Af hverju breytirðu ekki fegurðarstaðlinum?

Sophia Loren brosir fallega.
Sophia Loren brosir fallega. mbl.is/Pinterest

Leikkonan Sophia Loren er fyrirmynd annarra kvenna. En það hefur svo sannarlega ekki verið alltaf þannig. Við höldum áfram að spyrja af hverju? Þegar kemur að tísku og hönnun.

https://www.mbl.is/smartland/tiska/2018/01/28/af_hverju_faerdu_ekki_fot_lanud_hja_kaerastanum/

Finndu þennan eina rétta sem hefur trú á þér

Það skiptir miklu máli í lífinu að eiga maka sem sér alla þína hæfileika. Sophia Loren gat valið úr öllum mönnum í heiminum og valdi Ponti. Þau okkar sem þekkja söguna, erum ekki hissa á þessu vali.

Ponti hitti Sophia Loren og trúði á hana í jafnmiklu mæli og hún gerði sjálf. Minnisstætt er þegar hann benti henni á að fara í myndatöku til vinar síns, sem síðar hringdi í Ponti og sagði: „Ponti, hvað ertu búinn að senda til min? Þessi kona er svo öðruvísi en það sem þykir fallegt í dag, hún er með rosalega stóran rass og enn þá stærri brjóst og svo þegar hún brosir er ég hræddur um að hún gleypi mig!“

Ponti vissi betur. Hann vissi að þessi kona yrði það sem heiminum þætti fallegt. Heimurinn þyrfti bara að sjá hana, eins og hann sá hana.

Lauren og Ponti dansa saman.
Lauren og Ponti dansa saman. mbl.is/Pinterest

Brostu

Það er fátt fallegra en frjáls manneskja sem finnur það fyndna við hlutina í lífinu. Við vitum öll að lífið er ein stór áskorun. Sophia Loren jafnvel betur en margir aðrir. En hún sá það fyndna í lífinu. Hún sá það sem var skemmtilegt og öðruvísi og leyfði sér að vera reið en líka glöð. Það er mikilvægt að leyfa sér að vera glaður yfir daginn. Að brosa og njóta.

Góður húmor fæst ekki keyptur og er meiri klassi en …
Góður húmor fæst ekki keyptur og er meiri klassi en flest af því sem er hægt að kaupa í búðum. mbl.is/Pinterst


Eigðu þinn eigin stól

Eitt af því sem Sophia Loren ákvað ung að aldri var að verða eitthvað áhugavert í lífinu. Þessir draumar hennar voru jafnlangsóttir og okkar eigin þrá til að verða eitthvað. Ef hún gat það þá getum við það. Hún upplifði höfnun ung að aldri, og var lengi vel að kljást við það. En hún gerði það frammi fyrir öllum og það skiptir máli. 

Þótt þú eigir þinn eigin stól í lífinu, þýðir það ekki að þú sért fullkomin, heldur að þú sért þú og þú eigir skilið sæti eða stað sem er merktur bara þér. Hvort heldur sem þetta er draumur um vinnu eða stöðu. Farðu eftir þínum eigin draumum. Það mun hafa áhrif á hvernig þú lítur út, hvernig þér líður og í versta falli getur þú sagt: Ég reyndi. Í anda Sophia Loren.

Þarft þú ekki að eiga þinn eigin stól? Það gæti …
Þarft þú ekki að eiga þinn eigin stól? Það gæti verið góð byrjun í lífinu. mbl.is/Pinterest

Dansaðu eins og enginn sé að horfa

Eitt af því sem Lauren gerir betur en flestir er að stíga inn í það hlutverk að vera hún hverju sinni. Af hverju prófarðu ekki það sama, með því til dæmis að dansa eins og enginn sé að horfa? Margt af því sem við gerum í lífinu, er nefnilega með hangandi hendinni, þegar við erum að reyna að vera alltaf lægsti samnefnari samfélagsins og það er ekki gaman.

Dansaðu eins og enginn sé að horfa.
Dansaðu eins og enginn sé að horfa. mbl.is/Pinterest

Sýndu línurnar

Sophia Loren sýndi línurnar betur en aðrar konur. Hún hafði og hefur einstakt lag á að finna fatnað, sem lagði áherslu á mjótt mittið og kvenlegan vöxtinn. Finndu hvað þú vilt sýna á þínum líkama. Hvort heldur sem er mittið, handleggir eða fætur. Ekki sýna samt allt í einu!

Falleg Lauren, með eina flottustu bringu sem við höfum séð.
Falleg Lauren, með eina flottustu bringu sem við höfum séð. mbl.is/Pinterest

Það kostar ekki að líta vel út 

Sophia Loren er þekkt fyrir að taka að sér alls konar hlutverk. Sum þeirra hafa í gegnum tíðina verið þannig að hún fær tækifæri til að gera það að klæðast lakinu einu saman huggulegt. Málið er nefnilega með fatnað, að hann gerir ekki manneskjuna, heldur gerir manneskjan fötin sem hún klæðist. Þetta er öfugt við það sem tískuhúsin boða, en er svo sannfærandi þegar maður horfir til þess hvað Lauren gerir nánast allt fallegt.

Sophia Loren er falleg í öllu, jafnvel laki. Hvað finnst …
Sophia Loren er falleg í öllu, jafnvel laki. Hvað finnst ykkur? mbl.is/Pinterest

Farðu út fyrir þægindarammann

Eitt af því sem Sophia Loren hefur tileinkað sér í lífinu er að gera ekki alltaf það sama í lífinu. Hún er mikil tilfinningavera og lætur tilfinningarnar ráða förinni. Að sama skapi er hún skynsöm og fyndin. Þetta er meistaralega góð samsetning að hafa í huga í lífinu. Svo prófaðu eitthvað nýtt, það verður í versta falli þá bara fyndið.

Leiktu þér og farðu út fyrir þægindarammann.
Leiktu þér og farðu út fyrir þægindarammann. mbl.is/Pinterest

Finndu þínar leiðir í herberginu

Sophia Loren er þekkt fyrir að vera kyntákn og mörgum er minnisstætt atriði úr myndinni Iero, Oggi, Domani þar sem Sophia Loren er að dansa fyrir vin sinn kynþokkafullan dans þar sem hún lætur fötin sín flakka. Þeir sem vita ekki hvernig atriðið endar verða að finna myndina. En við getum allar látið strákana gelta eins og Lauren gerði í myndinni bara ef við reynum.

Kynþokkafull Lauren í Iero, Oggi, Domani.
Kynþokkafull Lauren í Iero, Oggi, Domani. mbl.is/Pinterest

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál