Kærustupar með alveg eins augnskugga

Maisie Williams birti myndir af sér og kærasta sínum, Reuben …
Maisie Williams birti myndir af sér og kærasta sínum, Reuben Selby, á Instagram með eins farða. Skjáskot/Instagram

Oftar en ekki eru það konur sem nota augnskugga og annan farða. Það er þó ekki þannig í sambandi Game of Thrones-stjörnunnar Maise Williams og kærasta hennar.

Williams og kærasti hennar, Reuben Selby, mættu með eins farða á tískuvikuna í París á dögunum. Williams og Shelby voru bæði flott með bleikan augnskugga og gáfu fyrirframákveðnum kynjahlutverkum fingurinn í leiðinni. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kærustuparið mætti í stíl en þau mættu til að mynda með eins hárlit í brúðkaup í sumar. Þegar Game of Thrones-stjarnan Sophie Turner giftist tónlistarmanninum Joe Jonas voru þau Williams og Selby bæði með bleikt hár. 

View this post on Instagram

who let jane burnham and ricky fitts into pfw?

A post shared by Maisie Williams (@maisie_williams) on Oct 1, 2019 at 1:49pm PDT

View this post on Instagram

white party for the bride and groom 🎉

A post shared by Maisie Williams (@maisie_williams) on Jun 30, 2019 at 3:53am PDT

mbl.is