10% þjóðarinnar lifa lífinu með vinstri

Hannes Óli Ágústsson er talsmaður örvhentra félagsins á Íslandi. Hann …
Hannes Óli Ágústsson er talsmaður örvhentra félagsins á Íslandi. Hann hvetur Íslendinga til að hætta að nota lýsingarorðið rétthentur. Ljósmynd/Aðsend

Í dag er alþjóðadagur örvhentra haldin hátíðlegur víðsvegar um heim en hann er ár hvert þann 13. ágúst. Fyrir 20 árum voru félagasamtök stofnuð í Reykjavík til stuðnings þeirra sem lifa lífinu með vinstri. Örvhenti leikarinn, Hannes Óli Ágústsson, er talsmaður samtakana og segir hann að það hafi orðið jákvæð þróun í málefnum örvhentra á þessum 20 árum en betur má ef duga skal.

Um 10% Íslendinga eru örvhentir. Sú tala á einnig við um allt mannkyn og eru hlutföllin svipuð milli kynjanna. Það að vera örvhentur er að beita vinstri hendinni frekar en þeirri hægri. Oft og tíðum upplifa örvhentir sig utangarðs í rétthentum heimi, en upplifun þeirra er að mörgu leyti frábrugðin hinu eðlilega lífi rétthentra. 

Örvhentir glíma við margvísleg vandamál sem 90% jarðarbúa kannast ekkert við. Má þar nefna vandamál sem tengjast skriffærum, skærum, þvottapokum, dósaopnurum og svo framvegis.

Fyrir nákvæmlega tuttugu árum síðan, þann 13. ágúst 2001, voru stofnuð félagasamtök á Íslandi með það að markmiði að styðja við baráttu örvhenta fyrir réttlátara samfélagi. Margir muna eflaust eftir því þegar fimm vaskir örvhentir drengir gengu fylktu liði niður Laugaveginn til að vekja athygli á stöðu örvhentra í rétthentu samfélagi.

 

Samkvæmt talsmanni samtakanna, Hannesi Óla Ágústssyni, er yfirlýst markmið félagsins að berjast fyrir vitundarvakningu í samfélaginu. „Rétthentur, hvaða bull orð er það, eru örvhentir þá ranghentir?“ Spyr Hannes Óli. 

Nú hefur samfélagið þroskast og þróast töluvert síðan um aldamótin. Í dag búum við í upplýstu samfélagi þar sem flestir jaðarhópar hafa sterka rödd og þörfum þeirra er að mestu sinnt. Blaðamanni mbl.is langar því að forvitnast hvort markmiðum félagasamtaka örvhentra hafi verð náð.

„Við erum ennþá að bíða eftir að vitundarvakningu, en við teljum að vitundarvakning hafi ekki ennþá átt sér stað að því markmiði sem við hefðum óskað. Því tel ég það þarft að við höldum áfram baráttu okkar og höldum nafni örvhentra á lofti. Hjartað er vinstra megin,“ segir Hannes Óli Ágústsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál