Sunneva og vinkonur skemmtu sér eins og árið væri 2000

Áhrifavaldarnir Sunneva Eir og Birgitta Líf skemmtu sér eins og …
Áhrifavaldarnir Sunneva Eir og Birgitta Líf skemmtu sér eins og fólk gerði fyrir 20 árum um helgina. Skjáskot/Instagram

Skærustu instagram-gellur Íslands voru staddar saman í gleðskap um helgina og klæddu sig upp eins og 21. öldin væri nýgengin í garð. Á meðal þeirra sem skemmtu sér saman voru Birgitta Líf Björnsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Hildur Sif Hauksdóttir og Magnea Björg Jónsdóttir. 

Áhrifavaldarnir gerðu vel við sig í mat og drykk. Konurnar voru duglegar að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum enda myndatökur einn mikilvægasti þátturinn í dagskránni. Hér má sjá brot af því sem þær birtu á samfélagsmiðlum en eins og sjá má á myndunum virðast þær hafa skemmt sér mjög vel. 


mbl.is