Alma Geirdal opnar fataskápinn

Alma Geirdal.
Alma Geirdal. mbl.is/Styrmir Kári

Alma Geirdal, verslunarstjóri í Oasis í Smáralind, er mikið fyrir fylgihluti og finnst fallegt að nota skargripi og klúta við einfaldan klæðnað, sér í lagi þegar hún vill punta sig. Aðspurð hvort það séu einhver tískuslys í fataskápnum hennar segir hún svo ekki vera.

„Eins og er eru engin söguleg tískuslys í skápnum mínum. Ég rótera í skápnum eins oft og hugsast getur. Ég gef það sem ég nota ekki og passa mig á að eiga engin föt sem eru of lítil, þannig að tískuslysin eru ekki lengi til staðar,“ segir Alma Geirdal.

Hvaða föt myndir þú taka með þér á eyðieyju? „Ég færi með „mömmudressið“ eins og ég kalla það.“

Uppáhaldsflíkin? „Það er bleikur biker-jakki úr Oasis. Ég er þeirrar skoðunar að hver kona þurfi að eiga biker-jakka, enda passa þeir við allt og lifa að eilífu.“

Í hvað myndir þú aldrei fara?
„Ég færi aldrei í flíspeysu. Mér þykir efnið erfitt og svo eyðileggur það allan píuskap.“

Uppáhaldshönnuður? „Andrea.“

Tískufyrirmynd? „Ég spái nú ekki mikið í það, en ef ég velti því fyrir mér þá finnst mér alltaf gaman að fylgjast með Lönu Del Ray. Og svo finnst mér margir íslenskir hönnuðir til fyrirmyndar.“

Hvað eyðir þú miklu í föt á mánuði? „Ég eyði ekki miklu í föt, alls ekki.“

Besta bjútíráðið: „Dekraðu við þig eins og drottningu, klæddu þig eins og bestu vinkonu þína og kíktu oft í spegil.“

Alma með krummahálsmen frá Kristu, í leðurjakka frá Oasis og …
Alma með krummahálsmen frá Kristu, í leðurjakka frá Oasis og í kjól sem keyptur var erlendis. mbl.is/Styrmir Kári
"STELLU klútur frá Andreu sem hefur mikið tilfinningalegt gildi í minni fjölskyldu. Hann var hannaður af Andreu í nafni fjölskyldumeðlims sem dó of ung úr krabba. Við eigum allar svona mæðgurnar." mbl.is/Styrmir Kári
"Gallaskyrta úr Oasis, hver kona þarf að eiga slíka," segir Alma. mbl.is/Styrmir Kári
Pallíettujakki úr H&M.
Pallíettujakki úr H&M. mbl.is/Styrmir Kári
Klútur frá Farmers Market.
Klútur frá Farmers Market. mbl.is/Styrmir Kári
Buxurnar eru úr Oasis. Þær eru með vaxáferð.
Buxurnar eru úr Oasis. Þær eru með vaxáferð. mbl.is/Styrmir Kári
Bolur úr Oasis.
Bolur úr Oasis. mbl.is/Styrmir Kári
Sparikjóll úr Oasis.
Sparikjóll úr Oasis. mbl.is/Styrmir Kári
Uppáhaldsskartið.
Uppáhaldsskartið. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál