Prjónaði peysur á forsetahjónin

Ágústa Jónsdóttir er flink í höndunum.
Ágústa Jónsdóttir er flink í höndunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson sést oftar en ekki í einstaklega fallegri lopapeysu. Guðni hefur meðal annars skartað peysunni á landsleikjum í knattspyrnu og í bíó en hann sendi einnig Finnum afmælisóskir á finnsku á peysunni. Það var kennarinn og prjónakonan Ágústa Jónsdóttir sem prjónaði peysuna hans Guðna.

Það var nafna Ágústu, Ágústa Þóra Jónsdóttir eigandi Gusta.is sem fékk Ágústu í verkefnið. Ágústa prjónar aðallega á vini og vandamenn en Gústa hafði heyrt af því að Ágústa væri flink prjónakona og bað hana um að prjóna peysur bæði fyrir Guðna og forsetafrúna, Elizu Reid.

„Þannig að ég prjónaði peysur á þau bæði, reyndar datt henni nú reyndar í hug að prjóna á börnin hans líka en þar sem Guðni á fimm börn þá var það svona heldur mikið,“ segir Ágústa og hlær.

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson í peysunni ásamt börnum sínum ...
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson í peysunni ásamt börnum sínum í bíó um daginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ágústu finnst munstrið á peysunni sem nafna hennar hannaði mjög flott en uppskriftin heitir Lækur.  Peysan röndótt upp að öxlum og svo kemur munstur yfir axlirnar. Peysan er prjónuð með Mosa mjúkull sem er marglituð sem gerir það að verkum að það röndótta í peysunni er prjónað án mikillar fyrirhafnar. „Þetta virkar flóknara en það er þar sem þetta eru bara tveir litir sem maður notar. Þegar maður prjónar venjulegt lopapeysumunstur þá er maður kannski með þrjá, fjóra liti,“ segir Ágústa um peysuna. Á Elizu prjónaði hún þó allt öðruvísi peysu, einlita og opna sem heitir Sól. 

Blaðamaður er búinn að vera tæp þrjú ár að prjóna eina peysu og leikur því forvitni á að vita hvað það tók Ágústu langan tíma að prjóna peysuna hans Guðna. „Ég er svo svakalega lengi að prjóna, ég er örugglega mánuð að prjóna svona peysu,“ segir Ágústa hógvær og ber sig saman við konur sem prjóna kannski eina ullarpeysu á einni helgi.

Guðni sendi Finnum afmælisóskir í ullarpeysunni.
Guðni sendi Finnum afmælisóskir í ullarpeysunni. Skjáskot/Youtube

„Mér finnst langskemmtilegast að prjóna vettlinga og sokka, af því ég er svo lengi að prjóna. Þegar ég prjóna vettlinga og sokka þá sé ég fyrir endann á þessu,“ segir Ágústa sem prjónar mest fyrir framan sjónvarpið og þegar hún hlustar á útvarpið.

Móðir Ágústu prjónaði mikið og sjálf fór Ágústa að prjóna fyrir alvöru í menntaskóla. Hún mælir með því fyrir byrjendur að finna kennslumyndbönd á Youtube. Þar sé auðvelt að læra að prjóna. Tuskur og treflar eru síðan góð byrjunarstykki enda einföld og skiptir litlu máli þótt þau séu ekki fullkomin.

Forsetahjónin í peysum sem Ágústa prjónaði.
Forsetahjónin í peysum sem Ágústa prjónaði.
mbl.is

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

18:00 Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

14:00 Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

09:00 Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

05:48 Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

Í gær, 22:45 Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

í gær „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

í gær Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

í gær Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

í gær „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

í gær Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

í fyrradag Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »

Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

14.12. „Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur og var lofað plakati með, penna og boð í útgáfuhóf. Bókin átti að koma út um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?“ Meira »

Melania litaði hárið ljóst fyrir jólin

14.12. Netverjar spurðu sig hvort forsetafrúin væri að safna í hárkollu fyrir eiginmann sinn en Donald Trump er þekktur fyrir óvenjuþykkan og -ljósan makka miðað við aldur. Meira »

Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

14.12. „Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár,“ segir Guðni Már. Meira »

Húsið sem Ármann færði yfir á konuna

14.12. Ármann Þorvaldsson skráði einbýlishús þeirra hjónanna, Dyngjuveg 2, á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald árið 2011 eða 18. apríl það ár. Meira »

Var 100 kíló en keppir nú í fitness

14.12. Lilja Ingvadóttir var um 100 kg fyrir áratug þegar hún ákvað að taka sig taki. Í dag er hún á fullu að undirbúa fitnessmótið Iceland Open sem fram fer á laugardaginn. Meira »

Þurfti rútu fyrir kjólinn

13.12. Jennifer Lopez mætti í bleiku skrímsli á rauða dregilinn. Slóði kjólsins var svo stór að stjarnan gat ekki mætt á frumsýningu í hefðbundinni lúxusbifreið. Meira »

Bullandi stemming í ICE HOT-veislu

13.12. Listafólk kom saman og skemmti sér þegar opnunarhátíð norræna danstvíæringsins ICE HOT Nordic Dance Platform fór fram í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið Meira »

Drukku í sig listina í kjallaranum

13.12. Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

13.12. Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

13.12. Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »
Meira píla