Kolbeinn Tumi og Selma Björns hvort í sína áttina

Kolbeinn Tumi og Selma Björnsdóttir.
Kolbeinn Tumi og Selma Björnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri á Vísi.is og Selma Björnsdóttir söngkona, leikkona, leikstjóri og athafnastjóri hjá Siðmennt hafa slitið sambandi sínu. 

Parið hnaut hvort um annað fyrir tveimur árum en í mars 2019 greindi Smartland frá því að Selma hefði birt fyrstu myndina af þeim Kolbeini Tuma á Instagram. 

Eftir að hafa ferðast um fjöll og firnindi, notið menningar og lista og alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða hafa þau ákveðið að fara hvort í sína áttina. Smartland óskar þeim góðs gengis í öldugangi lífsins.

mbl.is