Giftust loksins eftir 14 ára trúlofun

Katrín Bessadóttir og Helgi Seljan eru nú hjón.
Katrín Bessadóttir og Helgi Seljan eru nú hjón.

Katrín Rut Bessadóttir verkefnastjóri í Háskólanum í Reykjavík og Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Stundarinnar eru nú hjón. Parið lét pússa sig saman hjá Sýslumanni og fögnuðu svo með vinum og fjölskyldu. 

Parið var búið að vera trúlofað í 5150 daga, eða rúmlega 14 ár, þegar þau létu loksins verða af því að verða alvöru hjón. Þau eru þó búin að vera töluvert lengur á föstu en í 14 ár. 

Ástin leiddi þau saman í gegnum blaðamennsku en um tíma unnu þau bæði á DV. Síðan þá hafa þau unnið fjölmörg störf, eignast þrjú börn, keypt og selt íbúðir og farið í gegnum lífið saman. 

Smartland greindi frá því árið 2013 að Helgi Seljan hefði gift sig. Tekið skal fram að ekki var um alvöru brúðkaup að ræða heldur gjörning á tískusýningu Kormáks og Skjaldar. Þar var Ragnar Kjartansson listamaður í hlutverki Sýslumannsins og þótti þessi gjörningur sniðugur og fyndinn eins og sjá má í myndskeiði hér fyrir neðan. Það var Ellý Ármannsdóttir sem tók upp þetta myndband á tískusýningunni. 

Smartland óskar hjónunum til hamingju með giftinguna! 

Helgi Seljan og Katrín Rut Bessadóttir. Myndin var tekin 2014.
Helgi Seljan og Katrín Rut Bessadóttir. Myndin var tekin 2014. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál