Gunnar Helgason í alsælu

Eliza Reid forsetafrú Íslands afhenti Gunnari Helgasyni sérstök heiðursverðlaun á Íslensku hljóðbókaverðlaununum, Storytel Awards. Hann hlaut verðlaunin fyrir framlag sitt til barnabókmennta á Íslandi.

Gunnar Helgason hefur verið ötull í því starfi að miðla sögum til barna. Hann er ekki bara einn ástsælasti og vinsælasti barnabókahöfundur okkar Íslendinga heldur hefur hann skapað geysivinsælt sjónvarpsefni sem má segja að sé táknmynd barnaefnis heillar kynslóðar og sett á svið leiksýningar fyrir börn og fullorðna sem hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir.

Hann leggur enn hart að sér í þessu starfi, að miðla sögum til barna, og heimsækir um 50 skóla á hverju ári til þess að ræða við börnin um bókmenntir og lesa úr bókum sínum.  

Hann hefur þó ekki látið þar við sitja heldur nýtir sér þann kraft sem býr með honum og fer ennþá lengra. Hann var einn helsti hvatamaður að endurreisn SÍUNG  Samtaka íslenskra barna- og unglingabókahöfunda en þau höfðu þá legið í dvala um nokkurra ára bil. Meðlimir samtakanna telja að mikilvægt sé að ræða válega stöðu íslenskunnar og lesturs ungmenna og að það sé mikið hagsmunamál fyrir höfunda en ekki síður fyrir útgefendur, kennara, bókasafnsfræðinga, háskólasamfélagið og framtíð Íslands og íslenskunnar.

Ásamt því kom hann, ásamt fleirum, á laggirnar Sögum  verðlaunahátíð barna. Þar eru sögur fyrir og eftir krakka verðlaunaðar og krakkarnir sjálfir látnir ráða ferðinni. Þarna koma íslensk börn saman og verðlauna allt það sem þeim finnst standa upp úr í menningarlífinu. 

Á síðasta ári fór hann í átak ásamt mennta- og menningarmálaráðuneytinu og taldi að hér á landi þyrfti að slá heimsmet í lestri með framlagi íslenskra lestrarhesta.  

Hann fylgdi því listavel eftir með lestrarátakinu Tími til að lesa og íslenska þjóðin endaði með að slá í kjölfarið heimsmet og lesa í milljónir mínútna í apríl. Lestrarátakið var hugsað til að hvetja til lestrar í skertu skólahaldi og samkomubanni á tímum kórónuveirunnar. 

Hann er auk þess vinsælasti íslenski höfundurinn í þjónustu Storytel frá upphafi þar sem hlustað hefur verið á bækur hans í hundruð þúsunda klukkustunda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál