Birgitta Líf hélt partí á B5 í gær

Birgitta Líf Björnsdóttir stóð fyrir partí í gær.
Birgitta Líf Björnsdóttir stóð fyrir partí í gær. Samsett mynd

Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir hélt lítið einkasamkvæmi á skemmtistaðnum B5 í gærkvöldi. Var þetta eitt fyrsta einkapartíið sem haldið er á skemmtistaðnum sem Birgitta ætlar að endurreisa í sumar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var á meðal gesta og ræddi þar við ungt fólk um pólitíkina.

Áslaug sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en prófkjörið fer fram 4. og 5. júní.

Birgitta deildi myndbandi af partíinu á Instagram í gærkvöldi og endurbirti Áslaug það hjá sér og skrifaði við: „Gaman að fá boð að hitta ungt fólk og ræða pólitíkina.“

B5 við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur hefur verið einn vinsælasti skemmtistaður landsins undanfarin ár. Vegna heimsfaraldursins var honum lokað á síðasta ári og hefur ekki verið opnaður aftur. Greint var frá því í byrjun mánaðar að Birgitta Líf væri komin með lyklana að staðnum og stefndi að því að opna hann í sumar. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál