Kristján Einar sýknaður í Landsrétti

Kristján Einar Sigurbjörnsson hafði betur í Landsrétti.
Kristján Einar Sigurbjörnsson hafði betur í Landsrétti. Skjáskot/Instagram

Kristján Einar Sigurbjörnsson, kærasti söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur, var í dag sýknaður í Landsrétti. Kristján Einar hafði áður verið sakfelldur í héraðsdómi fyrir líkamsárás. Landsréttur telur héraðsdóm ekki hafa fært sönnun fyrir því að Kristján hafi gerst sekur um brotið og var honum ekki gerð frekari refsing.

Í héraðsdómi var Kristján einnig sakfelldur fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot sem hann játaði fyrir dómara. Kristján neitaði að hafa framið líkamsárás og áfrýjaði dómnum. 

Kristján opnaði sig um ákærurnar í desember á síðasta ári eftir að greint hafði verið frá því í fjölmiðlum að hann hefði hlotið dóm í desember árið 2019. Þar sagðist Kristján markvisst hafa unnið í sjálfum sér en ekki vera kominn á leiðarenda. Hann sagðist ekki hafa unað niðurstöðu dómsins og því áfrýjað honum. 

Kristján var ákærður árið 2019 fyrir líkamsárásina en átti hún að hafa átt sér stað árið 2016. Hann var ákærður fyrir að hafa hlaupið niður konu og ýtt henni þannig hún féll í götuna og handleggsbrotnaði. Kristján neitaði sök og sagði brotaþola hafa gengið í veg fyrir hann. Hann segist ekki hafa ýtt við konunni. Ennfremur sagði hann fyrir dómi að hann hafi verið að hlaupa á eftir þáverandi kærustu sinni eftir að hafa gert sér upp flogakast til að ná athygli hennar. Hann hefði verið ölvaður og ekki haft ásetning til að ráðast á brotaþola. 

Vitnisburður brotaþola gefur til kynna að brotaþoli hafi gengið í veg fyrir hann. „Nánar aðspurð lýsti brotaþoli því hvernig hún gekk í veg fyrir ákærða og gerði ráð fyrir að hann myndi hægja á sér eða stoppa. Sagði brotaþoli ákærða hafa sveigt frá sér en „ýtir með handleggnum í burtu“,“ segir í dómsúrskurði. 

Landsréttur telur því ekki hafið yfir vafa að Kristján hafi valdið meiðslum konunnar með ásetningi eða haft ásetning til líkamsárásar eins og kært var fyrir. Honum er því ekki gerð refsing og kröfu brotaþola vísað frá dómi. Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði og áfrýjunarkostnaður einnig. 

Dómur Landsréttar

Kristján Einar og Svala Björgvinsdóttir hafa verið í sambandi síðan …
Kristján Einar og Svala Björgvinsdóttir hafa verið í sambandi síðan í ágúst á síðasta ári. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál