Eva Ruza heimsótti Simma Vill í Mosó

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson skólaði skemmtikraftinn Evu Ruzu til í eldhúsinu heima hjá sér. Þar fór hann meðal annars yfir það hvernig skal elda hina fullkomnu sumarmáltíð. Simmi, eins og Sigmar er kallaður, fór létt með að töfra fram dýrindis máltíð. 

Eva hefur komið fram í fjölmiðlum og greint frá takmarkaðri færni sinni í eldhúsinu. Hún fylgdist áhugasöm með Simma sem virtist hafa lítið fyrir eldamennskunni. Hann býr greinilega yfir nokkrum góðum leyndarmálum sem létta lífið í eldhúsinu. Má þar nefna að nota tilbúinn kryddlög á grillsteikina og kaupa forsoðnar bökunarkartöflur. 

Eins og við var að búast var ekki langt í glensið, maturinn girnilegur og ógeðsdrykkurinn hvergi sjáanlegur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál