Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

Katrín hertogaynja í Erdem-kjólnum vinsæla ásamt Bretadrottningu.
Katrín hertogaynja í Erdem-kjólnum vinsæla ásamt Bretadrottningu. mbl.is/AFP

Konurnar í bresku konungsfjölskyldunni eru þekktar fyrir að vera hrifnar af hátískumerkinu Erdem. Þær eru í raun svo hrifnar af merkinu að á dögunum mætti Katrín hertogaynja af Cambridge í eins kjól og Katharine hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í maí á síðasta ári. 

Hertogaynjan af Kent er aðeins eldri en Katrín eða 86 ára gömul og er gift Játvarði hertoga af Kent, frænda Elísabetar Bretadrottningar. Hún vakti mikla athygli þegar hún mætti í Erdem-kjólnum í konunglega brúðkaupið í fyrra enda klæddist hún strigaskóm við sem þykir ekki staðalbúnaður í brúðkaupum, hvað þá fínum konunglegum brúðkaupum. 

Ekki nóg með að bæði Katrín hertogaynja af Cambridge og hertogaynjan af Kent eigi eins kjól þá á Eugenie prinsessa frænka Vilhjálms Bretaprins kjól með sama mynstri þó kjóllinn sé styttri. 

Eugenie prinsessa með ömmu sinni Elísabetu í kjól frá Erdem.
Eugenie prinsessa með ömmu sinni Elísabetu í kjól frá Erdem. mbl.is/AFP

 

mbl.is