Tískuglósur í tölvupósti frá eiginmanninum

Kim Kardashian var með stór sólgleraugu þegar hún heimsótti Ísland …
Kim Kardashian var með stór sólgleraugu þegar hún heimsótti Ísland árið 2016.

Kim Kardashian er hætt að nota stór sólgleraugu en slík gleraugu einkenndu stíl raunveruleikastjörnunnar ekki alls fyrir löngu. Það var eiginmaður hennar, Kanye West, sem benti henni á að skipta um stíl og fá sér lítil matrixgleraugu. 

Samkvæmt People sendi West eiginkonu sinni tölvupóst og benti henni á að minni sólgleraugu væru komin í tísku. „Þú getur ekki gengið með stór gleraugu lengur. Nú eru lítil gleraugu málið,“ stóð í póstinum frá West og fylgdi með fullt af myndum frá tíunda áratugnum af litlum sólgleraugum. 

Nú gengur Kim Kardashian bara með lítil svört gleraugu eins …
Nú gengur Kim Kardashian bara með lítil svört gleraugu eins og sáust í Matrix.

Kanye West passar vel upp á að eiginkona hans tolli í tískunni en stíll Kardashian hefur breyst töluvert síðan hjónin byrjuðu að stinga saman nefjum. Sjálfur hannar rapparinn fyrir Yeezy-merkið. 

Það eru þó ekki allir tilbúnir til að draga fram sólgleraugun frá tíunda áratugnum. Leikkonan Jennifer Aniston er til dæmis ekki hrifin af þessari endurkomu. „Ég er ekki aðdáandi þessara pínulitlu gleraugna. Ég er aðdáandi klassískra sólgleraugna,“ sagði Aniston.  

Íslendingar geta glaðst yfir því að sólin fer nú hækkandi og því kannski ekki slæm hugmynd að athuga hvort sólgleraugun séu enn í tísku. 

Bad & Boujee

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Jan 17, 2017 at 4:53pm PST



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál