Árni Oddur og Kristrún eru nýtt par

Árni Oddur Þórðarson og Kristín Auður Viðarsdóttir eru nýtt par.
Árni Oddur Þórðarson og Kristín Auður Viðarsdóttir eru nýtt par. Samsett mynd

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og Kristrún Auður Viðarsdóttir, fjárfestingastjóri hjá Íslandssjóðum, eru nýtt par. Samkvæmt heimildum Smartlands hefur parið verið að stinga saman nefjum síðan í haust.

Árni Oddur bjó áður með Eyrúnu Lind Magnúsdóttur en líkt og Smartland greindi frá í september á síðasta ári luku þau sambúð sinni. Festi hún kaup á húsi við Ásvallagötu en Árni Oddur býr við Sólvallagötu. 

Árni Oddur hefur verið forstjóri Marels í á tíunda ár. Kristrún Auður hefur á síðustu árum komið víða við í viðskiptaheiminum en hún er með meistaragráðu í upplýsingakerfum og MBA-gráðu.

Smartland óskar þeim til hamingju með nýja ráðahaginn!

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál