„Ég fékk eig­in­lega tvö bón­orð“

Elín Anna og Sigurberg giftu sig í Lágafellskirkju í lok …
Elín Anna og Sigurberg giftu sig í Lágafellskirkju í lok ágúst. Ljósmynd/íris Stefánsdóttir

Elín Anna Gísla­dótt­ir, fram­bjóðandi Viðreisn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi, og Sig­ur­berg Guðbrandsson kynnt­ust eins og svo mörg ís­lensk pör, á bar í Reykja­vík. Á tíu ára sam­bandsaf­mæl­inu tóku þau ákvörðun um að gifta sig en brúðkaupið fór fram í lok ág­úst í miðri kosn­inga­bar­áttu.

Elín seg­ir að þau hafi ákveðið að gifta sig með eins og hálfs árs fyr­ir­vara en þegar þau settu stefn­una á sum­arið 2021 var kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn ekki byrjaður. „Þetta slapp, þó það hafi kannski staðið tæpt,“ seg­ir Elín Anna. „Það var aðeins meira af afboðunum. Amma mín lenti í sótt­kví kort­er í brúðkaup en þetta hófst.”

„Við átt­um tíu ára sam­bandsaf­mæli í fyrra. Við fór­um á hót­el og fögnuðum því. Maður­inn minn keypti hring og háls­men handa mér. Við vor­um á leiðinni út að borða, ég fór í sturtu og hann skrapp á bar­inn niðri. Þegar ég kem úr sturt­unni þá ligg­ur þetta svona á borðinu frammi,” seg­ir Elín Anna sem hugsaði með sér hvort hann væri að biðja sín. „Svo kem­ur hann upp og er eitthvað tvístígandi þarna. Ég er bara bíddu er þetta bón­orð. Já ef þú vilt það seg­ir hann voða vand­ræðal­eg­ur. Við ákváðum í fram­hald­inu af því að gifta okk­ur.“

Hjónin fóru í myndatöku á brúðkaupsdaginn.
Hjónin fóru í myndatöku á brúðkaupsdaginn. Ljósmynd/Íris Stefánsdóttir

Sigurberg átti eft­ir að koma unn­ustu sinni á óvart aðeins nokkr­um dög­um fyr­ir brúðkaupið þeirra í lok ág­úst með al­menni­legu bón­orði. „Þegar við fór­um og hitt­um prest­inn í und­ir­bún­ingn­um sagði ég prest­in­um þessa sögu. Hann varð svo svaðal­ega vand­ræðal­eg­ur yfir þessu öllu að þrem­ur dög­um fyr­ir brúðkaupið bað hann mín form­lega. Keypti nýj­an hring og fór á skelj­arn­ar. Hon­um fannst svo ekki ganga að hann hefði ekki gert þetta al­menni­lega. Þannig ég fékk eig­in­lega tvö bón­orð,” seg­ir Elín Anna mjög ánægð með nýbakaðan eig­in­mann sinn.

Elín Anna og Sigurberg tóku sér frí viku fyr­ir brúðkaupið til þess að und­ir­búa allt. Á meðan voru þau í hálf­gerðri einangrun til þess að forðast smit og sótt­kví. Þau giftu sig síðan 28. ág­úst í Lága­fells­kirkju í Mos­fells­bæ þar sem þau búa. Veisl­an fór hins veg­ar fram í Hauka­heim­il­inu að Ásvöll­um þar sem Sigurberg er Hafn­f­irðing­ur. „Við skipt­um þessu bróður­lega á milli okk­ar. Það var al­veg fyrirfram ákveðið. Strax í upphafi áður en við ákváðum nokkuð annað vorum við staðráðin í því að veisl­an yrði á öðrum staðnum og brúðkaupið á hinum.“

Eftir mikið stress og skipulag náðu þau Elín Anna og …
Eftir mikið stress og skipulag náðu þau Elín Anna og Sigurberg að njóta dagsins í botn. Ljósmynd/íris Stefánsdóttir

Brúðkaupið breytti ekki miklu fyr­ir utan praktísku hliðina en Elín Anna og Sigurberg eiga tvö börn sam­an. Hún seg­ir að hún finni til ör­ygg­is nú þegar þau eru hjón. Svo er bara svo miklu skemmtilegra að tala um manninn sinn en ekki kærastann.

Elín Anna seg­ir að það hafi helst staðið upp úr að brúðkaupið skyldi hafa orðið að veruleika. „Það er ekk­ert rosa­lega skyn­sam­legt að gifta sig í miðri kosn­inga­bar­áttu. Það tók heil­mikla skipu­lags­hæfi­leika og þol­in­mæði að púsla þessu öllu sam­an. Í miðri kosn­inga­bar­áttu og í miðju covid. Ég var svo hrædd um að vera send í sótt­kví að ég þorði varla út í búð. En svo stendur líka uppúr gleðin þennan dag. Ég held að þetta séu skemmti­leg­ustu veisl­ur sem maður fer í, brúðkaups­veisl­ur. Það eru all­ir svo ham­ingju­sam­ir. Veisl­an með vin­um og fjöl­skyldu var frábær og fullkomnaði annars frábæran dag.

Elín Anna kynntist eiginmanni sínum árið 2010.
Elín Anna kynntist eiginmanni sínum árið 2010. Ljósmynd/íris Stefánsdóttir

„Ég þarf alltaf að hafa nóg að gera,” seg­ir Elín Anna að lok­um sem von­ast til þess að kom­ast á þing en hún skip­ar þriðja sæti Viðreisn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Ef hún fengi að breyta ein­hverju við brúðkaupið hefði hún viljað drífa sig strax í brúðkaups­ferð. Brúðkaups­ferð til fram­andi áfangastaðar verður hins veg­ar að bíð í ljósi kosn­inga­bar­áttu og heims­far­ald­urs.

Allt gekk upp á brúðkaupsdaginn.
Allt gekk upp á brúðkaupsdaginn. Ljósmynd/íris Stefánsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál