Sagði upp á Stöð 2 og hélt hún væri að fá taugaáfall

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er gestur í hlaðvarpsþættinum, Snæbjörn talar …
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er gestur í hlaðvarpsþættinum, Snæbjörn talar við fólk.

Eva Laufey er matarbloggari, sjónvarpskokkur, útvarpskona, samfélagsmiðlastjarna og margt annað sem henni dettur í hug. Hún er útpæld í sínum aðgerðum, bissnessmanneskja fram í fingurgóma og með sitt á hreinu. Hún hefur þó þurft að finna taktinn, hefur spennt bogann of hátt og magalent eftir ofálag. Síðan stóð hún upp aftur, sterkari en nokkru sinni og með planið á hreinu. Eva Laufey er af Skaganum og alin upp af tveimur elskandi foreldrum þótt faðir hennar væri ekki blóðtengdur henni. Hún vissi alla tíð hver hinn faðir hennar var en kynntist honum þó ekki af alvöru fyrr en undir fullorðinsár. Sá maður var Hermann Gunnarsson, Hemmi Gunn, sem síðan lét lífið fyrir aldur fram sorglega stuttu eftir að þau Eva náðu að treysta böndin. Ung kona með lygilega stóra sögu miðað við aldur. Í þættinum fer hún yfir víðan völl og ræðir meðal annars þegar hún hlaut ákveðið skipbrot, sagði upp á Stöð 2 eftir að hún hélt að hún væri að fá hjartaáfall.

„Í fyrra, þá var ég eiginlega bara komin á endastöð. […] Ég sagði upp í fyrra á Stöð 2. Ég hef held ég ekki sagt það upphátt. Ég held að ég hafi verið nálægt því að fá einhvers konar taugaáfall. Ég var allavega komin upp á spítala og hélt að ég væri að fá hjartaáfall og ég fór í margar rannsóknir – ekkert að. Kemur í ljós bara að ég er búin að vinna svolítið yfir mig,“ segir Eva Laufey í hlaðvarpsþættinum. 

Eva Laufey er dóttir Hemma Gunn heitins en hún ólst ekki upp hjá honum. 

„Hemmi, Hemmi minn, hann var aldrei hluti, þannig lagað, af fjölskyldunni. Ég vissi alltaf af honum, það var alveg mjög skýrt, það var enginn feluleikur með það. Hann kom til okkar upp á Akranes en aldrei í góðu ástandi. […] Það var svolítið minn veruleiki þegar ég var lítil.“

Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.  

Snæbjörn Ragnarsson og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir.
Snæbjörn Ragnarsson og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál