Á allt of mikið af snyrtivörum

Svala hefur gaman að því að farða sig fallega.
Svala hefur gaman að því að farða sig fallega.

Tónlistarkonan Svala Björgvins er þekkt fyrir líflegan stíl og litríka förðun. Það er því ekki úr vegi að fá að forvitnast aðeins um förðunarrútínuna hennar. 

„Ég trúi því að góður svefn geti gert kraftaverk fyrir útlitið, húðina og hárið. Ég hef alltaf verið frekar ströng á það að fá góðan svefn, sem getur reyndar oft verið mjög erfitt í minni vinnu. Sérstaklega þegar ég hef verið á tónleikaferðalögum og í löngum vinnutörnum. Ég drekk ekki áfengi og það hefur mikið að segja varðandi útlit og sérstaklega þegar maður eldist. Ég fer rosa mikið í sánu, en ég var alin upp við að fara í sánu með ömmu og afa og mömmu minni. Ég hef verið búsett í Los Angeles í átta ár og fer þá í kóreskt spa því þar eru sánur eins og á Íslandi. Svokallaðar þurrgufur sem mér finnst alveg geggjaðar fyrir húð og hár. Ef ég kemst ekki í sánu fer ég í andlitsbað. Þá sýð ég vatn í potti, set handklæði yfir hausinn og læt gufuna leika um andlitið í allavega 15-20 mínútur,“ segir Svala aðspurð hvað hún geri til að líta vel út.

„Ég sef aldrei með farða á andlitinu, er dugleg að nota andlitskrem og trúi því að ef maður haldi miklum raka í húðinni haldi maður henni góðri. Svo er auðvitað líka mikilvægt að borða rétt og drekka mikið vatn. Ég er samt alls ekki dugleg að drekka vatn og er ein af þeim sem drekka rosa mikið gos. Ég er að reyna að minnka það. Hér í LA skín sólin allan ársins hring og það er því mikilvægt að vera með sólarvörn alla daga og hatt. Sólin hérna er rosalega sterk og ég fer aldrei í sólbað á andliti. Ef ég fer á ströndina læt ég bara skína aðeins á lappirnar. Annars væri ég orðin eins og sveskja í framan.“

Hér er augnmálningin áberandi.
Hér er augnmálningin áberandi.

Svala segist mála sig lítið dagsdaglega, enda sé hún yfirleitt mikið máluð þegar hún kemur fram.

„Dagsdaglega nota ég bara smá BB-krem, púður, maskara og gloss. Ég er yfirleitt svo mikið máluð í myndatökum, á tónleikum og myndböndum að ég vil ekki vera mikið förðuð ef ég þarf þess ekki. Mér finnst samt rosa gaman að snyrtivörum og að vera alls konar máluð. Finnst það mjög skemmtilegt og skapandi ferli,“ segir Svala og bætir því við að púður og maskari séu förðunarvörur sem hún gæti ekki verið án. En hvernig er förðuninni háttað fyrir fínni tilefni?

„Ef ég er að fara á einhverja viðburði, eða út á lífið, mála ég mig aðeins meira. Þá skelli ég á smá gerviaugnhárum, set eyeliner, smá kinnalit og bronzer. Förðunin fer svolítið eftir fötunum hverju sinni og því hvert ég er að fara,“ segir Svala, sem játar að tónleika- og myndbandsförðun sé síðan sérkapítuli út af fyrir sig.

„Ég vinn alltaf með förðunarfræðingum og hárgreiðslufólki þegar ég er á tónleikum, í myndböndum, myndatökum eða sjónvarpi. Þá fara alveg þrír tímar í hár og förðun, en ég er aldrei eins förðuð þegar ég kem fram. Á tónleikaferðalögum sé ég yfirleitt um mína eigin förðun en stundum þekki ég einhvern í viðkomandi borg sem farðar mig. Ég hef verið þekkt fyrir að vera með mjög sérstaka förðun, hárgreiðslu og hárkollur þegar ég kem fram.“

Maskarinn frá Make Up Forever er í uppáhaldi.
Maskarinn frá Make Up Forever er í uppáhaldi.

Svala játar að hún eigi allt of mikið af snyrtivörum, enda fái hún þær gjarnan að gjöf.

„Ég er heppin að þurfa ekki mikið að kaupa mér snyrtivörur. Ég fékk fullt af geggjuðum vörum frá Makeup Forever um daginn og elska þær. Fékk besta maskara í heimi sem heitir Smoky Extravagant og fékk svo HD Ultra-meikið sem er algerlega tryllt og sjúklega fallegt þegar maður er í sjónvarpi eða í myndböndum. Gerir einhverja töfra við húðina þegar maður er fyrir framan myndavélar. Ég á í raun alltof mikið af snyrtivörum og var að gefa vinkonu minni fullt um daginn til að minnka aðeins við mig. Þetta er í töskum úti um allt hús,“ segir Svala. Hún á þó ekki mikið af ilmvötnum enda segist hún einungis notast við náttúrulegar ilmolíur en þá sé Pikaki-olían í uppáhaldi. En hvert skyldi besta förðunarráðið vera að hennar mati?

„Contour- og highligthing-brellan virkar alltaf. Þá undirstrikar maður það sem maður hefur, en það virkar stundum eins og photoshop. Það þarf að gera það varlega og vel og alls ekki of mikið. Allt er gott í hófi. Ég er heppin að hafa unnið með snillingum og listamönnum þegar kemur að hári og förðun og ég hef lært ótrúleg trix. Svo er líka alltaf mikilvægt að elska sjálfan sig og vera sáttur við sig. Það gerir alla fallega því við erum öll falleg á okkar hátt.“

Kíkt í snyrtibudduna hjá Svölu Björgvins.
Kíkt í snyrtibudduna hjá Svölu Björgvins.

Sveinbjörg Birna selur húsið

Í gær, 15:00 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974. Meira »

Sex ára með 180 þúsund króna tösku

Í gær, 12:00 Blue Ivy dóttir Beyoncé og Jay-Z er sex ára og gengur um með tösku frá Lous Vuitton og í leðurjakka frá Givenchy.   Meira »

Í stærð 16 og hamingjusöm

Í gær, 09:00 Hunter McGrady sat fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. McGrady sem er stærri en flestar hinar stelpurnar í blaðinu leið ömurlega í stærð tvö. Meira »

Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?

Í gær, 06:00 Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar. Meira »

Sex sambandsráð Kristen Bell

í fyrradag Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shapard eru hamingjusamlega gift og fara reglulega í hjónabandsráðgjöf. Bell kann því nokkur ráð þegar kemur að því að láta sambönd ganga upp. Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

í fyrradag Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

í fyrradag Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

í fyrradag Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

í fyrradag „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

í fyrradag Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

18.2. Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

18.2. Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »

Eru lambhúshettur töff?

18.2. Góðar fréttir fyrir Íslendinga berast af tískupöllunum í New York. Lambhúshetta er ekki lengur bara fyrir leikskólabörn með hor niður á höku. Meira »

Prjónaði peysur á forsetahjónin

18.2. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sést oftar en ekki í fallegri lopapeysu. Kennarinn Ágústa Jónsdóttir prjónaði peysuna og segir uppskriftina einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Meira »

Bill Gates hefur sína veikleika í starfi

17.2. Bill Gates var lengi vel ríkasti maður í heimi. Hann er þó ekki fullkomnari en hver annar og er ekki jafnvígur á öllum sviðum. Meira »

Lovísa fann ástina á Tinder

17.2. Lovísa Kelly var búin að kaupa flugmiða aðra leið heim til Íslands frá Kanada þegar hún hitti Joseph Kelly á Tinder. Lovísa er ekki enn farin til Íslands enda er hún núna gift kona í Kanada. Meira »

Passar skammtastærðirnar og forðast sól

18.2. Fyrirsætan Maye Musk er ekki bara móðir Elon Musk heldur líka næringarfræðingur sem skrifaði undir fyrirsætusamning 68 ára við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi. Meira »

Lífstíðaruppsögn vegna kynferðisofbeldis?

18.2. Þeir sem verða fyrir ofbeldi á vinnustað, og má þar þá líka nefna einelti sem eitt form af ofbeldi á vinnustað, veigra sér við að tilkynna slíkt með formlegum hætti, m.a. af hræðslu við hvað bíður þeirra í kjölfarið. Það er í sjálfu sér alveg skiljanlegt þó svo að það sé ekki í lagi. Meira »

Pör sem rífast eru hamingjusamari

17.2. Rifrildi eru ekki endilega merki um að sambandið sé ekki nógu sterkt. Pör sem rífast á áhrifaríkan hátt eru sögð vera tíu sinnum líklegri til þess að vera í hamingjusömu sambandi en þau pör sem takast ekki á við vandamálin. Meira »

Vildi ekki gráta út af farðanum

17.2. Snjóbrettastelpan Chloe Kim reyndi að halda aftur af tárunum þegar hún vann til verðlauna í Pyeongchang vegna farða. Kim er ekki sú eina sem hefur átt í vandræðum með farðann á Vetrarólympíuleikunum. Meira »