Hannes er kominn á fast

Hannes Steindórsson löggiltur fasteignasali hjá Fasteignasölunni Lind og bæjarfulltrúi í …
Hannes Steindórsson löggiltur fasteignasali hjá Fasteignasölunni Lind og bæjarfulltrúi í Garðabæ er kominn á fast.

Hannes Steindórsson einn af eigendum fasteignasölunnar Lind og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er kominn á fast. Sú heppna heitir Lovísa Anna Pálmadóttir og rekur fyrirtækið Kvartz sem er markaðsstofa sem aðstoðar fyrirtæki við að koma sér á framfæri. 

Parið hnaut um hvort annað í fyrr á þessu ári og hefur notið lífsins saman þótt það hafi ekki verið í beinni útsendingu á félagsmiðlum. Nú er Hannes hinsvegar búinn að svipta hulunni af Lovísu sinni og birti af þeim nokkrar myndir á Instagram. Parið fór til Capri til að samfagna ástinni með góðum vinum sem gengu í hjónaband í vikunni. 

Parið er kraftmikið og duglegt og veit að lífið getur farið upp um hóla og hæðir. Hannes er harður AA maður og hafði verið allsgáður frá 2009 þegar hann féll í sumar. Hann greindi frá því á Facebook-síðu sinni til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Fólk sem er og hefur verið í sömu stöðu og Hannes veit að bakkus er harður húsbóndi. Það veit líka að þá skiptir miklu máli að hafa einhvern sér við hlið sem stendur með, dæmir ekki og er til staðar. 

Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með ástina og lífið! 

Lovísa Anna Pálmadóttir og Hannes Steindórsson eru glæsilegt par.
Lovísa Anna Pálmadóttir og Hannes Steindórsson eru glæsilegt par. Ljósmynd/Instagram
mbl.is
Loka