Instagram: Brúðkaup, bóndadagur og handbolti

Það var margt um að vera á Instagram í vikunni.
Það var margt um að vera á Instagram í vikunni. Samsett mynd

Það var nóg um að vera á Instagram liðna vikuna. Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur, giftist Markusi sínum í Þýskalandi þar sem hún er búsett. Á föstudag var bóndadagurinn og gerðu margar vel við bændur sína í mat og drykk. Margir fögnuðu með strákunum okkar í handboltaliðinu sem hafa staðið sig eins og hetjur. 

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir birti glansmynd af sjálfri sér en tók fram að þegar hún birti myndina væri hún ómáluð og útgrátin og heimilið væri á rúi og stúi. 

Verkfræðingurinn og áhrifavaldurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir giftist sínum besta vini og átti góðan dag í faðmi vina og fjölskyldu. 

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

Áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir er mætt í austurrísku alpana í góðra vina hópi. 

Leikkonan Kristín Pétursdóttir er sömuleiðis mætt út og var kát í kláfnum á leið upp brekkurnar.

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir bað fylgjendur um aðstoð að velja mynd af sér.

Arkitektinn Hildur Gunnlaugsdóttir er alltaf að breyta og bæta eins og flestir landsmenn. Hér má sjá hvernig hún setti upp nokkur pappaljós en útkoman er stórbrotin. 

Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía er stödd í París þar sem hún nýtur sín í borg ástarinnar ásamt unnustu sinni. 

Einkaþjálfarinn og matargúrúinn, Yesmine Olsson, er stödd í ölpunum ásamt eiginmanni sínum, Adda Fannari, sem er í hljómsveitinni Skítamóral sem eitt sinn var heitasta band Íslands. 

View this post on Instagram

A post shared by Yesmine Olsson (@yesmineo)

Kamilla Ívarsdóttir upplýsti fylgjendur sína á Instagram að hún elskaði bjór! 

Glansdrottningin Eva Ruza skemmti fólki í bláum pallíettukjól og sagði frá því á Instagram að það væri fyrsti í glimmeri. Glimmer-dagarnir eiga pottþétt eftir að verða fleiri en einn á þessu ári.  

View this post on Instagram

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)

Áhrifavaldurinn Tanja Ýr var stödd á Íslandi en er nú farin aftur út í heim. Hún rúntaði um í snjóbyl og naut heita vatnsins eins og sést á Instagram. 

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði sigri Íslands gegn Frakklandi á laugardagskvöld.

Dansarinn Ástrós Traustadóttir klæddist svörtu.

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir tilkynnti um stórar breytingar í lífi hennar. Hún ætlar að keppa í liðakeppninni á Heimsleikunum í Crossfit á þessu ári en hingað til hefur hún átt góðu gengi að fagna í einstaklingskeppninni.

Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir var í þorraham.

View this post on Instagram

A post shared by DÍSA (@thordisbjork)

Stjörnukírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason birti gamla mynd af sér og Línu Birgittu Sigurðardóttur í París.

Vonarstjarna Íslands, Viktor Gísli Hallgrímsson, var glaður eftir leik Íslands gegn Frakklandi á laugardagskvöld. Síðan þá hefur Viktor raðað inn fylgjendum á samfélagsmiðlinum og nokkur þúsund fylgjenda bæst við. 

Elín María Björnsdóttir varð þekkt á Íslandi þegar hún var með brúðkaupsþáttinn Já sem sýndur var á Skjá Einum. Hún fagnaði bóndadeginum með ástinni sinni. 

View this post on Instagram

A post shared by Ella (@ellabjorns)

Söngvarinn Friðrik Ómar er staddur í Póllandi þar sem hann hreinsar líkama og sál.  

View this post on Instagram

A post shared by Friðrik Ómar (@fromarinn)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál