Svala og Kristján héldu upp á sambandsafmælið

Kristján Einar Sigurbjörnsson og Svala Björgvinsdóttir eru búin að vera …
Kristján Einar Sigurbjörnsson og Svala Björgvinsdóttir eru búin að vera ástfangin í eitt ár. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson héldu upp á eins árs sambandsafmæli sitt með því að ganga á Helgafell í Hafnarfirði um helgina. Parið fór á sitt fyrsta stefnumót í göngu á Helgafell. 

Svala og Kristján Einar kynntust í ágúst á síðasta ári. Síðan þá hafa þau verið yfir sig ástfangin og í nóvember fengu þau sér samstæð húðflúr til að tjá ást sína enn frekar. Í desember fór Kristján svo á skeljarnar og bað hennar. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

mbl.is