Þetta notaði Aniston í hárið

Hárið á Jennifer Aniston hefur lengi þótt eftirsóknarvert.
Hárið á Jennifer Aniston hefur lengi þótt eftirsóknarvert. Skjáskot/Instagram

Á dögunum mætti Jennifer Aniston á frumsýningu sjónvarpsþáttarins The Morning Show en hún fer þar með aðalhlutverk. Þótti hún sérlega glæsileg og vakti hár hennar mikla eftirtekt fyrir heilbrigða ásýnd og náttúrulega liði. Það ætlaði því allt um koll að keyra þegar hárgreiðslumaður Aniston, Chris McMillan, birti færslu á Instagram þar sem hann sagði fylgjendum sínum frá því hvernig hann náði fram þessari fallegu áferð. 

„Áferð hársins er í raun náttúrulegir liðir og krullur Aniston. Hárið fékk að þorna náttúrulega og svo blés ég það aðeins í rótina til að beina því í réttar áttir og notaði krullujárn á staka lokka,“ skrifar McMillan.

Síðan notaði hann Hair Hydrating Créme frá Hårklinikken en þetta er hárnæringarkrem sem setja má í blautt eða þurrt hárið. Það hlakkaði mikið í mér við að sjá þessa vöru notaða í sjálfa Jennifer Aniston því þetta er ein af mínum uppáhaldsvörum til að gera við þurrt og skemmt hár. Ég er með svo gífurlega viðkvæman hársvörð að ég þoli illa ilmefni og er þetta ein af fáum ilmefnalausu hárvörunum sem ég hef fundið sem virka. Formúlan inniheldur m.a. kínóa, B5-vítamín, lífræna arganolíu, vanillu og grænt te. 

Hair Hydrating Créme frá Hårklinikken gerir við hárið að innan …
Hair Hydrating Créme frá Hårklinikken gerir við hárið að innan en þetta er ilmefnalaus formúla og hentar vel þeim sem eru með viðkvæma húð og hársvörð. Verð: 6.200 kr.

Hér fyrir neðan má sjá færslu McMillan en glöggir lesendur og aðdáendur húðvörumerkisins Drunk Elephant reka kannski augun í að hársprey frá þeim var notað en engar hárvörur frá merkinu eru komnar á markað. Talsmaður Drunk Elephant sagði að hárvörur væru væntanlegar á næstunni.

mbl.is