Prjónaði peysur á forsetahjónin

Ágústa Jónsdóttir er flink í höndunum.
Ágústa Jónsdóttir er flink í höndunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson sést oftar en ekki í einstaklega fallegri lopapeysu. Guðni hefur meðal annars skartað peysunni á landsleikjum í knattspyrnu og í bíó en hann sendi einnig Finnum afmælisóskir á finnsku á peysunni. Það var kennarinn og prjónakonan Ágústa Jónsdóttir sem prjónaði peysuna hans Guðna.

Það var nafna Ágústu, Ágústa Þóra Jónsdóttir eigandi Gusta.is sem fékk Ágústu í verkefnið. Ágústa prjónar aðallega á vini og vandamenn en Gústa hafði heyrt af því að Ágústa væri flink prjónakona og bað hana um að prjóna peysur bæði fyrir Guðna og forsetafrúna, Elizu Reid.

„Þannig að ég prjónaði peysur á þau bæði, reyndar datt henni nú reyndar í hug að prjóna á börnin hans líka en þar sem Guðni á fimm börn þá var það svona heldur mikið,“ segir Ágústa og hlær.

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson í peysunni ásamt börnum sínum ...
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson í peysunni ásamt börnum sínum í bíó um daginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ágústu finnst munstrið á peysunni sem nafna hennar hannaði mjög flott en uppskriftin heitir Lækur.  Peysan röndótt upp að öxlum og svo kemur munstur yfir axlirnar. Peysan er prjónuð með Mosa mjúkull sem er marglituð sem gerir það að verkum að það röndótta í peysunni er prjónað án mikillar fyrirhafnar. „Þetta virkar flóknara en það er þar sem þetta eru bara tveir litir sem maður notar. Þegar maður prjónar venjulegt lopapeysumunstur þá er maður kannski með þrjá, fjóra liti,“ segir Ágústa um peysuna. Á Elizu prjónaði hún þó allt öðruvísi peysu, einlita og opna sem heitir Sól. 

Blaðamaður er búinn að vera tæp þrjú ár að prjóna eina peysu og leikur því forvitni á að vita hvað það tók Ágústu langan tíma að prjóna peysuna hans Guðna. „Ég er svo svakalega lengi að prjóna, ég er örugglega mánuð að prjóna svona peysu,“ segir Ágústa hógvær og ber sig saman við konur sem prjóna kannski eina ullarpeysu á einni helgi.

Guðni sendi Finnum afmælisóskir í ullarpeysunni.
Guðni sendi Finnum afmælisóskir í ullarpeysunni. Skjáskot/Youtube

„Mér finnst langskemmtilegast að prjóna vettlinga og sokka, af því ég er svo lengi að prjóna. Þegar ég prjóna vettlinga og sokka þá sé ég fyrir endann á þessu,“ segir Ágústa sem prjónar mest fyrir framan sjónvarpið og þegar hún hlustar á útvarpið.

Móðir Ágústu prjónaði mikið og sjálf fór Ágústa að prjóna fyrir alvöru í menntaskóla. Hún mælir með því fyrir byrjendur að finna kennslumyndbönd á Youtube. Þar sé auðvelt að læra að prjóna. Tuskur og treflar eru síðan góð byrjunarstykki enda einföld og skiptir litlu máli þótt þau séu ekki fullkomin.

Forsetahjónin í peysum sem Ágústa prjónaði.
Forsetahjónin í peysum sem Ágústa prjónaði.
mbl.is

Útlandalegt við Hagamel

07:54 Við Hagamel í Reykjavík stendur glæsileg íbúð með áhugaverðu yfirbragði. Hver hlutur á sinn stað og smekklegheitin eru allsráðandi. Meira »

Mikilvægt að kenna lifandi trúfræðslu

Í gær, 23:59 Unnur Guðný María Gunnarsdóttir hefur ásamt prestum leitt börnin í kaþólsku kirkjunni í Reykjavík í fermingarfræðslunni í vetur. Meira »

Á erfitt með að fá fullnægingu 75 ára

Í gær, 21:00 „Ég er 75 ára og varð ekkja fyrir fjórum árum eftir 50 ára langt hjónaband. Ég hef verið að prófa stefnumótasíður og hef hitt tvo indæla menn síðasta árið.“ Meira »

Vinna upp úr fötum sem var hafnað

í gær Verkefnið Misbrigði er nú unnið í þriðja sinn af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Sá fatnaður og textíll sem unnið er með hefur, fyrir ýmsar sakir lent utangarðs. Meira »

Hödd selur eitursvala raðhúsið sitt

í gær Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefur sett glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu. Húsið er nýstandsett en það var byggt 2017. Meira »

Veggfóðrið gjörbreytti hjónaherberginu

í gær Ásta Sigurðardóttir lét veggfóðra einn vegg í hjónaherbergi sínu í Fossvogi. Hún valdi veggfóður frá Versace sem kemur með alveg nýja dýpt inn í herbergið. Í leiðinni málaði hún veggina í stíl og lakkaði hjónarúmið. Meira »

Eru áhyggjur og kvíði að „drepa þig“?

í gær „Þegar við höfum of miklar áhyggjur í of mikinn tíma getur það þróast í alvarleg einkenni af kvíða, sjúklegum eða óeðlilegum kvíða sem hefur verulega hamlandi áhrif á líf viðkomandi. Máltækið „dropinn holar steininn“ á vel við í þessu samhengi. Kvíði af þessu tagi verður í mörgum tilfellum viðvarandi tilfinning, fólk vaknar og sofnar með svokallaðan kvíðahnút og finnur fyrir honum yfir mestallan daginn.“ Meira »

„Komdu út úr myrkrinu“

í gær Orri Einarsson einn af stjórnendum Áttunnar lýsir reynslu sinni í neyslu og lífinu í bata. Hann kallar á alla þá sem eru ennþá þarna úti að koma út úr myrkrinu. „Hlutverk ykkar í lífinu er ekki að vera fíklar. Það er meira og stærra líf sem bíður ykkar.“ Meira »

Notar ekki stílista og velur fötin sjálf

í fyrradag Stjörnurnar eru flestar með stílista í vinnu sem sjá um að klæða þær fyrir opinbera viðburði. Það eru þó sumar sem vilja ekkert með stílista hafa. Meira »

Íslenska miðaldra konu langar í mann

í fyrradag „Ég skildi fyrir nokkrum árum síðan eftir rúmlega 20 ára samband og 5 börn. Þetta var búið að vera mjög erfiður tími. Mikið um áföll, þunglyndi o.fl. Suma daga geng ég í gegnum sorg en aðra daga er ég bjartsýn. Áhyggjur af peningamálum koma og fara en svo er það framtíðin. Mig langar ekki að vera ein.“ Meira »

Yngsta barnið er uppáhalds

19.3. Það er satt það sem eldri systkini segja, yngsta barnið í systkinahópnum er í uppáhaldi. Eldri börn þykja oft frek og erfið. Meira »

Tóku heilhring í Perlunni

19.3. Lokahóf og 10 ára afmælispartí HönnunarMars fór fram á í gærkvöldi á Út í bláinn í Perlunni. Stemningin var góð en boðið var upp á góðan mat, drykki, kórónuleiki og afmælishappdrætti. Meira »

HönnunarMars í Epal

19.3. Það var glatt á hjalla í Epal þegar HönnunarMars var settur í versluninni. Íslenskir hönnuðir sýndu afurðir sínar á sýningunni. Meira »

Hélt framhjá með æskuástinni

19.3. „Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin.“ Meira »

Vera Wang undir áhrifum frá Handsmaid Tale

18.3. Flestir eru sammála að mikla grósku sé að finna í tísku sumarsins. Að pólitísk átök eigi sér birtingarform á tískupöllunum og staða konunnar sé áberandi. Við skoðuðum sumarlínu Vera Wang fyrir árið 2018. Meira »

Ljótustu byggingar Bandaríkjanna

18.3. Bandaríkin eru stór og byggingarnar þar jafnmismunandi og þær eru margar. Sumar ljótar en aðrar mögulega ekki jafnfallegar.   Meira »

Rífandi stemning á Rocky Horror

19.3. Það var rífandi stemning í Borgarleikhúsinu þegar Rocky Horror, með Pál Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki, var frumsýnt á föstudaginn. Svo mikil var stemningin að gestir dönsuðu í salnum undir lok sýningar. Meira »

Steldu stílnum frá Söruh Jessicu Parker

19.3. Sarah Jessica Parker hefur sett háskólabolinn aftur á kortið. Hún klæðist honum við gallabuxur og háa hæla.  Meira »

Á þetta að vera leyfilegt?

18.3. Fiskabúrsklósettkassi og fjall af hrauni í stofunni er meðal þess sem flestum þykir skrítið en einhverjum þótti í það minnsta góð hugmynd ef ekki fallegt. Meira »

Retró heimili í Covent Garden

18.3. Andi fyrri tíma svífur yfir Covent Garden í Lundúnum. Það sama má segja um íbúð á svæðinu og passar fagurfræðin einstaklega vel við stemmninguna á svæðinu. Meira »