Sigmar flutti eftir að hafa lent í sóttkví í gömlu íbúðinni

Þjóðin þekkir Sigmar Vilhjálmsson sjónvarpsstjörnu sem nú er eigandi Barion, Hlöllabáta og Minigarðsins svo eitthvað sé nefnt. Fyrr á þessu ári flutti hann eftir að hafa lent í sóttkví í gömlu íbúðinni. Þegar þeir feðgar, Sigmar og synir hans, höfðu verið innilokaðir í tíu daga í íbúðinni komust þeir að því að hún var allt of smá fyrir stórmenni eins og þá. Fyrir valinu varð fallegt raðhús í Mosfellsbæ með einstöku útsýni til fjalla og út á sjó.

Áður en hann flutti inn í húsið ákvað hann að gera það að sínu, breytti eldhúsinu, málaði allt í hlýjum dökkum litum, lagaði rafmagnið og kom fyrir svo góðu hljómkerfi að þakið gæti rifnað af ef hann stillir hljóðið á hæsta styrk. Græni liturinn á veggjunum heitir Kastaníugrænn og kemur úr Slippfélaginu. 

Fyrir nokkrum árum skildu Sigmar og eiginkona hans til margra ára og nú er hann með syni sína þrjá viku og viku eins og flestir nútímaforeldrar í sömu sporum. Þótt hann kunni að njóta lífsins þá játar hann að það væri gott að eiga sálufélaga til að deila með sorgum og sigrum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál