Katla hélt geggjað jólaboð í maí með öllu

Lilja Dögg Guðmundsdóttir, Katla Hreiðarsdóttir, Olga Kristjánsdóttir, Ingunn James, Steinunn …
Lilja Dögg Guðmundsdóttir, Katla Hreiðarsdóttir, Olga Kristjánsdóttir, Ingunn James, Steinunn Tryggvadóttir og Hulda Karlotta Kristjánsdóttir. Ljósmynd/María Krista

Katla Hreiðarsdóttir, eigandi hönnunarmerkisins Volcano Design sem rekur verslunina Systur&Makar, lætur veirur heimsins ekki stoppa sig. Þar sem ekkert varð af jólateiti fyrirtækisins um síðustu jól bætti hún það upp um helgina með Helgu Möller, sörum, brauðtertum og pylsujólatré. 

„Ég er með virkilega flottan og samheldinn hóp starfsmanna. Um er að ræða metnaðarfullar og duglegar stelpur sem eiga aðeins það besta skilið. Við náðum bara ekki, ekki frekar en mörg fyrirtæki, að halda jólaboðið í nóvember eða desember á síðasta ári. Ég vildi reyndar halda mitt heima í íbúðinni sem við Haukur minn erum búin að vera að taka í gegn en við eignuðumst son 28. október og náðum ekki að flytja inn fyrr en eftir áramót svo þá varð það úr að seinka. Ég sé ekki eftir því og þetta varð eftirminnilegra fyrir vikið,“ segir Katla.

Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Helga Möll og Katla Hreiðarsdóttir.
Helga Möll og Katla Hreiðarsdóttir. Ljósmynd/María Krista

Hvað gerðir þú til að kalla fram sanna jólastemningu í maí?

„Ég passaði að hafa allt á sínum stað eins og fyrir venjuleg jól, skreytingar, réttan mat, tónlist og tónlistaratriði svo eitthvað sé nefnt. Ég fékk líka lánaðan risastóran krans til að hengja utan á húsið og var með útikerti á tröppunum svo þær fengu stemninguna beint í æð við komuna. Svo voru jólin hringd inn kl 18:00,“ segir Katla. 

Hvað varstu lengi að skreyta allt hátt og lágt? 

„Ég græjaði svona flest daginn áður og sama dag en ég hafði undirbúið mig aðeins áður, fèkk lánað aukaskraut hjá mágkonu minni og lét prenta fyrir mig svart-hvítar jólamyndir til að hengja yfir myndarammana mína á veggjunum með kennaratyggjói, það svona kom þessu á næsta stig sko. Jólatréð skreytti ég kvöldið áður sem og setti upp seríu- og grenistöðvar víðs vegar um heimilið með tilheyrandi skrauti. Það var hnotubrjótsskenkur, jólaálfaborð, hreindýrasvæði og könglastöð inni á baði,“ segir hún. 

Erna Kristín Blöndal kom og söng.
Erna Kristín Blöndal kom og söng. Ljósmynd/María Krista
Stemningin var mjög góð eins og sést á þessari mynd.
Stemningin var mjög góð eins og sést á þessari mynd. Ljósmynd/María Krista

Hvaða veitingar voru í boði?

„Ég fékk vinkonu mína Fanneyju Dóru til að sjá um veitingarnar fyrir mig en hún er frábær kokkur og mikill húmoristi sem var mjög svo tilbúin í retró jólafjör í maí! Hún græjaði pylsujólatré og ostakúlutré, brauðtertu með „spicy tuna“ og bbq-sósu, kalkúnabringu með stuffing-kúlum, lummur með reyktri gulrót, mokka- og Omnom-súkkulaði, „julelog“ sem og „kampavínsjellóhring“ með berjum. Svona svo eitthvað sé nefnt. Fanney bjó einnig til karsamule sem var grænn kokteill með sumarlegu ívafi,“ segir hún. 

Til þess að ramma inn jólastemninguna fékk Katla góða tónlistarmenn til að skemmta gestunum. Örn Arnarson og Kirstín Erna Blöndal syngja mikið í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. 

„Þau komu syngjandi inn í fordrykkinn eins og Von Trapp-fjölskyldan og fluttu nokkur jólalög með gítarspili, hér voru votir hvarmar skal ég þér segja! Þau létu einnig alla fá kerti meðan við sungum kókakóla-lagið með íslenskum texta. Svo eftir borðhald og pakkaleik mætti engin önnur en Helga Möller, sem tryllti hópinn. Við sungum með jólalögunum og dönsuðum svo við diskópartí eins og Helgu einni er lagið en hún kenndi okkur að bömpa, þetta var algjört kast!“

Katla skreytti jólatréð fyrir boðið.
Katla skreytti jólatréð fyrir boðið. Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista

Hvað stóð upp úr á kvöldinu? 

„Án efa var það jólaandinn í aðdraganda kvöldsins. Ég er enn að átta mig á samkenndinni. Ég deildi öllum undirbúningi á instagramreikningnum @systurogmakar síðustu daga og ég á án gríns ekki orð yfir fólk! Á einum tímapunkti fattaði ég það til dæmis að mig vantaði jólaservíettur. Ég fékk boð frá allavega tíu manns um að þeir væru til í að skutla til mín og áður en ég náði að svara voru tvær sendingar mættar í hús. Stóra kransinn fékk ég lánaðan frá fylgjanda og það sem toppaði allt var gjöf sem beið mín hér fyrir utan hurðina daginn fyrir veisluna. Hér var geggjuð gömul skólataska, stór kassi af jólakonfekti frá Nóa-Síríusi, gömul dúkka (en ég safna þeim), gamalt jólaskraut og dásamlegt þriggja arma kerti í upprunalegum pakkningum frá um 1950. Allt var þetta skreytt greni og rauðum borðum og skemmst er frá því að segja að ég missti algjörlega kúlið og grenjaði af gleði! Já og ég fékk einnig boð frá einni um að hún vildi koma að þrífa hjá mér eftir veisluna en hún starfar sem sagt við það. Fólk er ótrúlegt og ef þetta er ekki sannur jólaandi þá veit ég ekki hvað! Ég er orðlaus,“ segir Katla.

Það er ekki hægt að halda jólaboð nema vera með svolítið af jólagjöfum. Í jólaboðinu hjá Kötlu komu allir með jólagjafir sem þær skiptust á. Hún segir að allir hafi skapað góða stemningu. 

„Þetta var algjört bras og mikið fjör, en svo allir fóru heim með eitthvað fallegt.“

Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Helga Möller.
Helga Möller. Ljósmynd/María Krista
Hulda Karlotta Kristjánsdóttir.
Hulda Karlotta Kristjánsdóttir. Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
Ljósmynd/María Krista
mbl.is