Binni Glee á slopp og inniskóm í miðbænum

Binni Glee í góðum fíling á Hverfisgötunni á náttslopp og …
Binni Glee í góðum fíling á Hverfisgötunni á náttslopp og inniskóm. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Binni Glee flutti til Reykjavíkur frá Akureyri fyrr í vor. Binni virðist vera búinn að koma sér vel fyrir í borginni og líka vel lífið í póstnúmeri 101. Binni birti mynd af sér í náttslopp og á inniskóm á Hverfisgötunni. 

Binni er fæddur og uppalinn á Akureyri en flutti til borgarinnar í apríl. Hann er hvað þekktastur fyrir að vera í raunveruleikaþáttunum Æði en frammistaða hans í annarri seríu hefur sérstaklega vakið athygli. 

Ásamt Binna í þáttunum eru raunveruleikastjörnurnar Patrekur Jamie og Bassi Maraj. Svo virðist sem tökur á þriðju seríunni standi yfir um þessar mundir ef marka má samfélagsmiðla þríeykisins. 

mbl.is