Simmi löngu búinn að skipuleggja felustaði páskaeggjanna

Sigmar Vilhjálmsson eldar hrygg um páskana.
Sigmar Vilhjálmsson eldar hrygg um páskana.

Sjónvarps- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eða Simmi Vill eins og landsmenn þekkja hann, nýtur þess að verja páskafríinu með fjölskyldunni í rólegheitum og elda góðan mat. Hann segir frá sínum páskahefðum í páskablaði Nettó. 

Simmi segir engar sérstakar hefðir hafa myndast hjá fjölskyldunni um páskana, aðrar en fjölskylduboð og páskaeggjaleit.

„Páskaeggjaleitin varð nú bara til í seinni tíð og eftir því sem synirnir verða eldri, því erfiðari felustaðir eru fundnir. Ég er alveg búinn að skipuleggja felustaði þessa árs og hlakka til að sjá hvernig þeir munu leysa verkefnið!“  

Það er misjafnt hvernig fjölskyldan nýtir frítímann um páskana.

„Eins og oft hér á landi þá þarf að haga seglum eftir vindi – eða veðri. Páskarnir einkennast þó alltaf af góðum mat, göngutúrum og spilum.“ Páskalambið tilheyrir um páskana og Simmi ætlar að deila girnilegri uppskrift að lambahrygg með lesendum.

Lambahryggur með hvítlauk

Fyrir 6-8

Lambahryggur (um 3 kg)

Salt og/eða annað krydd að eigin vali

1 msk. ólífuolía

1 eða fleiri hvítlaukar

300-600 ml vatn

„Hitið ofninn í 150°C. Byrjið á að skera lundirnar, sem eru undir hryggnum, frá og setja til hliðar. Þær er gott að geyma í aðra máltíð eða léttsteikja á pönnu og nota sem „kokka-kropp“ yfir sósugerðinni. Þurrkið af hryggnum með rakri tusku og berið síðan á hann olíu. Notið hníf til að stinga göt á hrygginn og setjið heila hvítlauksgeira ofan í. Magnið er smekksatriði. Kryddið vel með salti og/eða öðru kryddi. Saltið gerir skorpuna sérstaklega stökka.

Setjið hrygginn í stóran steikarpott með botnfylli af vatni. Leyfið hryggnum að malla í ofninum í u.þ.b. eina klukkustund fyrir hvert kíló (eða þar til hann hefur náð kjarnhitanum 60-65°C). Hækkið hitann í 200°C eða setjið á grillstillingu (200°C) og takið lokið af pottinum. Fylgist vel með skorpunni og takið hrygginn út þegar hún er orðin stökk (það tekur um 15 mínútur).

Látið hrygginn standa í að minnsta kosti 15 mínútur áður en hann er skorinn. Það er mjög mikilvægt að leyfa öllu kjöti að jafna sig eftir eldun.

Meðlætið með þessu má vera klassískar, brúnaðar kartöflur, baunir og rauðkál og sveppasósa.

Einnig er gott að skera sætar kartöflur niður í tenginga og setja í eldfast mót með olíu. Kryddið þær með salti, pipar, hvítlauk og timjan og steikið í ofni í 30-35 mínútur við 200°C.

Annað meðlæti sem er gott með hryggnum er léttsteiktur, heill aspas, smjörsteiktir perlulaukar og baunaspírur. Best er að sjóða spírurnar í söltu vatni ásamt aspasinum í tvær mínútur til að fá fram græna litinn og smjörsteikja síðan allt saman og salta.

Annars er klassíska útgáfan alltaf heimilislegust,“ segir Simmi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál