Kári flaug til Suður-Afríku til að mynda fyrir Eucerin

Hér er Kári að skjóta nýjustu herferð Eucerin í Suður-Afríku.
Hér er Kári að skjóta nýjustu herferð Eucerin í Suður-Afríku.

Kári Sverriss ljósmyndari fékk risastórt verkefni á síðasta ári þegar hann var beðinn um að mynda auglýsingaherferð Eucerin. Verkefnið fékk hann í gegnum þýska auglýsingastofu og segir hann að þetta verkefni hafi breytt miklu fyrir hann. Á dögunum var hann ráðinn til að mynda aðra alþjóðlega herferð fyrir Eucerin og er nú á leið til Þýskalands í það verkefni. 

„Það var auglýsingastofa í Þýskalandi sem hafði samband við mig fyrir ári síðan og spurði mig hvort ég væri laus til að fara til Suður-Afríku að skjóta alþjóðlega herferð til Eucerin. Merkið er eitt þekktasta snyrtivörumerkið í heiminum og er þekkt fyrir húðvörur sínar og sólarvarnir. Þetta gerðist allt mjög hratt. Ég var spurður hvort ég væri laus og mánuði síðar var ég kominn til Cape Town að skjóta,“ segir Kári á dögunum þegar við hittumst í stúdíóinu hans í Reykjavík. 

Ljósmynd/Kári Sverriss

Þegar ég spyr hann um þetta stóra verkefni fyrir Eucerin segir hann að verkefnið hafi tekið tvo daga og hann hafi unnið með mjög flottri fyrirsætu í verkefninu. 

„Ég var að skjóta þetta inni í stúdíói þannig að það hefði þannig séð verið hægt að skjóta þetta hvar sem var í heiminum,“ segir Kári og hlær. 

Þú hefðir sem sagt getað skotið þetta í Breiðholtinu?

„Já já, ég hefði getað gert það. En hugmyndin þróaðist töluvert frá því ég var ráðinn og þar til kom að þessu. Kúnninn kom með einhverjar breytingar og fleira sem spilaði inn í. Einn daginn var þetta tekið á svona „roof top“-svölum og þar skutum við svona borgarlífsmyndir. Þannig fengum við fíling fyrir sólinni og borginni og áferðinni á húðinni. Hjá Eucerin snýst allt um húð eins og þú kannski veist,“ segir hann og ég játa það enda hef ég margoft borið vörur þeirra á andlitið. 

Lauren Mellor sat fyrir hjá Kára í fyrra.
Lauren Mellor sat fyrir hjá Kára í fyrra. Ljósmynd/Kári Sverriss

Kári segir að það sé mikil upplifun að vinna með svona stórum hópi eins og gerðist í þessari herferð en á settinu voru 40 manns. 

„Það var bæði verið að taka myndskeið og myndatökur og við skiptum tímanum á milli okkar. Þessi auglýsingaherferð er hægt og bítandi að birtast í fjölmiðlum víða um heim,“ segir hann.

Fyrir strák frá Íslandi sem er að sigra heiminn á þessu sviði. Skiptir ekki máli að fá svona verkefni?

„Þetta er í rauninni bara draumaverkefni. Ég er svolítið á heimavelli þegar kemur að fegurðarportreit ljósmyndum. Að fá svona verkefni eins og þetta er alger draumur. Á þessum tíma átti ég að vera að kenna hérna heima í ljósmyndaskólanum en þeir náðu að hliðra til fyrir mig,“ segir Kári og játar að það hafi mikil leynd hvílt yfir verkefninu. 

„Ég vildi ekki tala um þetta fyrr en ég var kominn með flugmiðann í höndina. Þetta er svona verkefni sem flestallir bíða eftir og mjög mikil viðurkenning. Nú er verið að ráða mig aftur hjá Eucerin til að skjóta aðra herferð. Ég er að fara að vinna í þrjá daga og þá er ég aftur að fara að gera alþjóðlega auglýsingaherferð fyrir fyrirtækið. Þau hækkuðu launin mín því þeir voru svo ánægðir með mig. Auglýsingastofan sem réð mig vildi fá mig aftur. Það er ákveðinn gæðastimpill að vera ráðinn aftur,“ segir Kári sem er nú floginn á vit ævintýranna en afraksturinn af því verkefni mun ekki koma í ljós nærri því strax. 

Ljósmynd/Kári Sverriss
Ljósmynd/Kári Sverriss
Ljósmynd/Kári Sverriss
Ljósmynd/Kári Sverriss
Ljósmynd/Kári Sverriss
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál