Ástin sveif yfir vötnum í kosningunum

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og Milla Ósk Magnúsdóttir, eiginkona hans …
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og Milla Ósk Magnúsdóttir, eiginkona hans fögnuðu vel. mbl.is/ Eggert Jóhannesson

Ástin sveif yfir vötnum á kjörstöðum og kosningavökum um helgina. Það hefur ekki síður reynt á maka stjórnmálafólks á undanförnum vikum en stjórnmálafólkið sjálft. Betri helmingar margra voru í stuði langt fram á nótt. 

Á kosningavöku Framsóknarflokksins smellti Milla Ósk Magnúsdóttir kossi á sinn mann, Einar Þorsteinsson. Á sömu vöku hélt Magnús Óskar Hafsteinsson þétt utan um eiginkonu sína, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins. 

Magnús Óskar Hafsteinsson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir í faðmlögum.
Magnús Óskar Hafsteinsson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir í faðmlögum. Eggert Jóhannesson

Jón Skaftason, eiginmaður Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, stóð þétt við hlið konu sinnar. 

Hildur Björnsdóttir og Jón Skaftason eru samhent hjón.
Hildur Björnsdóttir og Jón Skaftason eru samhent hjón. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arna Dögg Einarsdóttir, eiginkona Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra í Reykjavík, vakti fram á nótt með sínum manni. 

Það var stuð í Iðnó hjá þeim Örnu Dögg Einarsdóttur …
Það var stuð í Iðnó hjá þeim Örnu Dögg Einarsdóttur og Degi B. Eggertssyni. Þau eru hér fyrir miðju við borðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Líf Magneudóttir mætti hress og kát á kjörstað ásamt sambýlismanni sínum, Snorra Stefánssyni. Það var bjart yfir þeim og Snorri nokkuð léttklæddur. 

Líf Magneudóttir ásamt sambýlismanni sínum Snorra Stefánssyni.
Líf Magneudóttir ásamt sambýlismanni sínum Snorra Stefánssyni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hin nýbakaða móðir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, mætti á kjörstað ásamt sambýlismanni sínum, Sævari Ólafssyni og ungum syni þeirra. 

Sveitarstjórnarkosningar 2022. Dóra Björt Guðjónsdóttir kýs.
Sveitarstjórnarkosningar 2022. Dóra Björt Guðjónsdóttir kýs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í Vestmannaeyjum studdi Hildur Hilmarsdóttir eiginmann sinn, Pál Magnússon. Alþingismaðurinn fyrrverandi náði kjöri sem fulltrúi framboðsins Fyrir Heimaey. 

Hildur Hilmarsdóttir og Páll Magnússon.
Hildur Hilmarsdóttir og Páll Magnússon. Ljósmynd/Aðsend 

mbl.is