Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

Mikilvægt er að byrja með góðum fyrirvara ef maður þarf ...
Mikilvægt er að byrja með góðum fyrirvara ef maður þarf að hressa upp á húðina og hár fyrir brúðkaupsdaginn.

Sumir halda að ástin ein og sér láti húðina ljóma. Daginn fyrir brúðkaupið áttarðu þig á því að það er ekki raunin og streitan sem hefur fylgt undirbúningnum hefur tekið sinn toll. Ef þú vilt koma húð þinni og hári í sitt besta ástand þá er mikilvægt að byrja með góðum fyrirvara.

12 mánuðir til stefnu

Byrjaðu að huga að grundvallaratriðum eins og næringu. WelleCo er fyrirtæki í eigu ofurfyrirsætunnar Elle Macpherson og framleiðir næringarduftið The Super Elixir, formúla sem upprunalega var sérstaklega hönnuð af dr. Simone Laubscher fyrir Elle sjálfa og inniheldur öll þau vítamín sem þú þarft. Krukkan af þessu töfradufti er hrikalega dýr en ég hef séð gífurlegan mun á húð minni eftir að ég fór að drekka glas af því á dag. Svo er það orkugefandi og vatnsleysandi en The Super Elixir er vegan, án GMO, glútein-, mjólkur- og sojalaust og enginn unninn sykur. Þú getur lesið allt um málið og pantað vörurnar á welleco.com og senda þeir til Íslands.

The Super Elixir frá WelleCo fæst á welleco.com og á ...
The Super Elixir frá WelleCo fæst á welleco.com og á cultbeauty.com.

Ekki gleyma líkamanum þegar kemur að húðumhirðu. Þurrburstun er frábær leið til að auka blóðflæði húðarinnar sem og að nota hefðbundinn líkamsskrúbb í sturtunni. Einn af mínum uppáhaldsskrúbbum er Lavera Smoothing Body Scrub en hann inniheldur m.a. lífrænt kaffi og grænt te sem vinna gegn appelsínuhúð. Eftir sturtu er gott að nota stinnandi líkamskrem, eins og til dæmis Sensai Cellular Performance Body Firming Emulsion, í þeirri von að fá afturenda í anda Jennifer Lopez.

Lavera Smoothing Body Scrub og Sensai Cellular Performance Body Firming ...
Lavera Smoothing Body Scrub og Sensai Cellular Performance Body Firming Emulsion.9 mánuðir til stefnu

Áður en þú ferð að hamast með misjafnar húðvörur er gott að panta tíma hjá húðlækni til að meta hvað húðin þín þarf. Á þessum tímapunkti byrja margir að nota retinól en það er A-vítamín sem er að taka yfir húðumhirðuheiminn sökum þess hve mikið það dregur úr hrukkum og ójöfnum húðarinnar. Þetta er þó sterkt efni og margir byrja að nota væga prósentu á borð við 0,2-0,3% einu sinni í viku á meðan húðin venst því. Húðlæknirinn gæti þó ávísað þér sterkara retinól-kremi.

Lancôme Visionnaire Skin Solutions 0.2% Retinol og SkinCeuticals Retinol 0.3% ...
Lancôme Visionnaire Skin Solutions 0.2% Retinol og SkinCeuticals Retinol 0.3% Refining Night Cream (Húðlæknastöðin).

 

6 mánuðir til stefnu

Nú ættirðu að koma þér upp einfaldri húðumhirðurútínu sem þú getur fylgt eftir kvölds og morgna, jafnvel þegar þú nennir því ekki. Á kvöldin er nauðsynlegt að þvo húðina eftir amstur dagsins og fylgja því eftir með serumi eða retinóli, rakakremi og augnkremi. Á morgnana nægir oft að skola húðina með vatni og fylgja eftir með serumi sem byggir á andoxunarefnum, rakakremi, augnkremi og sólarvörn. Andoxunarefni leika algjört lykilhlutverk í að hægja á öldrun húðarinnar og súperstjarnan í þeim flokki er C-vítamín. Það dregur úr ójöfnum í húðinni og eykur ljóma hennar. Ef þú ert ekki á C-vítamín-vagninum þá er ekki seinna vænna en að stökkva á hann núna. Ég mæli með Paula’s Choice C15 Super Booster en það má nota það eitt og sér á morgnana eða bæta því út í rakakremið. Formúlan er full af andoxunarefnum á borð við E-vítamín og ferulic-sýru ásamt rakagefandi hýalúrónsýru.

Sepai Basic Wash Mild Cleanser (Madison Ilmhús), Aveda Botanical Kinetics ...
Sepai Basic Wash Mild Cleanser (Madison Ilmhús), Aveda Botanical Kinetics All-Sensitive Lotion, Paula’s Choice C15 Super Booster (Fotia) og NeoStrata Sheer Physical Protection SPF 50.
Bioeffect EGF Eye Serum.
Bioeffect EGF Eye Serum.
3 mánuðir til stefnu
Stundum er það afslappandi að fá sér eitt vínglas í lok vikunnar en núna þarftu að leggja flöskuna á hilluna. Áfengi hefur gífurlega neikvæð áhrif á húðina; þurrkar hana, háræðar springa frekar og þú getur gleymt ljómanum. Sjálf drekk ég gjarnan vatn úr vínglasi til hátíðarbrigða. Núna er líka sniðugt að kíkja til tannlæknis og hreinsa tennurnar og íhuga tannhvíttun ef svo á við. Bókaðu aftur tíma hjá tannlækni um 2 vikum fyrir brúðkaupið fyrir aðra tannhreinsun.

2 mánuðir til stefnu

Hárið er mikilvægur hluti af heildarmyndinni svo vertu búin að ákveða hvernig hárlit þú vilt hafa og klippingu. Það hefur ekki reynst vel að prófa eitthvað nýtt kortér í brúðkaup. Notaðu mildar og næringarríkar hárvörur en OI-línan frá Davines hefur verið mjög vinsæl til að viðhalda fallegu hári. Einu sinni í viku er gott að nota hármaska og Kevin.Murphy Hydrate-Me.Masque er frábær valkostur til að djúpnæra hárið.

Davines OI-línan er nærandi fyrir hárið og mýkjandi.
Davines OI-línan er nærandi fyrir hárið og mýkjandi.
Davines OI All In One Milk.
Davines OI All In One Milk.
Kevin.Murphy Hydrate-Me.Masque.
Kevin.Murphy Hydrate-Me.Masque. 

1 mánuður til stefnu

Nú skal gefa í og því tilvalið splæsa í Bioeffect 30 Day Treatment. Ótrúlegur árangur hefur sést eftir þennan mánaðarkúr af extra-sterkum EGF-dropum og þeir fylla húðina einnig af raka með hýlúrónsýru. Þegar húðin fær nægan raka er hún sléttari og fínar línur grynnka.

Bioeffect 30 Day Treatment.
Bioeffect 30 Day Treatment.2 dagar til stefnu

Ef þú ætlar að vinna með brúnkusprey eða -krem skaltu klára það núna og sömuleiðis kíkja í nagla- og fótsnyrtingu.

Brúnkuvörurnar frá Marc Inbane standa fyrir sínu en hægt er ...
Brúnkuvörurnar frá Marc Inbane standa fyrir sínu en hægt er að kaupa þær m.a. á marcinbane.is.

Brúðkaupsdagurinn

Byrjaðu á að hreinsa húðina og bera á hana serum og rakakrem. Slepptu sólarvörninni þar sem hún getur endurkastað flassi myndavélanna. Að lokum skaltu muna að slaka á, allt mun fara vel. Í versta falli er það pítsa og bjór á línuna.

mbl.is

Kynntist kvæntum manni og leitar ráða

05:00 „Ég kynntist manni en hann sagði mér ekki að hann væri í sambandi fyrr en við vorum búin að sofa saman. Hann talaði um börnin sín tvö eins og ekkert væri en minntist ekki einu orði á barnsmóður sína og kærustu. Ég hélt að það væri í virðingarskyni við mig og hugsaði með mér að ég myndi spyrja hann kannski á þriðja stefnumóti.“ Meira »

Býr á æskuheimili Díönu prinsessu

Í gær, 21:00 Æskuheimili Díönu prinsessu var kannski ekki höll en herragarður með stóru H-i eins og sjá mátti þegar Karen Spencer lét mynda sig á heimili sínu. Meira »

Prada hættir að nota loðfeldi

Í gær, 16:00 Ítalska tískhúsið Prada hefur bæst í stóran hóp stórra tískuvörumerkja sem hafa hætt að nota loðfeldi í hönnun sinni.   Meira »

Svona heldur Halle Berry út á ketó

Í gær, 13:54 Ketó-leyndarmál Óskarsverðlaunaleikkonunnar Halle Berry eru svindldagarnir. Berry hefur verið lengi á ketó en segir nauðsynlegt að leyfa sér að svindla af og til. Meira »

Húðráð fyrir ræktarskvísur

Í gær, 10:35 Það er margt sem ber að varast í líkamsræktarstöðvum ef maður vill halda húðinni góðri.   Meira »

Engar glansmyndir hjá Keaton

í gær Leikkonan Diane Keaton er ekki hinn hefðbundni notandi á Instagram og birtir sjaldan glansmyndir af sjálfri sér. Þrátt fyrir að fegra ekki sannleikann er hún mjög vinsæl. Meira »

Leyndarmálið bak við góða typpamynd

í fyrradag Typpamynd er ekki bara typpamynd, það vita konur sem vilja fá typpamyndir sendar. Það er til dæmis ekki vinsælt að fá senda nærmynd af slöppu typpi með ljótum bakgrunni. Meira »

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

í fyrradag Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

í fyrradag Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

í fyrradag „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

í fyrradag Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »

73 ára og kom á óvart með bleikt hár

21.5. Helen Mirren er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt en kom heldur betur á óvart í Cannes um helgina með bleikan koll.   Meira »

Verst klædda stjarnan í Cannes

20.5. Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh verður seint valin best klædda stjarnan í Cannes. Gegnsæi g-strengskjóllinn hefur vakið mikla athygli. Meira »

Lagði mikið á sig til að grennast

20.5. Eva Longoria leyndi því ekki að megrunarkúrinn fyrir rauða dregilinn í Cannes var bæði langur og strangur. Grínaðist hún með að lifa á lofti svo strangur var kúrinn. Meira »

Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

20.5. Það var ekki bara Eurovision í gangi um helgina heldur voru tvö fimmtugsafmæli haldin á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólfur Thor mætti í bæði afmælin og tók þyrlu á milli staða. Meira »

Ásdís Rán lét sig ekki vanta

20.5. Sýningin Lifandi heimili og hönnun fór fram í Laugardalshöll um helgina. Margt var um manninn þegar sýningin opnaði og mikið fjör á mannskapnum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir var með bás á sýningunni en hún flytur inn svartar rósir sem lifa í hálft ár án vatns og ilma ákaflega vel. Meira »

Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn

20.5. Auðunn Blöndal tilkynnti að hann ætti von á barni með kærustu sinni Rakel Þormarsdóttur. Samband Auðuns og Rakelar hefur farið hljóðlega enda er hún ekki á samfélagsmiðlum. Meira »

Afgangarnir urðu að geggjaðri teppalínu

20.5. Erna Einarsdóttir hönnuður er manneskjan á bak við nýja teppalínu Geysis sem unnin er úr afgöngum. Línan er ekki bara falleg heldur umhverfisvæn. Meira »

Glamúrinn í skipstjórahúsi frá 1935

19.5. Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að endurhanna skipstjórahús sem byggt var 1935.  Meira »

Stofnandi Ali Baba veitir kynlífsráð

19.5. Einn ríkasti maður í Kína, Jack Ma stofnandi Alibaba, er með uppskrift að betra lífi en það er að stunda kynlíf lengi sex sinnum á sex dögum. Meira »

Hugmyndir að hárgreiðslu og förðun

19.5. Við fengum Katrínu Sif Jónsdóttur, hárgreiðslukonu á Sprey, og Helgu Sæunni Þorkelsdóttur, förðunarfræðing, til að skapa þrjár mismunandi útfærslur af brúðargreiðslu og -förðun. Meira »