Ástráður smellti kossi á Heimi

Heimir Már Pétursson og Ástráður Haraldsson í Karphúsinu nú í …
Heimir Már Pétursson og Ástráður Haraldsson í Karphúsinu nú í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, rak Heimi Má Péturssyni, fréttamanni Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, rembingskoss í Karphúsinu nú í morgun rétt eftir að hann hafði lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar. 

Andrúmsloftið var spennuþrungið þegar Ástráður tilkynnti um miðlunartillögu sína á blaðamannafundinum sem og að vinnustöðvunum yrði frestað. 

Sverðin slíðruð

Segja má að vendingar hafi orðið í kjaradeilu SA og Eflingar í síðustu viku þegar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, samþykktu að slíðra sverðin og taka upp þráðinn í viðræðunum í Pallborði Vísis sem Heimir Már stýrði.

Ástráður sýndi Heimi þakklæti sitt í verki í Karphúsinu í morgun og fangaði ljósmyndari mbl.is, Eggert Jóhannesson, augnablikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál