7 ótrúlegar megrunaraðferðir

Punkta rörtengið. Auglýsingin var birt árið 1950 og samkvæmt heimildum …
Punkta rörtengið. Auglýsingin var birt árið 1950 og samkvæmt heimildum Milwaukee Sentinel, höfðu þúsundir misst mörg kíló með því að nota græjuna sem var sögð brjóta niður fituvefi. Ljósmynd/Milwaukee Sentinel

Allt frá því að farið var að mæla fegurð í kílóum hafa konur lagt ýmislegt á sig til þess að losna við einhver kíló.

Á síðustu mánuðum má til dæmis nefna að leikkonan Jessica Alba gekk í lífstykki í þrjá mánuði samfleytt eftir barnsburð til þess að komast í sitt upprunalega form og lýtalæknir í Beverly Hills sagði frá því að kúnnar hans borguðu honum 226 þúsund krónur fyrir að sauma net í tunguna á sér sem neyðir þá til þess að vera á fljótandi fæði.

Það er þó ekkert nýtt að konur leggi mikið á sig til þess að grennast og eru furðulegar megrunaraðferðir ekki nýjar af nálinni og konur hafa alltaf verið ginnkeyptar fyrir nýjum megrunaraðferðum, samkvæmt heimildum Huffington Post.

Hér eru sjö ótrúlegar megrunaraðferðir sem konur hafa prófað í gegnum tíðina.

Undra gufubuxurnar. Það sem bjó að baki þessu tæki var …
Undra gufubuxurnar. Það sem bjó að baki þessu tæki var að þú neyddist til þess að svitna, og með því varstu að minnka ummálið um þig miðja. Ljósmynd/Retraunaut
Megrunarsnyrtistofur. Í kringum 1940 fóru konur á megrunarsnyrtistofur til þess …
Megrunarsnyrtistofur. Í kringum 1940 fóru konur á megrunarsnyrtistofur til þess að minnka ummálið í þessari hræðilegu vél. Ljósmynd/Alfred Eisenstaedt/Getty Images
Ökklahringurinn. Konur hafa verið með ökklanna á sér á heilanum …
Ökklahringurinn. Konur hafa verið með ökklanna á sér á heilanum í áratugi greinilega og átti ökklahringurinn að minnka fituna í kringum ökklanna auk þess sem hægt var að fá einhverjar tuskur til að strekkja utan um sig. Ljósmynd/Huffington Post
Titrarabeltið. Átti að snarminnka ummálið í hringum mjaðmirnar og lærin.
Titrarabeltið. Átti að snarminnka ummálið í hringum mjaðmirnar og lærin. Ljósmynd/H F Davis/Getty Images
Grennandi sápur. Í kringum 1920 voru grennandi sápur auglýstar, sem …
Grennandi sápur. Í kringum 1920 voru grennandi sápur auglýstar, sem áttu á undraverðan hátt að þvo í burt fituna. Ljósmynd/La-Mar
Mjónu tónlist. Ekki er alveg vitað hvernig þessi plata átti …
Mjónu tónlist. Ekki er alveg vitað hvernig þessi plata átti að grenna konur en það er spurning hvort að tónlistin hafi átt að heilaþvo þann sem hlustaði. Ljósmynd/Wallace Institute
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál