Finnur fyrir sting í öðru Sílikon-brjóstinu

Íslensk kona er með sting í brjóstinu en hún lét …
Íslensk kona er með sting í brjóstinu en hún lét skipta um púða fyrir fimm árum. mbl.is/Thinkstocphotos

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem finnur fyrir sting í brjósti en hún er með sílikon fyllingu í brjóstunum. 

Hæ hæ,

ég er með sílikon í brjóstum og hefur verið ekkert mál en fyrir svona viku fór mér að finna til í vinstra brjóstinu og fá einhvers konar stingi og virðist vera rendur eða rákir í púðanum eins og það sé pínu aflagað í vissum stellingum. Hvað getur verið að? Ég var með púða í 15 ár ekkert vesen og var svo skipt fyrir 5 árum læknir mælti með því.

Kveðja, K

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Þegar „rendur eða rákir“ koma í ljós í brjóstum með sílikon fyllingu eins og þú lýsir, þá er yfirleitt brjóstvefurinn að þynnast framan við fyllinguna. Kannski hefur þú lagt af? Gæti líka verið vegna nýlegrar brjóstagjafar? Svo er þetta meira áberandi ef púðinn er framan við vöðva (pre-pectoral). Fyrst þú lýsir „einhvers konar stingum“ þá gæti þykkari örvefur verið að myndast hjá þér umhverfis púðann. Þá geta krumpur og fellingar komið meira í ljós. Þá getur verið gott að nudda brjóstið reglulega í nokkrar vikur og sjá hvort þetta jafni sig ekki.

Annars ráðlegg ég þér að panta þér tíma hjá lýtalækninum þínum og skoða hvað hægt sé að gera fyrir þig.

Með bestu kveðjum og gangi þér vel,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. Athugið að fullri nafnleynd er gætt. 

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál