Hvaða maskari hentar þér best?

Eitt það erfiðasta sem margar konur ganga í gegnum þegar kemur að snyrtivörum er að velja hvaða maskari hentar best.

Það er ástæða fyrir öllum þessum mismunandi gerðum af möskurum, allar erum við með misjöfn augnhár, löng, stutt, sveigð, bein, gisin eða þétt, og við getum allar fundið okkar fullkomna maskara ef við vitum að hverju á að leita.

Helena Rubinstein hefur í mörg ár verið fremst í flokki við framleiðslu maskara. Hún var til dæmis fyrst til að koma með vatnsheldan maskara á markað árið 1939. Allir maskarar frá merkinu eru nikkelfríir og hafa margir að geyma nærandi og örvandi eiginleika fyrir augnhárin. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í maskaraflórunni frá Helena Rubinstein og hér teljum við upp þá allra vinsælustu hér á landi;

Feline Blacks er vinsælasti maskarinn frá HR, hann þykkir og lengir ásamt því að gefa dýpri lit og hentar flestum gerðum augnhára.

TIPS: Ef þú brettir upp á augnhárin er tilvalið að prófa þennan í vatnsheldu til að halda sveigjunni allan daginn!

Feline Extravaganza gefur dramatískari augnumgjörð með þéttari, lengri og svartari augnhárum með einni stroku. Þessi er fyrir þær sem vilja mikinn maskara og stóran bursta.

Sexy Blacks brettir upp á augnhárin með sveigðum bursta ásamt því að byggja formúluna vel upp fyrir þéttari augnhár. Þessi er fyrir þær sem þurfa að halda sveigju á augnhárunum en vilja mikla þykkingu samt sem áður.

TIPS: Ef þú vilt enn betra hald er þessi líka til í vatnsheldu og heldur sveigjunni því fullkomlega allan daginn!

Fatal Blacks brettir upp á og lengir augnhárin með sveigðum bursta og greiðir sérstaklega vel úr augnhárunum. Þessi er fyrir þær sem þurfa sveigju og vilja fallega, náttúrulega augnumgjörð fyrir hvaða tilefni sem er.

TIPS: Ef þú vilt enn betra hald er þessi líka til í vatnsheldu og heldur sveigjunni því fullkomlega allan daginn!

Wonder Blacks nærir augnhárin og örvar vöxt þeirra frá degi til dags ásamt því að þykkja, lengja og greiða vel. Þessi er fyrir þær sem vantar raka og næringu fyrir augnhárin og vilja örva vöxt þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »