerði. Jónína var þekkt fyrir brautryðjendastarf á sviði heilsuræktar og flutti fyrirlestra um heilsutengd málefni víða um heim.

Jónína lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, Jóhönnu Klöru, Tómas Helga og Matthías sem eru öll börn Stefáns Einars Matthíassonar. Barnabörnin eru fjögur, Stefán Kári, Kristín Embla, Ásdís Þóra og Matthías Þór.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda